„Þú gleymir aldrei“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. september 2021 20:00 Arna Bergmann missti föður sinn og bróður með fimm ára millibili. Þeir féllu báðir fyrir eigin hendi. Vísir/Einar Kona sem átti bæði föður og bróður sem sviptu sig lífi með fimm ára millibili segir enn mikla feimni við að ræða sjálfsvíg opinskátt. Þá eigi ekki að vera tabú að ræða tilfinningar og vandamál. Ungt fólk með sjálfsvígshugsanir leitar í auknum mæli til Pieta-samtakanna. Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er í dag, tíunda september. Í ár er sjónum sérstaklega beint að stuðningi við aðstandendur eftir sjálfsvíg. Síðastliðinn áratug hafa að meðaltali 39 framið sjálfsvíg á ári hverju. Í fyrra frömdu 47 sjálfsvíg, 32 karlar og 15 konur. Talið er að í kringum hvert sjálfsvíg þurfi að hlúa að um 100 manns, samkvæmt upplýsingum frá landlækni. Pieta-samtökin veita nú á bilinu 300 til 450 viðtöl í mánuði. Það sem af er ári hafa 64 syrgjendur leitað til samtakanna. „Þetta er aukning en ég held að það sé líka orðin meiri meðvitund um það að syrgjendur þurfa stuðning,“ segir Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Pieta-samtakanna. Ungu fólki sem leitar til samtakanna með sjálfsvígshugsanir hefur einnig fjölgað í ár. „Þá er ég að tala um allt niður í átján ára sem eru að koma til okkar, og það hefur líka orðið aukning í eldri kynslóðinni og þá erum við að tala um fólk sem er jafnvel komið á eftirlaun,“ segir Kristín. Best að ræða áföllin opinskátt Faðir Rögnu Bergmann framdi sjálfsvíg árið 2015, sem hún segir hafa komið öllum hans nánustu í alveg opna skjöldu. Við tóku erfið ár þar sem Ragna vann úr áfallinu. Í febrúar í fyrra var bróðir hennar svo lagður inn á bráðageðdeild eftir nokkrar sjálfsvígstilraunir. Hann féll loks fyrir eigin hendi í fyrrasumar, eftir að hafa verið týndur um nokkurn tíma. Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Pieta-samtakanna.Vísir/Einar „Það ferli út af fyrir sig tók ofboðslega mikla orku frá manni og á þessum örfáu mánuðum, að vera í þessari stanslausu streitu og vera í þessari óvissu að vita ekki hvar þinn heittelskaði ástvinur er,“ segir Ragna. Það hafi hjálpað henni mest í sorgarferlinu að ræða opinskátt um áföllin. „Að vera ekki að fela eða bæla niður tilfinningarnar sem koma í kjölfarið því þetta er langt ferli. Þú gleymir aldrei, þú lærir að lifa með þessu,“ segir Ragna. Alltof litlar framfarir hafa orðið í geðheilbrigðismálum síðustu ár. „Miðað við hvað við höldum að við séum komin langt í þessu, það er enn þá svo mikið talað undir rós þegar kemur að þessum málum,“ segir Ragna. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218. Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er í dag, tíunda september. Í ár er sjónum sérstaklega beint að stuðningi við aðstandendur eftir sjálfsvíg. Síðastliðinn áratug hafa að meðaltali 39 framið sjálfsvíg á ári hverju. Í fyrra frömdu 47 sjálfsvíg, 32 karlar og 15 konur. Talið er að í kringum hvert sjálfsvíg þurfi að hlúa að um 100 manns, samkvæmt upplýsingum frá landlækni. Pieta-samtökin veita nú á bilinu 300 til 450 viðtöl í mánuði. Það sem af er ári hafa 64 syrgjendur leitað til samtakanna. „Þetta er aukning en ég held að það sé líka orðin meiri meðvitund um það að syrgjendur þurfa stuðning,“ segir Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Pieta-samtakanna. Ungu fólki sem leitar til samtakanna með sjálfsvígshugsanir hefur einnig fjölgað í ár. „Þá er ég að tala um allt niður í átján ára sem eru að koma til okkar, og það hefur líka orðið aukning í eldri kynslóðinni og þá erum við að tala um fólk sem er jafnvel komið á eftirlaun,“ segir Kristín. Best að ræða áföllin opinskátt Faðir Rögnu Bergmann framdi sjálfsvíg árið 2015, sem hún segir hafa komið öllum hans nánustu í alveg opna skjöldu. Við tóku erfið ár þar sem Ragna vann úr áfallinu. Í febrúar í fyrra var bróðir hennar svo lagður inn á bráðageðdeild eftir nokkrar sjálfsvígstilraunir. Hann féll loks fyrir eigin hendi í fyrrasumar, eftir að hafa verið týndur um nokkurn tíma. Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Pieta-samtakanna.Vísir/Einar „Það ferli út af fyrir sig tók ofboðslega mikla orku frá manni og á þessum örfáu mánuðum, að vera í þessari stanslausu streitu og vera í þessari óvissu að vita ekki hvar þinn heittelskaði ástvinur er,“ segir Ragna. Það hafi hjálpað henni mest í sorgarferlinu að ræða opinskátt um áföllin. „Að vera ekki að fela eða bæla niður tilfinningarnar sem koma í kjölfarið því þetta er langt ferli. Þú gleymir aldrei, þú lærir að lifa með þessu,“ segir Ragna. Alltof litlar framfarir hafa orðið í geðheilbrigðismálum síðustu ár. „Miðað við hvað við höldum að við séum komin langt í þessu, það er enn þá svo mikið talað undir rós þegar kemur að þessum málum,“ segir Ragna. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218.
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira