Samtal við múkkann um lýðræðið Sigurður Páll Jónsson skrifar 14. september 2021 14:01 Þegar ég fer út á sjó til að hreinsa hugann og anda að mér fersku lofti finnst mér oft gott að spjalla aðeins við múkkann. Þar sem hann flýgur um loftin blá finnst honum stundum erfitt að skilja hvernig maðurinn hleður í kringum sig skrifræði og endalausu bákni. Hann trúir þess vegna ekki alltaf sögum mínum um þingstörfin, regluverkið og það skrifræði sem demt er á okkur sem eigum dags daglega að hugsa um almenning í landinu. Hann hefur þó skilning á því að við í Miðflokknum erum stundum að reyna að opna augu fólks fyrir því að lýðræðinu fer hnignandi og að kerfið ræður meiru og meiru. Kerfið, segir múkkinn, við skiljum það ekki hér úti á haföldunni. Ég reyni að benda honum á að þingmenn koma nánast engu í gegn um þingið á sama tíma og mál sem samin eru í ráðuneytunum renna í gegn. Þannig er þekkt að ráðherrum sem eru nýteknir við ráðuneyti í nýrri ríkisstjórn er hreinlega afhent frumvörp frá ráðherra síðustu ríkisstjórnar og uppálagt að mæla fyrir því vegna þess að síðasta ráðherra hefði ekki gefist tími til þess eða heykst á því einhverra hluta vegna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur oft minnst á þau stóru mál sem hann, sem forsætisráðherra, þurfti að berjast með í andstöðu við embættismannakerfið til að koma þeim áfram. Þetta voru stundum risavaxin mál og gæfurík og áttu ekki minnstan þátt í að reisa þjóðina hratt upp eftir bankahrunið. Við Miðflokksmenn erum oft í því hlutskipti að reyna að stoppa mál sem við teljum að verði þjóðinni til ógagns en margir gera sér ekki grein fyrir því á meðan umræðunni stendur. Við erum kallaðir nöfnum í þinginu fyrir vikið, jafnvel þegar við erum að reyna að stöðva mál sem ganga freklega á hagsmuni okkar sem fullvalda þjóðar. Efst í huga er umræðan um þriðja orkupakkann en segja má að þjóðin hafi að lokum skilið mikilvægi þess þó andstæðingar okkar segðu ýmist að það væri fyrir löngu búið að taka ákvörðun og að hún skipti hvort sem er engu máli! Mér er hugleikið eitt fyrsta mál okkar af þessu tagi þegar ríkisstjórnin ákvað allt í einu að hleypa því sem eftir stóð af kröfuhöfunum út með um 90 miljarða króna og hafa af okkur þriðjung þeirrar upphæðar eins og við Miðflokksmenn skiljum. En við stóðum einnig gegn afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna sem hefði haft skelfilegar afleiðingar og hindruðum frumvarp félagasmálaráðherra um að jafnsetja þjónustu við hælisleitendur við kvótaflóttamenn sem hefði haft örlagaríkar afleiðingar. Já, meira að segja ég skil það sagði múkkinn að lokum. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í NV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Sjá meira
Þegar ég fer út á sjó til að hreinsa hugann og anda að mér fersku lofti finnst mér oft gott að spjalla aðeins við múkkann. Þar sem hann flýgur um loftin blá finnst honum stundum erfitt að skilja hvernig maðurinn hleður í kringum sig skrifræði og endalausu bákni. Hann trúir þess vegna ekki alltaf sögum mínum um þingstörfin, regluverkið og það skrifræði sem demt er á okkur sem eigum dags daglega að hugsa um almenning í landinu. Hann hefur þó skilning á því að við í Miðflokknum erum stundum að reyna að opna augu fólks fyrir því að lýðræðinu fer hnignandi og að kerfið ræður meiru og meiru. Kerfið, segir múkkinn, við skiljum það ekki hér úti á haföldunni. Ég reyni að benda honum á að þingmenn koma nánast engu í gegn um þingið á sama tíma og mál sem samin eru í ráðuneytunum renna í gegn. Þannig er þekkt að ráðherrum sem eru nýteknir við ráðuneyti í nýrri ríkisstjórn er hreinlega afhent frumvörp frá ráðherra síðustu ríkisstjórnar og uppálagt að mæla fyrir því vegna þess að síðasta ráðherra hefði ekki gefist tími til þess eða heykst á því einhverra hluta vegna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur oft minnst á þau stóru mál sem hann, sem forsætisráðherra, þurfti að berjast með í andstöðu við embættismannakerfið til að koma þeim áfram. Þetta voru stundum risavaxin mál og gæfurík og áttu ekki minnstan þátt í að reisa þjóðina hratt upp eftir bankahrunið. Við Miðflokksmenn erum oft í því hlutskipti að reyna að stoppa mál sem við teljum að verði þjóðinni til ógagns en margir gera sér ekki grein fyrir því á meðan umræðunni stendur. Við erum kallaðir nöfnum í þinginu fyrir vikið, jafnvel þegar við erum að reyna að stöðva mál sem ganga freklega á hagsmuni okkar sem fullvalda þjóðar. Efst í huga er umræðan um þriðja orkupakkann en segja má að þjóðin hafi að lokum skilið mikilvægi þess þó andstæðingar okkar segðu ýmist að það væri fyrir löngu búið að taka ákvörðun og að hún skipti hvort sem er engu máli! Mér er hugleikið eitt fyrsta mál okkar af þessu tagi þegar ríkisstjórnin ákvað allt í einu að hleypa því sem eftir stóð af kröfuhöfunum út með um 90 miljarða króna og hafa af okkur þriðjung þeirrar upphæðar eins og við Miðflokksmenn skiljum. En við stóðum einnig gegn afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna sem hefði haft skelfilegar afleiðingar og hindruðum frumvarp félagasmálaráðherra um að jafnsetja þjónustu við hælisleitendur við kvótaflóttamenn sem hefði haft örlagaríkar afleiðingar. Já, meira að segja ég skil það sagði múkkinn að lokum. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í NV-kjördæmi.
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar