Sjáðu mörkin sem skutu Blikum á toppinn, héldu vonum ÍA á lífi og öll hin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. september 2021 22:30 Kristinn Steindórsson skorar hér mark sitt í 3-0 sigri Breiðabliks. Vísir/Hulda Margrét Fimm leikir fóru fram í Pepsi Max deild karla í fótbolta á laugardag. Breiðablik vann 3-0 sigur á Val og tyllti sér á topp töflunnar þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni. Víkingar fóru tímabundið á toppinn og ÍA heldur í vonina. Öll mörkin má sjá hér að neðan. Leiks Breiðabliks og Vals var beðið með mikilli eftirvæntingu enda stórleikur í öllum skilningi orðsins. Eftir markalausan fyrri hálfleik voru það Blikar sem skoruðu fyrsta markið og gerðu svo tvö til viðbótar. Árni Vilhjálmsson skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu eftir klukkustundarleik. Guðmundur Andri Tryggvason braut klaufalega af sér og Árni refsaði. Kristinn Steindórsson tvöfaldaði forystu heimamanna rúmum tíu mínútum síðar og Árni gerði út um leikinn á 86. mínútu., lokatölur 3-0. Klippa: Breiðablik 3-0 Valur Víkingar unnu 3-0 sigur á HK er liðin mættust í Fossvogi. Að sjálfsögðu var það Nikolaj Hansen sem kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik. Erlingur Agnarsson bætti við tveimur mörkum í þeim síðari og heimamenn unnu öruggan 3-0 sigur á meðan HK er enn í bullandi fallhættu. Klippa: Víkingur 3-0 HK ÍA vann 3-1 sigur á Leikni Reykjavík og heldur enn í þá litlu von sem eftir er um að liðið muni leika í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Viktor Jónsson kom heimamönnum yfir á 25. mínútu og Steinar Þorsteinsson tvöfaldaði forystuna af vítapunktinum fjórum mínútum síðar. Daniel Finns Matthíasson minnkaði muninn fyrir gestina í síðari hálfleik áður en varamaðurinn Hákon Ingi Jónsson tryggði 3-1 sigur heimamanna. Klippa: ÍA 3-1 Leiknir Reykjavík KR vann 2-0 útisigur í Keflavík. Kennie Chopart skoraði fyrra markið með skoti sem fór af varnarmanni. Danski hægri bakvörðurinn lagði svo upp síðara markið með glæsilegri fyrirgjöf sem Stefán Árni Geirsson gat ekki annað en stýrt í netið. Klippa: Keflavík 0-2 KR Að lokum vann KA 2-0 sigur á Fylki. Klippa: KA 2-0 Fylkir Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik ÍA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Leiks Breiðabliks og Vals var beðið með mikilli eftirvæntingu enda stórleikur í öllum skilningi orðsins. Eftir markalausan fyrri hálfleik voru það Blikar sem skoruðu fyrsta markið og gerðu svo tvö til viðbótar. Árni Vilhjálmsson skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu eftir klukkustundarleik. Guðmundur Andri Tryggvason braut klaufalega af sér og Árni refsaði. Kristinn Steindórsson tvöfaldaði forystu heimamanna rúmum tíu mínútum síðar og Árni gerði út um leikinn á 86. mínútu., lokatölur 3-0. Klippa: Breiðablik 3-0 Valur Víkingar unnu 3-0 sigur á HK er liðin mættust í Fossvogi. Að sjálfsögðu var það Nikolaj Hansen sem kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik. Erlingur Agnarsson bætti við tveimur mörkum í þeim síðari og heimamenn unnu öruggan 3-0 sigur á meðan HK er enn í bullandi fallhættu. Klippa: Víkingur 3-0 HK ÍA vann 3-1 sigur á Leikni Reykjavík og heldur enn í þá litlu von sem eftir er um að liðið muni leika í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Viktor Jónsson kom heimamönnum yfir á 25. mínútu og Steinar Þorsteinsson tvöfaldaði forystuna af vítapunktinum fjórum mínútum síðar. Daniel Finns Matthíasson minnkaði muninn fyrir gestina í síðari hálfleik áður en varamaðurinn Hákon Ingi Jónsson tryggði 3-1 sigur heimamanna. Klippa: ÍA 3-1 Leiknir Reykjavík KR vann 2-0 útisigur í Keflavík. Kennie Chopart skoraði fyrra markið með skoti sem fór af varnarmanni. Danski hægri bakvörðurinn lagði svo upp síðara markið með glæsilegri fyrirgjöf sem Stefán Árni Geirsson gat ekki annað en stýrt í netið. Klippa: Keflavík 0-2 KR Að lokum vann KA 2-0 sigur á Fylki. Klippa: KA 2-0 Fylkir Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik ÍA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki