Sólin gæti sest á forsætisráðherratíð Solberg Kjartan Kjartansson skrifar 13. september 2021 15:25 Erna Solberg greiddi atkvæði í Björgvin, heimabæ sínum í dag. Hún hefur verið forsætisráðherra í átta ár. Vísir/EPA Skoðanakannanir benda til þess að dagar Ernu Solberg sem forsætisráðherra Noregs gætu verið taldir. Norðmenn gengu að kjörborðinu í dag en loftslagsbreytingar og ójöfnuður í samfélaginu hafa verið efst á baugi í kosningabaráttunni. Solberg og Íhaldsflokkur hennar hefur stýrt ríkisstjórnum í Noregi undanfarin átta ár. Nú benda skoðakannanir til þess að stjórnarandstaðan hafi sigur í þingkosningunum sem fara fram í dag. Búist er við fyrstu tölum klukkan 19:00 að íslenskum tíma. Talið er að endanleg úrslit gætu legið fyrir óvenjusnemma í ár þar sem metaðsókn var í utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Verkamannaflokkur Jonasar Gahr Støre stefnir í að verða stærsti flokkurinn eftir kosningar en hann þyrfti að mynda ríkisstjórn með að minnsta kosti tveimur öðrum flokkum til að hafa meirihluta á þingi. Gahr Støre vonast til þess að Verkamannaflokkurinn, Miðflokkurinn og Vinstri sósíalistar nái nægum þingstyrk til að mynda stjórn saman. Ekki er víst að honum verði að þeirri ósk sinni og gæti slík stjórn þurft að reiða sig á stuðning Rauða flokksins, flokks róttækra marxista, eða Græningja sem vilja hætta allri olíuframleiðslu fyrir árið 2035. Nú er útlit fyrir að svonefnd rauða blokkin í Noregi nái hundrað þingsætum en bláa blokkin 69 samkvæmt meðaltali skoðanakannana, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Solberg og leiðtogi Verkamannaflokksins hafa átt í Støre-keppni í kosningabaráttunni.Vísir/EPA Deilt um framtíð olíuiðnaðarins Bæði Gahr Støre og Solberg vilja færa sig hægt frá olíu- og gasvinnslu sem Norðmenn hafa auðgast gífurlega á. Þau vilja gefa olíufyrirtækjum ráðrúm til þess að færa sig hægt og bítandi yfir í endurnýjanlega orkugjafa eins og beislun vindorku undan ströndum Noregs. „Ég tel að það sé röng iðnaðarstefna og loftslagsstefna að binda enda á olíu- og gasiðnaðinn okkar,“ sagði Gahr Støre þegar hann greiddi atkvæði í gær. Minni og róttækari flokkar hafa sótt fast að þeim Solberg í kosningabaráttunni og krefjast harðari aðgerða. Jarðefnaeldsneyti er 40% af öllum útflutningi Norðmanna og um fimm prósent landsmanna starfa við iðnaðinn, að sögn AP-fréttastofunnar. „Okkar krafa er að hætt verði að leita að olíu og gasi og að hætt verði að deila út nýjum leyfum til fyrirtækja,“ segir Lars Haltbrekken, talsmaður Vinstri sósíalista í loftslags- og orkumálum. Því hafnar Tina Brau, olíu- og orkumálaráðherra. Hún telur óhugsandi að Noregur gæti lagt niður stærsta iðnað sinn. Líkt og norski olíuiðnaðurinn ber hún fyrir sig að framleiðslan í Noregi sé umhverfisvænni en annars staðar. Það kæmi því verr út fyrir loftslagið ef olíuframleiðsla færðist frá Noregi. Greining sérfræðinga sem birt var í síðustu viku bendir til þess að menn þurfi að skilja 60% af öllum þekktum olíuforða heimsins eftir í jörðinni ætli þeir sér að eiga raunhæfan möguleika á að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C, metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins. Noregur Loftslagsmál Þingkosningar í Noregi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira
Solberg og Íhaldsflokkur hennar hefur stýrt ríkisstjórnum í Noregi undanfarin átta ár. Nú benda skoðakannanir til þess að stjórnarandstaðan hafi sigur í þingkosningunum sem fara fram í dag. Búist er við fyrstu tölum klukkan 19:00 að íslenskum tíma. Talið er að endanleg úrslit gætu legið fyrir óvenjusnemma í ár þar sem metaðsókn var í utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Verkamannaflokkur Jonasar Gahr Støre stefnir í að verða stærsti flokkurinn eftir kosningar en hann þyrfti að mynda ríkisstjórn með að minnsta kosti tveimur öðrum flokkum til að hafa meirihluta á þingi. Gahr Støre vonast til þess að Verkamannaflokkurinn, Miðflokkurinn og Vinstri sósíalistar nái nægum þingstyrk til að mynda stjórn saman. Ekki er víst að honum verði að þeirri ósk sinni og gæti slík stjórn þurft að reiða sig á stuðning Rauða flokksins, flokks róttækra marxista, eða Græningja sem vilja hætta allri olíuframleiðslu fyrir árið 2035. Nú er útlit fyrir að svonefnd rauða blokkin í Noregi nái hundrað þingsætum en bláa blokkin 69 samkvæmt meðaltali skoðanakannana, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Solberg og leiðtogi Verkamannaflokksins hafa átt í Støre-keppni í kosningabaráttunni.Vísir/EPA Deilt um framtíð olíuiðnaðarins Bæði Gahr Støre og Solberg vilja færa sig hægt frá olíu- og gasvinnslu sem Norðmenn hafa auðgast gífurlega á. Þau vilja gefa olíufyrirtækjum ráðrúm til þess að færa sig hægt og bítandi yfir í endurnýjanlega orkugjafa eins og beislun vindorku undan ströndum Noregs. „Ég tel að það sé röng iðnaðarstefna og loftslagsstefna að binda enda á olíu- og gasiðnaðinn okkar,“ sagði Gahr Støre þegar hann greiddi atkvæði í gær. Minni og róttækari flokkar hafa sótt fast að þeim Solberg í kosningabaráttunni og krefjast harðari aðgerða. Jarðefnaeldsneyti er 40% af öllum útflutningi Norðmanna og um fimm prósent landsmanna starfa við iðnaðinn, að sögn AP-fréttastofunnar. „Okkar krafa er að hætt verði að leita að olíu og gasi og að hætt verði að deila út nýjum leyfum til fyrirtækja,“ segir Lars Haltbrekken, talsmaður Vinstri sósíalista í loftslags- og orkumálum. Því hafnar Tina Brau, olíu- og orkumálaráðherra. Hún telur óhugsandi að Noregur gæti lagt niður stærsta iðnað sinn. Líkt og norski olíuiðnaðurinn ber hún fyrir sig að framleiðslan í Noregi sé umhverfisvænni en annars staðar. Það kæmi því verr út fyrir loftslagið ef olíuframleiðsla færðist frá Noregi. Greining sérfræðinga sem birt var í síðustu viku bendir til þess að menn þurfi að skilja 60% af öllum þekktum olíuforða heimsins eftir í jörðinni ætli þeir sér að eiga raunhæfan möguleika á að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C, metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins.
Noregur Loftslagsmál Þingkosningar í Noregi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira