Ríkisstjórnin kolfallin samkvæmt könnun Maskínu Heimir Már Pétursson skrifar 14. september 2021 12:14 Núverandi ríkisstjórn fengi samanlagt einungis 29 þingmenn ef kosið væri nú, miðað við könnun Maskínu. infogram Ríkisstjórnin er kolfallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Bylgjuna, Stöð 2 og Vísi og fengju stjórnarflokkarnir samanlagt aðeins tuttugu og níu þingmenn. Samkvæmt Maskínukönnuninni fyrir fréttastofuna tapar Sjálfstæðisflokkurinn töluverðu fylgi milli kannana. Flokkurinn mælist nú með 21 prósenta fylgi og fengi fjórtán þingmenn og tapaði tveimur frá síðustu kosningum. Vinstri græn mælast nú með 11,5 prósent og fengju sjö þingmenn, töpuðu fjórum frá kosningunum 2017 þegar flokkurinn fékk ellefu þingmenn kjörna en tveir þingmenn yfirgáfu þingflokkinn á kjörtímabilinu. Framsóknarflokkurinn fengi 12 prósent atkvæða ef kosið yrði nú samkvæmt könnun Maskínu og átta þingmenn kjörna sama fjölda og í síðustu kosningum. Ásmundur Einar Daðason næði ekki kjöri í Reykjavíkurkjördæmi norður. Samanlagt fengju stjórnarflokkarnir því aðeins 29 þingmenn en þeir eru með þrjátíu og þrjá þingmenn í dag eftir brottför tveggja þingmanna Vinstri grænna. Samfylkingin er í sókn og mælist með 14,6 prósent og fengi 9 þingmenn. Píratar mælast með 13,3 prósent og níu þingmenn og ná inn þingmönnum í öllum kjördæmum í fyrsta skipti. Viðreisn fengi 12,3 prósenta fylgi og átta þingmenn í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi. Miðflokkurinn myndi bíða afhroð ef úrslit kosninganna yrðu eins og í könnun Maskínu. Flokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fengi 5,5 prósent atkvæða og þrjá þingmenn kjörna. Þeirra á meðal formann flokksins. Flokkur fólksins næði inn einum manni í Suðurkjördæmi. Þannig myndi Inga Sæland formaður flokksins ekki ná kjöri í Reykjavíkurkjördæmi suður. Sósíalistaflokkurinn mælist með 6,1 prósent atkvæða. Flokkurinn fengi fjóra þingmenn þar af tvo uppbótarþingmenn í Reykjavíkurkjördæmi norður. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn kemst varla á blað með 0,1 prósenta fylgi og þar af leiðandi engan þingmann. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Skoðanakannanir Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Samkvæmt Maskínukönnuninni fyrir fréttastofuna tapar Sjálfstæðisflokkurinn töluverðu fylgi milli kannana. Flokkurinn mælist nú með 21 prósenta fylgi og fengi fjórtán þingmenn og tapaði tveimur frá síðustu kosningum. Vinstri græn mælast nú með 11,5 prósent og fengju sjö þingmenn, töpuðu fjórum frá kosningunum 2017 þegar flokkurinn fékk ellefu þingmenn kjörna en tveir þingmenn yfirgáfu þingflokkinn á kjörtímabilinu. Framsóknarflokkurinn fengi 12 prósent atkvæða ef kosið yrði nú samkvæmt könnun Maskínu og átta þingmenn kjörna sama fjölda og í síðustu kosningum. Ásmundur Einar Daðason næði ekki kjöri í Reykjavíkurkjördæmi norður. Samanlagt fengju stjórnarflokkarnir því aðeins 29 þingmenn en þeir eru með þrjátíu og þrjá þingmenn í dag eftir brottför tveggja þingmanna Vinstri grænna. Samfylkingin er í sókn og mælist með 14,6 prósent og fengi 9 þingmenn. Píratar mælast með 13,3 prósent og níu þingmenn og ná inn þingmönnum í öllum kjördæmum í fyrsta skipti. Viðreisn fengi 12,3 prósenta fylgi og átta þingmenn í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi. Miðflokkurinn myndi bíða afhroð ef úrslit kosninganna yrðu eins og í könnun Maskínu. Flokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fengi 5,5 prósent atkvæða og þrjá þingmenn kjörna. Þeirra á meðal formann flokksins. Flokkur fólksins næði inn einum manni í Suðurkjördæmi. Þannig myndi Inga Sæland formaður flokksins ekki ná kjöri í Reykjavíkurkjördæmi suður. Sósíalistaflokkurinn mælist með 6,1 prósent atkvæða. Flokkurinn fengi fjóra þingmenn þar af tvo uppbótarþingmenn í Reykjavíkurkjördæmi norður. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn kemst varla á blað með 0,1 prósenta fylgi og þar af leiðandi engan þingmann.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Skoðanakannanir Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira