Þægilegur sigur Bayern á Leipzig Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 11. september 2021 21:29 Manuel Neuer stóð í marki Bayern Munchen EPA-EFE/FILIP SINGER RB Leipzig fékk stórlið Bayern Munchen í heimsókn í þýsku Bundesligunni í kvöld Leipzig hafði verið í einhverjum vandræðum fyrir þennan leik og höfðu einungis náð í fjögur stig í fyrstu leikjum tímabilsins. Bayern hafði í þessum sömu þremur leikjum sótt sjö stig. Fyrirfram var þó búist við nokkuð öruggum sigri Bæjara. Það kom líka á daginn en Bayern Munchen vann 1-4 útisigur í leik sem varð aldrei spennandi. Það var Robert Lewandowski sem skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu eftir tólf mínútna leik. Leikmaður Leipzig handlék knöttinn klaufalega inni í teig og vítaspyrna réttilega dæmd. Lewandowski, sem margir gætu kallað besta framherja heims, átti ekki í miklum vandræðum með að skora og sendi markvörðinn, Peter Gulasci, í vitlaust horn. 4:1 win in Leipzig! MIA SAN MIA! Our player of the match: @JamalMusiala #RBLFCB #FCBayern #Bambi #esmuellert #Bundesliga pic.twitter.com/QKRYIjBrK9— Thomas Müller (@esmuellert_) September 11, 2021 Á 47. mínútu skoraði Jamal Musiala með fínu skoti af stuttu færi eftir ágætan undirbúning frá Alphonso Davies. Það var svo Musiala sem lagði upp næsta mark fyrir Leroy Sane. Frábært spil sem endaði með því að Sane þurfti næstum ekkert að hafa fyrir því að moka boltanum yfir línuna. Konrad Laimer lagaði stöðuna með stórglæsilegu marki á 58. mínútu en nær komust heimamenn ekki. Eric Choupo-Moting skoraði svo fjórða mark Bayern Munchen í uppbótartíma. Bayern komið með tíu stig í öðru sæti deildarinnar á eftir Wolfsburg sem er með tólf stig. Þýski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Sjá meira
Leipzig hafði verið í einhverjum vandræðum fyrir þennan leik og höfðu einungis náð í fjögur stig í fyrstu leikjum tímabilsins. Bayern hafði í þessum sömu þremur leikjum sótt sjö stig. Fyrirfram var þó búist við nokkuð öruggum sigri Bæjara. Það kom líka á daginn en Bayern Munchen vann 1-4 útisigur í leik sem varð aldrei spennandi. Það var Robert Lewandowski sem skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu eftir tólf mínútna leik. Leikmaður Leipzig handlék knöttinn klaufalega inni í teig og vítaspyrna réttilega dæmd. Lewandowski, sem margir gætu kallað besta framherja heims, átti ekki í miklum vandræðum með að skora og sendi markvörðinn, Peter Gulasci, í vitlaust horn. 4:1 win in Leipzig! MIA SAN MIA! Our player of the match: @JamalMusiala #RBLFCB #FCBayern #Bambi #esmuellert #Bundesliga pic.twitter.com/QKRYIjBrK9— Thomas Müller (@esmuellert_) September 11, 2021 Á 47. mínútu skoraði Jamal Musiala með fínu skoti af stuttu færi eftir ágætan undirbúning frá Alphonso Davies. Það var svo Musiala sem lagði upp næsta mark fyrir Leroy Sane. Frábært spil sem endaði með því að Sane þurfti næstum ekkert að hafa fyrir því að moka boltanum yfir línuna. Konrad Laimer lagaði stöðuna með stórglæsilegu marki á 58. mínútu en nær komust heimamenn ekki. Eric Choupo-Moting skoraði svo fjórða mark Bayern Munchen í uppbótartíma. Bayern komið með tíu stig í öðru sæti deildarinnar á eftir Wolfsburg sem er með tólf stig.
Þýski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Sjá meira