Þú ert sósíalisti Kristbjörg Eva Andersen Ramos skrifar 13. september 2021 16:30 Sósíalismi hefur verið á allra vörum síðastliðna mánuði og er það ekki seinna vænna. Á meðan ég skrifa þennan pistil breiðist fátæktin og óréttlandið víða um samfélagið. Háværum köllum alþýðunnar um betra samfélag hafa verið þögguð niður af auðvaldinu sem vill telja þér trú um að þú hafir það gott og annað sé bara frekja. Auðvaldið vill ýta undir sjónarhorn hins vestræna heims um að sósíalismi sé dauður og því sé eina svarið að hagræða og fórna plánetunni í leiðinni. Stjórnvöld eru því miður í litlu sambandi við þarfir og raunveruleika fólks. Veruleikafirringin er það mikil. Heimurinn blæðir en skaðinn er þó skeður. Meðal eldri kynslóðanna er sósíalismi ennþá talið vera skítugt og eitrað. Hvað með það, byltingin lifir þar til byltingin sigrar og það er tímabært að fá eina róttæka byltingu hér á Íslandi. Ég vona að við getum verið sammála að allir eiga skilið að lifa mannsæmandi lífi með mannsæmandi kjör og að eiginleikar hvers og eins séu metnir að verðleikum. Við getum verið sammála um að við viljum að komandi kynslóðir geti notið góðs af jörðinni okkar. Í kapítalisma er fátækt og eyðilegging óhjákvæmleg, alheimsklukkan tifar og er stutt í algera eyðileggingu. Unga kynslóðin öskrar á breytingar. Þeir sem búa yfir einhverri samúð og náungakærleik og myndu jafnframt ekki skilgreina sig sem sósíópata vilja búa í samfélagi þar sem jafnrétti og mannsæmandi kjör fyrirfinnast. Það er kominn tími til að svipta hulunni af leiksýningu stjórnvalda og horfast í augu við þá staðreynd að gjörðir þeirra eru skaðlegar núverandi og komandi framtíð. Þú vilt búa í heimi þar sem að hagnaður er ekki tekinn fram yfir mannslíf, þitt mannslíf. Marx dró fram spurninguna: „Ef kapitalismi er ekki að fara að hverfa eins síns liðs hvernig ættu sósíalistar að koma betri heim á framfæri?“ Sannleikurinn er sá að breytingarnar eru í okkar höndum og hver og einn hefur færnina til að breyta heiminum. Við getum komið fram róttækum breytingum á kerfinu og hagsmunagæslu almennings. Með tilkomu sósíalistaflokksins má segja að vindur hafi færst í seglinn. Við erum búin að reyna kapítalismann og hann hefur sannað það of oft að hann er ekki svarið. Það er tímabært að fara að svara kalli krísunnar sem við lifum í. Höfundur er í 7. sæti Sósíalistaflokksins fyrir Reykjavík Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sósíalismi hefur verið á allra vörum síðastliðna mánuði og er það ekki seinna vænna. Á meðan ég skrifa þennan pistil breiðist fátæktin og óréttlandið víða um samfélagið. Háværum köllum alþýðunnar um betra samfélag hafa verið þögguð niður af auðvaldinu sem vill telja þér trú um að þú hafir það gott og annað sé bara frekja. Auðvaldið vill ýta undir sjónarhorn hins vestræna heims um að sósíalismi sé dauður og því sé eina svarið að hagræða og fórna plánetunni í leiðinni. Stjórnvöld eru því miður í litlu sambandi við þarfir og raunveruleika fólks. Veruleikafirringin er það mikil. Heimurinn blæðir en skaðinn er þó skeður. Meðal eldri kynslóðanna er sósíalismi ennþá talið vera skítugt og eitrað. Hvað með það, byltingin lifir þar til byltingin sigrar og það er tímabært að fá eina róttæka byltingu hér á Íslandi. Ég vona að við getum verið sammála að allir eiga skilið að lifa mannsæmandi lífi með mannsæmandi kjör og að eiginleikar hvers og eins séu metnir að verðleikum. Við getum verið sammála um að við viljum að komandi kynslóðir geti notið góðs af jörðinni okkar. Í kapítalisma er fátækt og eyðilegging óhjákvæmleg, alheimsklukkan tifar og er stutt í algera eyðileggingu. Unga kynslóðin öskrar á breytingar. Þeir sem búa yfir einhverri samúð og náungakærleik og myndu jafnframt ekki skilgreina sig sem sósíópata vilja búa í samfélagi þar sem jafnrétti og mannsæmandi kjör fyrirfinnast. Það er kominn tími til að svipta hulunni af leiksýningu stjórnvalda og horfast í augu við þá staðreynd að gjörðir þeirra eru skaðlegar núverandi og komandi framtíð. Þú vilt búa í heimi þar sem að hagnaður er ekki tekinn fram yfir mannslíf, þitt mannslíf. Marx dró fram spurninguna: „Ef kapitalismi er ekki að fara að hverfa eins síns liðs hvernig ættu sósíalistar að koma betri heim á framfæri?“ Sannleikurinn er sá að breytingarnar eru í okkar höndum og hver og einn hefur færnina til að breyta heiminum. Við getum komið fram róttækum breytingum á kerfinu og hagsmunagæslu almennings. Með tilkomu sósíalistaflokksins má segja að vindur hafi færst í seglinn. Við erum búin að reyna kapítalismann og hann hefur sannað það of oft að hann er ekki svarið. Það er tímabært að fara að svara kalli krísunnar sem við lifum í. Höfundur er í 7. sæti Sósíalistaflokksins fyrir Reykjavík Norður.
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar