Hönnunarfyrirtækjum fjölgar mest Halla Helgadóttir skrifar 13. september 2021 08:01 Í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands er mjög áhugavert að sjá að á tíu ára tímabili 2009-2019 hefur fyrirtækjum á sviði hönnunar og arkitektúrs fjölgað mest innan skapandi greina. Þetta eru fyrirtæki á fjölbreytilegu sviði hönnunar, allt frá arkitektastofum yfir í fyrirtæki sem leggja áherslu á fjölbreytta vöruhönnun, stafræna hönnun, grafíska hönnun, fatahönnun og fleira. Loksins er staðfest með tölum að hönnunargreinar eru í miklum vexti á Íslandi, sem kemur kannski ekki á óvart miðað við þær miklu breytingar sem við höfum upplifað á undanförnum árum. Hönnun og arkitektúr spanna vítt svið, fyrirtækin eru ólík og hönnun er í auknu mæli að verða hluti af stefnumótun og leiðandi verkfæri í fjölbreytilegum verkefnum. Þau lönd sem skara fram úr í hönnun og arkitektúr eru komin lengst í þessari þróun, svo sem Holland, Finnland og Danmörk. Samkvæmt rannsókninni „Design Delivers: How Design Accelerates your Business“ sem danska hönnunarmiðstöðin og samtök iðnaðarins í Danmörku unnu um danskt viðskiptalíf, kemur í ljós að mikill meirihluti fyrirtækja segja að hönnun efli samkeppnisforskot, auki ánægju viðskiptavina og styrki vörumerki. Þar kemur líka fram að 90% fyrirtækja sem leggja áherslu á hönnun í stefnu og starfsemi mæla verulegan efnahagslegan ávinning og í þeim fyrirtækjum eru ákvarðanir um hönnun teknar af æðstu stjórnendum. Á Íslandi gerast breytingar oft hratt þannig að á sama tíma má sjá fjölgun hönnunarfyrirtækja með fremur hefðbundna nálgun og þeirra sem eru í takti við nýjustu þróun. Um leið og við erum að uppgötva að hönnun er verulega öflugt tæki í hefðbundnum viðskiptum, sem vara eða þjónusta, þá erum við líka að átta okkur á að hönnun í eðli sínu nýskapandi og öflugt verkfæri á tímum breytinga. Dæmi um þetta má sjá víða í viðskiptum og tækniþróun, eflingu hringrásarhagkerfis og sjálfbærni og þróun lausna á sviði umhverfismála, lýðheilsu og velferðar. Efling hönnunarnáms og fjölgun námsleiða í hönnun er í takti við þessa þróun. Það er áhugaverð staðreynd að á þessu sama tímabili 2009-2019 útskrifast um 50 hönnuðir á ári úr BA námi frá Listaháskóla Íslands og þar er nú búið að koma á laggirnar meistaranámi í bæði í hönnun og arkitektúr. Við þennan fjölda bætast þeir hönnuðir og arkitektar sem sækja sér menntun erlendis. Ungu fólki með sérþekkingu á sviði hönnunar og arkitektúrs hefur fjölgað verulega á Íslandi á undanförnum árum, sem sést vel íslensku samfélagi, bæði í fyrirtækjum sem hefur fjölgað svo mjög undanfarin ár og sérhæfa sig í hönnun og arkitektúr og í fjölda lítilla nýskapandi fyrirtækja. Þetta er metnaðarfullt ungt fólk sem vill láta til sín taka á nýjum sviðum atvinnulífsins, hafa jákvæð áhrif og sækist eftir menntun og störfum í hönnun og skapandi greinum sem aldrei fyrr. Það er undir eldri kynslóðum og þeim sem stjórna að greiða leiðir og skapa aðstæður sem tryggir að unga fólkið okkar geti starfað hér á landi á sviði skapandi í greina og efla um leið þekkingu, sjálfbæra verðmætasköpun og gæði samfélagsins til framtíðar sem byggir á hönnun, hugviti og nýsköpun. Höfundur er framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands sem er hreyfiafl og miðja í eflingu og sjálfbærri þróun hönnunar og arkitektúrs á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tíska og hönnun Halla Helgadóttir Arkitektúr Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands er mjög áhugavert að sjá að á tíu ára tímabili 2009-2019 hefur fyrirtækjum á sviði hönnunar og arkitektúrs fjölgað mest innan skapandi greina. Þetta eru fyrirtæki á fjölbreytilegu sviði hönnunar, allt frá arkitektastofum yfir í fyrirtæki sem leggja áherslu á fjölbreytta vöruhönnun, stafræna hönnun, grafíska hönnun, fatahönnun og fleira. Loksins er staðfest með tölum að hönnunargreinar eru í miklum vexti á Íslandi, sem kemur kannski ekki á óvart miðað við þær miklu breytingar sem við höfum upplifað á undanförnum árum. Hönnun og arkitektúr spanna vítt svið, fyrirtækin eru ólík og hönnun er í auknu mæli að verða hluti af stefnumótun og leiðandi verkfæri í fjölbreytilegum verkefnum. Þau lönd sem skara fram úr í hönnun og arkitektúr eru komin lengst í þessari þróun, svo sem Holland, Finnland og Danmörk. Samkvæmt rannsókninni „Design Delivers: How Design Accelerates your Business“ sem danska hönnunarmiðstöðin og samtök iðnaðarins í Danmörku unnu um danskt viðskiptalíf, kemur í ljós að mikill meirihluti fyrirtækja segja að hönnun efli samkeppnisforskot, auki ánægju viðskiptavina og styrki vörumerki. Þar kemur líka fram að 90% fyrirtækja sem leggja áherslu á hönnun í stefnu og starfsemi mæla verulegan efnahagslegan ávinning og í þeim fyrirtækjum eru ákvarðanir um hönnun teknar af æðstu stjórnendum. Á Íslandi gerast breytingar oft hratt þannig að á sama tíma má sjá fjölgun hönnunarfyrirtækja með fremur hefðbundna nálgun og þeirra sem eru í takti við nýjustu þróun. Um leið og við erum að uppgötva að hönnun er verulega öflugt tæki í hefðbundnum viðskiptum, sem vara eða þjónusta, þá erum við líka að átta okkur á að hönnun í eðli sínu nýskapandi og öflugt verkfæri á tímum breytinga. Dæmi um þetta má sjá víða í viðskiptum og tækniþróun, eflingu hringrásarhagkerfis og sjálfbærni og þróun lausna á sviði umhverfismála, lýðheilsu og velferðar. Efling hönnunarnáms og fjölgun námsleiða í hönnun er í takti við þessa þróun. Það er áhugaverð staðreynd að á þessu sama tímabili 2009-2019 útskrifast um 50 hönnuðir á ári úr BA námi frá Listaháskóla Íslands og þar er nú búið að koma á laggirnar meistaranámi í bæði í hönnun og arkitektúr. Við þennan fjölda bætast þeir hönnuðir og arkitektar sem sækja sér menntun erlendis. Ungu fólki með sérþekkingu á sviði hönnunar og arkitektúrs hefur fjölgað verulega á Íslandi á undanförnum árum, sem sést vel íslensku samfélagi, bæði í fyrirtækjum sem hefur fjölgað svo mjög undanfarin ár og sérhæfa sig í hönnun og arkitektúr og í fjölda lítilla nýskapandi fyrirtækja. Þetta er metnaðarfullt ungt fólk sem vill láta til sín taka á nýjum sviðum atvinnulífsins, hafa jákvæð áhrif og sækist eftir menntun og störfum í hönnun og skapandi greinum sem aldrei fyrr. Það er undir eldri kynslóðum og þeim sem stjórna að greiða leiðir og skapa aðstæður sem tryggir að unga fólkið okkar geti starfað hér á landi á sviði skapandi í greina og efla um leið þekkingu, sjálfbæra verðmætasköpun og gæði samfélagsins til framtíðar sem byggir á hönnun, hugviti og nýsköpun. Höfundur er framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands sem er hreyfiafl og miðja í eflingu og sjálfbærri þróun hönnunar og arkitektúrs á Íslandi.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun