Sjáðu mörkin sem skutu Blikum á toppinn, héldu vonum ÍA á lífi og öll hin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. september 2021 22:30 Kristinn Steindórsson skorar hér mark sitt í 3-0 sigri Breiðabliks. Vísir/Hulda Margrét Fimm leikir fóru fram í Pepsi Max deild karla í fótbolta á laugardag. Breiðablik vann 3-0 sigur á Val og tyllti sér á topp töflunnar þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni. Víkingar fóru tímabundið á toppinn og ÍA heldur í vonina. Öll mörkin má sjá hér að neðan. Leiks Breiðabliks og Vals var beðið með mikilli eftirvæntingu enda stórleikur í öllum skilningi orðsins. Eftir markalausan fyrri hálfleik voru það Blikar sem skoruðu fyrsta markið og gerðu svo tvö til viðbótar. Árni Vilhjálmsson skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu eftir klukkustundarleik. Guðmundur Andri Tryggvason braut klaufalega af sér og Árni refsaði. Kristinn Steindórsson tvöfaldaði forystu heimamanna rúmum tíu mínútum síðar og Árni gerði út um leikinn á 86. mínútu., lokatölur 3-0. Klippa: Breiðablik 3-0 Valur Víkingar unnu 3-0 sigur á HK er liðin mættust í Fossvogi. Að sjálfsögðu var það Nikolaj Hansen sem kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik. Erlingur Agnarsson bætti við tveimur mörkum í þeim síðari og heimamenn unnu öruggan 3-0 sigur á meðan HK er enn í bullandi fallhættu. Klippa: Víkingur 3-0 HK ÍA vann 3-1 sigur á Leikni Reykjavík og heldur enn í þá litlu von sem eftir er um að liðið muni leika í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Viktor Jónsson kom heimamönnum yfir á 25. mínútu og Steinar Þorsteinsson tvöfaldaði forystuna af vítapunktinum fjórum mínútum síðar. Daniel Finns Matthíasson minnkaði muninn fyrir gestina í síðari hálfleik áður en varamaðurinn Hákon Ingi Jónsson tryggði 3-1 sigur heimamanna. Klippa: ÍA 3-1 Leiknir Reykjavík KR vann 2-0 útisigur í Keflavík. Kennie Chopart skoraði fyrra markið með skoti sem fór af varnarmanni. Danski hægri bakvörðurinn lagði svo upp síðara markið með glæsilegri fyrirgjöf sem Stefán Árni Geirsson gat ekki annað en stýrt í netið. Klippa: Keflavík 0-2 KR Að lokum vann KA 2-0 sigur á Fylki. Klippa: KA 2-0 Fylkir Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik ÍA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Sjá meira
Leiks Breiðabliks og Vals var beðið með mikilli eftirvæntingu enda stórleikur í öllum skilningi orðsins. Eftir markalausan fyrri hálfleik voru það Blikar sem skoruðu fyrsta markið og gerðu svo tvö til viðbótar. Árni Vilhjálmsson skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu eftir klukkustundarleik. Guðmundur Andri Tryggvason braut klaufalega af sér og Árni refsaði. Kristinn Steindórsson tvöfaldaði forystu heimamanna rúmum tíu mínútum síðar og Árni gerði út um leikinn á 86. mínútu., lokatölur 3-0. Klippa: Breiðablik 3-0 Valur Víkingar unnu 3-0 sigur á HK er liðin mættust í Fossvogi. Að sjálfsögðu var það Nikolaj Hansen sem kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik. Erlingur Agnarsson bætti við tveimur mörkum í þeim síðari og heimamenn unnu öruggan 3-0 sigur á meðan HK er enn í bullandi fallhættu. Klippa: Víkingur 3-0 HK ÍA vann 3-1 sigur á Leikni Reykjavík og heldur enn í þá litlu von sem eftir er um að liðið muni leika í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Viktor Jónsson kom heimamönnum yfir á 25. mínútu og Steinar Þorsteinsson tvöfaldaði forystuna af vítapunktinum fjórum mínútum síðar. Daniel Finns Matthíasson minnkaði muninn fyrir gestina í síðari hálfleik áður en varamaðurinn Hákon Ingi Jónsson tryggði 3-1 sigur heimamanna. Klippa: ÍA 3-1 Leiknir Reykjavík KR vann 2-0 útisigur í Keflavík. Kennie Chopart skoraði fyrra markið með skoti sem fór af varnarmanni. Danski hægri bakvörðurinn lagði svo upp síðara markið með glæsilegri fyrirgjöf sem Stefán Árni Geirsson gat ekki annað en stýrt í netið. Klippa: Keflavík 0-2 KR Að lokum vann KA 2-0 sigur á Fylki. Klippa: KA 2-0 Fylkir Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik ÍA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Sjá meira