Allir framboðslistar endanlega staðfestir á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 10. september 2021 19:21 Það kemur í ljós á kjördag hinn 25. september hvort framboð flokka er meira en eftirspurn kjósenda en allt að ellefu flokkar og framboð gætu náð fulltrúum á þing í komandi kosningum. Stöð 2/Egill Tíu flokkar bjóða fram í öllum kjördæmum fyrir komandi kosningar og Ábyrg framtíð býður að auki fram í tveimur kjördæmum. Frestur til að skila inn framboðslistum rann út á hádegi í dag. Á yfirstandandi kjörtímabili hafa átta flokkar átt fulltrúa á Alþingi. Eftir kosningarnar hinn 25. september næst komandi gæti svo farið að ellefu flokkar og framboð ættu fulltrúa á þingi. Þegar framboðsfrestur rann út á hádegi höfðu Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn, Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin, Viðreisn, Píratar, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins skilað inn framboðum í öllum sex kjördæmum landsins en þessir flokkar eiga allir fulltrúa á Alþingi í dag. Að auki skiluðu Sósíalistaflokkurinn og Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn inn framboðum í öllum kjördæmum og Ábyrg framtíð skilaði inn framboðslista í Suðurlandskjördæmi og Heimir Herbertsson formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík suður segir að það hafi Ábyrg framtíð einnig gert í Reykjavíkurkjördæmi norður. Flokkarnir ellefu sem skilað hafa inn framboðlistum.Vísir/Helgi „Þessum tilkynningum fylgja síðan gögn sem yfirkjörstjórnir þurfa að fara yfir og meta. Það munu þær gera í dag og á morgun. Síðan verður úrskurðað um þau framboð sem komið hafa fram og sá úrskurður mun liggja fyrir á morgun.“ Frá öllum yfirkjörstjórnum? „Í síðasta lagi á morgun frá öllum yfirkjörstjórnum. Gæti jafnvel legið fyrir fyrr einhvers staðar,“ segir Heimir. Landskjörstjórn tekur við tilkynningum frá öllum kjördæmum, staðfestir framboðslistana endanlega á þriðjudag og auglýsir í framhaldinu hvaða flokkar og framboð bjóða fram. Heimir Herbertsson formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi suður lofar að fyrstu tölur verði birtar fljótlega eftir að kjörstöðum lokar klukkan 22:00 á kjördag.Stöð 2/Arnar Talningarfólk yfirkjörstjórnanna í Reykjavík mun telja atkvæði í sitt hvoru lagi eins og áður. Bæði teymin verða hins vegar í fyrsta skipti undir sama þaki í Laugardalshöll í þetta skiptið. Hvenær ætlar þú svo að koma með fyrstu tölur? „Við áformum að gera það mjög fljótlega eftir að kjörstöðum lokar. En ég get ekki lofað þér nákvæmlega upp á mínútu hvenær það verður. Sem fyrst eftir að kjörstöðum lokar,“ segir Heimir Herbertsson. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Tengdar fréttir Eyðsla í prófkjörum farin að færast nær því sem tíðkaðist fyrir Hrun Bæði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, vörðu mörgum milljónum krónum meira í kosningabaráttu sinni fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í ár en fyrir kosningarnar árið 2016. Stjórnmálafræðingur segir þetta ekki nýtt hjá Sjálfstæðisflokknum í borginni en styrkveitingar hvergi nærri því sem tíðkaðist fyrir hrun. 10. september 2021 14:51 Tíu flokkar skiluðu listum í öllum sex kjördæmum Tíu flokkar ætla að bjóða fram í öllum sex kjördæmum landsins. Framboðsfrestur rann út í hádeginu í dag. Ábyrg framtíð skilaði inn framboðslistum í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og eru því ellefu flokkar sem bjóða fram í höfuðborginni. 10. september 2021 14:16 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Á yfirstandandi kjörtímabili hafa átta flokkar átt fulltrúa á Alþingi. Eftir kosningarnar hinn 25. september næst komandi gæti svo farið að ellefu flokkar og framboð ættu fulltrúa á þingi. Þegar framboðsfrestur rann út á hádegi höfðu Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn, Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin, Viðreisn, Píratar, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins skilað inn framboðum í öllum sex kjördæmum landsins en þessir flokkar eiga allir fulltrúa á Alþingi í dag. Að auki skiluðu Sósíalistaflokkurinn og Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn inn framboðum í öllum kjördæmum og Ábyrg framtíð skilaði inn framboðslista í Suðurlandskjördæmi og Heimir Herbertsson formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík suður segir að það hafi Ábyrg framtíð einnig gert í Reykjavíkurkjördæmi norður. Flokkarnir ellefu sem skilað hafa inn framboðlistum.Vísir/Helgi „Þessum tilkynningum fylgja síðan gögn sem yfirkjörstjórnir þurfa að fara yfir og meta. Það munu þær gera í dag og á morgun. Síðan verður úrskurðað um þau framboð sem komið hafa fram og sá úrskurður mun liggja fyrir á morgun.“ Frá öllum yfirkjörstjórnum? „Í síðasta lagi á morgun frá öllum yfirkjörstjórnum. Gæti jafnvel legið fyrir fyrr einhvers staðar,“ segir Heimir. Landskjörstjórn tekur við tilkynningum frá öllum kjördæmum, staðfestir framboðslistana endanlega á þriðjudag og auglýsir í framhaldinu hvaða flokkar og framboð bjóða fram. Heimir Herbertsson formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi suður lofar að fyrstu tölur verði birtar fljótlega eftir að kjörstöðum lokar klukkan 22:00 á kjördag.Stöð 2/Arnar Talningarfólk yfirkjörstjórnanna í Reykjavík mun telja atkvæði í sitt hvoru lagi eins og áður. Bæði teymin verða hins vegar í fyrsta skipti undir sama þaki í Laugardalshöll í þetta skiptið. Hvenær ætlar þú svo að koma með fyrstu tölur? „Við áformum að gera það mjög fljótlega eftir að kjörstöðum lokar. En ég get ekki lofað þér nákvæmlega upp á mínútu hvenær það verður. Sem fyrst eftir að kjörstöðum lokar,“ segir Heimir Herbertsson.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Tengdar fréttir Eyðsla í prófkjörum farin að færast nær því sem tíðkaðist fyrir Hrun Bæði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, vörðu mörgum milljónum krónum meira í kosningabaráttu sinni fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í ár en fyrir kosningarnar árið 2016. Stjórnmálafræðingur segir þetta ekki nýtt hjá Sjálfstæðisflokknum í borginni en styrkveitingar hvergi nærri því sem tíðkaðist fyrir hrun. 10. september 2021 14:51 Tíu flokkar skiluðu listum í öllum sex kjördæmum Tíu flokkar ætla að bjóða fram í öllum sex kjördæmum landsins. Framboðsfrestur rann út í hádeginu í dag. Ábyrg framtíð skilaði inn framboðslistum í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og eru því ellefu flokkar sem bjóða fram í höfuðborginni. 10. september 2021 14:16 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Eyðsla í prófkjörum farin að færast nær því sem tíðkaðist fyrir Hrun Bæði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, vörðu mörgum milljónum krónum meira í kosningabaráttu sinni fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í ár en fyrir kosningarnar árið 2016. Stjórnmálafræðingur segir þetta ekki nýtt hjá Sjálfstæðisflokknum í borginni en styrkveitingar hvergi nærri því sem tíðkaðist fyrir hrun. 10. september 2021 14:51
Tíu flokkar skiluðu listum í öllum sex kjördæmum Tíu flokkar ætla að bjóða fram í öllum sex kjördæmum landsins. Framboðsfrestur rann út í hádeginu í dag. Ábyrg framtíð skilaði inn framboðslistum í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og eru því ellefu flokkar sem bjóða fram í höfuðborginni. 10. september 2021 14:16