Allir framboðslistar endanlega staðfestir á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 10. september 2021 19:21 Það kemur í ljós á kjördag hinn 25. september hvort framboð flokka er meira en eftirspurn kjósenda en allt að ellefu flokkar og framboð gætu náð fulltrúum á þing í komandi kosningum. Stöð 2/Egill Tíu flokkar bjóða fram í öllum kjördæmum fyrir komandi kosningar og Ábyrg framtíð býður að auki fram í tveimur kjördæmum. Frestur til að skila inn framboðslistum rann út á hádegi í dag. Á yfirstandandi kjörtímabili hafa átta flokkar átt fulltrúa á Alþingi. Eftir kosningarnar hinn 25. september næst komandi gæti svo farið að ellefu flokkar og framboð ættu fulltrúa á þingi. Þegar framboðsfrestur rann út á hádegi höfðu Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn, Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin, Viðreisn, Píratar, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins skilað inn framboðum í öllum sex kjördæmum landsins en þessir flokkar eiga allir fulltrúa á Alþingi í dag. Að auki skiluðu Sósíalistaflokkurinn og Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn inn framboðum í öllum kjördæmum og Ábyrg framtíð skilaði inn framboðslista í Suðurlandskjördæmi og Heimir Herbertsson formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík suður segir að það hafi Ábyrg framtíð einnig gert í Reykjavíkurkjördæmi norður. Flokkarnir ellefu sem skilað hafa inn framboðlistum.Vísir/Helgi „Þessum tilkynningum fylgja síðan gögn sem yfirkjörstjórnir þurfa að fara yfir og meta. Það munu þær gera í dag og á morgun. Síðan verður úrskurðað um þau framboð sem komið hafa fram og sá úrskurður mun liggja fyrir á morgun.“ Frá öllum yfirkjörstjórnum? „Í síðasta lagi á morgun frá öllum yfirkjörstjórnum. Gæti jafnvel legið fyrir fyrr einhvers staðar,“ segir Heimir. Landskjörstjórn tekur við tilkynningum frá öllum kjördæmum, staðfestir framboðslistana endanlega á þriðjudag og auglýsir í framhaldinu hvaða flokkar og framboð bjóða fram. Heimir Herbertsson formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi suður lofar að fyrstu tölur verði birtar fljótlega eftir að kjörstöðum lokar klukkan 22:00 á kjördag.Stöð 2/Arnar Talningarfólk yfirkjörstjórnanna í Reykjavík mun telja atkvæði í sitt hvoru lagi eins og áður. Bæði teymin verða hins vegar í fyrsta skipti undir sama þaki í Laugardalshöll í þetta skiptið. Hvenær ætlar þú svo að koma með fyrstu tölur? „Við áformum að gera það mjög fljótlega eftir að kjörstöðum lokar. En ég get ekki lofað þér nákvæmlega upp á mínútu hvenær það verður. Sem fyrst eftir að kjörstöðum lokar,“ segir Heimir Herbertsson. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Tengdar fréttir Eyðsla í prófkjörum farin að færast nær því sem tíðkaðist fyrir Hrun Bæði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, vörðu mörgum milljónum krónum meira í kosningabaráttu sinni fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í ár en fyrir kosningarnar árið 2016. Stjórnmálafræðingur segir þetta ekki nýtt hjá Sjálfstæðisflokknum í borginni en styrkveitingar hvergi nærri því sem tíðkaðist fyrir hrun. 10. september 2021 14:51 Tíu flokkar skiluðu listum í öllum sex kjördæmum Tíu flokkar ætla að bjóða fram í öllum sex kjördæmum landsins. Framboðsfrestur rann út í hádeginu í dag. Ábyrg framtíð skilaði inn framboðslistum í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og eru því ellefu flokkar sem bjóða fram í höfuðborginni. 10. september 2021 14:16 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Á yfirstandandi kjörtímabili hafa átta flokkar átt fulltrúa á Alþingi. Eftir kosningarnar hinn 25. september næst komandi gæti svo farið að ellefu flokkar og framboð ættu fulltrúa á þingi. Þegar framboðsfrestur rann út á hádegi höfðu Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn, Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin, Viðreisn, Píratar, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins skilað inn framboðum í öllum sex kjördæmum landsins en þessir flokkar eiga allir fulltrúa á Alþingi í dag. Að auki skiluðu Sósíalistaflokkurinn og Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn inn framboðum í öllum kjördæmum og Ábyrg framtíð skilaði inn framboðslista í Suðurlandskjördæmi og Heimir Herbertsson formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík suður segir að það hafi Ábyrg framtíð einnig gert í Reykjavíkurkjördæmi norður. Flokkarnir ellefu sem skilað hafa inn framboðlistum.Vísir/Helgi „Þessum tilkynningum fylgja síðan gögn sem yfirkjörstjórnir þurfa að fara yfir og meta. Það munu þær gera í dag og á morgun. Síðan verður úrskurðað um þau framboð sem komið hafa fram og sá úrskurður mun liggja fyrir á morgun.“ Frá öllum yfirkjörstjórnum? „Í síðasta lagi á morgun frá öllum yfirkjörstjórnum. Gæti jafnvel legið fyrir fyrr einhvers staðar,“ segir Heimir. Landskjörstjórn tekur við tilkynningum frá öllum kjördæmum, staðfestir framboðslistana endanlega á þriðjudag og auglýsir í framhaldinu hvaða flokkar og framboð bjóða fram. Heimir Herbertsson formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi suður lofar að fyrstu tölur verði birtar fljótlega eftir að kjörstöðum lokar klukkan 22:00 á kjördag.Stöð 2/Arnar Talningarfólk yfirkjörstjórnanna í Reykjavík mun telja atkvæði í sitt hvoru lagi eins og áður. Bæði teymin verða hins vegar í fyrsta skipti undir sama þaki í Laugardalshöll í þetta skiptið. Hvenær ætlar þú svo að koma með fyrstu tölur? „Við áformum að gera það mjög fljótlega eftir að kjörstöðum lokar. En ég get ekki lofað þér nákvæmlega upp á mínútu hvenær það verður. Sem fyrst eftir að kjörstöðum lokar,“ segir Heimir Herbertsson.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Tengdar fréttir Eyðsla í prófkjörum farin að færast nær því sem tíðkaðist fyrir Hrun Bæði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, vörðu mörgum milljónum krónum meira í kosningabaráttu sinni fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í ár en fyrir kosningarnar árið 2016. Stjórnmálafræðingur segir þetta ekki nýtt hjá Sjálfstæðisflokknum í borginni en styrkveitingar hvergi nærri því sem tíðkaðist fyrir hrun. 10. september 2021 14:51 Tíu flokkar skiluðu listum í öllum sex kjördæmum Tíu flokkar ætla að bjóða fram í öllum sex kjördæmum landsins. Framboðsfrestur rann út í hádeginu í dag. Ábyrg framtíð skilaði inn framboðslistum í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og eru því ellefu flokkar sem bjóða fram í höfuðborginni. 10. september 2021 14:16 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Eyðsla í prófkjörum farin að færast nær því sem tíðkaðist fyrir Hrun Bæði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, vörðu mörgum milljónum krónum meira í kosningabaráttu sinni fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í ár en fyrir kosningarnar árið 2016. Stjórnmálafræðingur segir þetta ekki nýtt hjá Sjálfstæðisflokknum í borginni en styrkveitingar hvergi nærri því sem tíðkaðist fyrir hrun. 10. september 2021 14:51
Tíu flokkar skiluðu listum í öllum sex kjördæmum Tíu flokkar ætla að bjóða fram í öllum sex kjördæmum landsins. Framboðsfrestur rann út í hádeginu í dag. Ábyrg framtíð skilaði inn framboðslistum í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og eru því ellefu flokkar sem bjóða fram í höfuðborginni. 10. september 2021 14:16