Samtal við múkkann um lýðræðið Sigurður Páll Jónsson skrifar 14. september 2021 14:01 Þegar ég fer út á sjó til að hreinsa hugann og anda að mér fersku lofti finnst mér oft gott að spjalla aðeins við múkkann. Þar sem hann flýgur um loftin blá finnst honum stundum erfitt að skilja hvernig maðurinn hleður í kringum sig skrifræði og endalausu bákni. Hann trúir þess vegna ekki alltaf sögum mínum um þingstörfin, regluverkið og það skrifræði sem demt er á okkur sem eigum dags daglega að hugsa um almenning í landinu. Hann hefur þó skilning á því að við í Miðflokknum erum stundum að reyna að opna augu fólks fyrir því að lýðræðinu fer hnignandi og að kerfið ræður meiru og meiru. Kerfið, segir múkkinn, við skiljum það ekki hér úti á haföldunni. Ég reyni að benda honum á að þingmenn koma nánast engu í gegn um þingið á sama tíma og mál sem samin eru í ráðuneytunum renna í gegn. Þannig er þekkt að ráðherrum sem eru nýteknir við ráðuneyti í nýrri ríkisstjórn er hreinlega afhent frumvörp frá ráðherra síðustu ríkisstjórnar og uppálagt að mæla fyrir því vegna þess að síðasta ráðherra hefði ekki gefist tími til þess eða heykst á því einhverra hluta vegna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur oft minnst á þau stóru mál sem hann, sem forsætisráðherra, þurfti að berjast með í andstöðu við embættismannakerfið til að koma þeim áfram. Þetta voru stundum risavaxin mál og gæfurík og áttu ekki minnstan þátt í að reisa þjóðina hratt upp eftir bankahrunið. Við Miðflokksmenn erum oft í því hlutskipti að reyna að stoppa mál sem við teljum að verði þjóðinni til ógagns en margir gera sér ekki grein fyrir því á meðan umræðunni stendur. Við erum kallaðir nöfnum í þinginu fyrir vikið, jafnvel þegar við erum að reyna að stöðva mál sem ganga freklega á hagsmuni okkar sem fullvalda þjóðar. Efst í huga er umræðan um þriðja orkupakkann en segja má að þjóðin hafi að lokum skilið mikilvægi þess þó andstæðingar okkar segðu ýmist að það væri fyrir löngu búið að taka ákvörðun og að hún skipti hvort sem er engu máli! Mér er hugleikið eitt fyrsta mál okkar af þessu tagi þegar ríkisstjórnin ákvað allt í einu að hleypa því sem eftir stóð af kröfuhöfunum út með um 90 miljarða króna og hafa af okkur þriðjung þeirrar upphæðar eins og við Miðflokksmenn skiljum. En við stóðum einnig gegn afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna sem hefði haft skelfilegar afleiðingar og hindruðum frumvarp félagasmálaráðherra um að jafnsetja þjónustu við hælisleitendur við kvótaflóttamenn sem hefði haft örlagaríkar afleiðingar. Já, meira að segja ég skil það sagði múkkinn að lokum. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í NV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég fer út á sjó til að hreinsa hugann og anda að mér fersku lofti finnst mér oft gott að spjalla aðeins við múkkann. Þar sem hann flýgur um loftin blá finnst honum stundum erfitt að skilja hvernig maðurinn hleður í kringum sig skrifræði og endalausu bákni. Hann trúir þess vegna ekki alltaf sögum mínum um þingstörfin, regluverkið og það skrifræði sem demt er á okkur sem eigum dags daglega að hugsa um almenning í landinu. Hann hefur þó skilning á því að við í Miðflokknum erum stundum að reyna að opna augu fólks fyrir því að lýðræðinu fer hnignandi og að kerfið ræður meiru og meiru. Kerfið, segir múkkinn, við skiljum það ekki hér úti á haföldunni. Ég reyni að benda honum á að þingmenn koma nánast engu í gegn um þingið á sama tíma og mál sem samin eru í ráðuneytunum renna í gegn. Þannig er þekkt að ráðherrum sem eru nýteknir við ráðuneyti í nýrri ríkisstjórn er hreinlega afhent frumvörp frá ráðherra síðustu ríkisstjórnar og uppálagt að mæla fyrir því vegna þess að síðasta ráðherra hefði ekki gefist tími til þess eða heykst á því einhverra hluta vegna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur oft minnst á þau stóru mál sem hann, sem forsætisráðherra, þurfti að berjast með í andstöðu við embættismannakerfið til að koma þeim áfram. Þetta voru stundum risavaxin mál og gæfurík og áttu ekki minnstan þátt í að reisa þjóðina hratt upp eftir bankahrunið. Við Miðflokksmenn erum oft í því hlutskipti að reyna að stoppa mál sem við teljum að verði þjóðinni til ógagns en margir gera sér ekki grein fyrir því á meðan umræðunni stendur. Við erum kallaðir nöfnum í þinginu fyrir vikið, jafnvel þegar við erum að reyna að stöðva mál sem ganga freklega á hagsmuni okkar sem fullvalda þjóðar. Efst í huga er umræðan um þriðja orkupakkann en segja má að þjóðin hafi að lokum skilið mikilvægi þess þó andstæðingar okkar segðu ýmist að það væri fyrir löngu búið að taka ákvörðun og að hún skipti hvort sem er engu máli! Mér er hugleikið eitt fyrsta mál okkar af þessu tagi þegar ríkisstjórnin ákvað allt í einu að hleypa því sem eftir stóð af kröfuhöfunum út með um 90 miljarða króna og hafa af okkur þriðjung þeirrar upphæðar eins og við Miðflokksmenn skiljum. En við stóðum einnig gegn afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna sem hefði haft skelfilegar afleiðingar og hindruðum frumvarp félagasmálaráðherra um að jafnsetja þjónustu við hælisleitendur við kvótaflóttamenn sem hefði haft örlagaríkar afleiðingar. Já, meira að segja ég skil það sagði múkkinn að lokum. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í NV-kjördæmi.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar