Miklar verðhækkanir hlutabréfa skiluðu Stoðum nærri 13 milljarða hagnaði Hörður Ægisson skrifar 14. september 2021 12:39 Hlutabréfaeign Stoða í Arion, sem jafngildir tæplega fimm prósenta hlut í bankanum, hækkaði í virði um liðlega fimm milljarða króna á fyrri árshelmingi þessa árs. Vísir/eyþór Stoðir, umsvifamesta fjárfestingafélagið á íslenskum hlutabréfamarkaði um þessar mundir, hagnaðist um rúmlega 12,6 milljarða króna á fyrri árshelmingi þessa árs. Hagnaður Stoða, sem er nánast alfarið í eigu einkafjárfesta og verðbréfasjóða, er drifin áfram af miklum verðhækkunum á hlutabréfaeign félagsins. Stoðir eru stærsti hluthafi Símans og Kviku auk þess að vera á meðal leiðandi fjárfesta í hluthafahópi Arion banka og flugfélagsins Play sem var skráð á markað í byrjun júlí. Eigið fé fjárfestingafélagsins, sem er skuldlaust, stóð í 43 milljörðum króna um mitt þetta ár og hefur það hækkað um meira en 18 milljarða á aðeins einu ári. Á sama tímabili fyrir ári, þegar óvissa vegna kórónuverufaraldursins skók innlenda og erlenda hlutabréfamarkaði, var afkoma Stoða neikvæð um tæplega 480 milljónir króna. Þegar líða tók seinni hluta ársins varð hins vegar mikill viðsnúningur á fjármálamörkuðum og hagnaður Stoðir yfir allt árið 2020 nam samtals um 7,6 milljörðum króna. Fjárfestingaeignir Stoða, sem samanstanda einkum af verðbréfaeign í skráðum innlendum félögum, voru bókfærðar á 39,2 milljarða í lok júní á þessu ári og þá nam handbært fé félagsins um 3,5 milljörðum. Keyptu eigin bréf fyrir 1,4 milljarða Hlutabréfaeign Stoða í Arion banka, sem nemur tæplega fimm prósentum og er í dag metin á liðlega 13,5 milljarða króna, hækkaði um 63 prósent á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Miklar hækkanir voru einnig á gengi bréfa félagsins í Símanum, sem fór upp um 38 prósent á tímabilinu, á meðan hlutabréfaverð Kviku banka hækkaði um 35 prósent. Til samanburðar hækkaði Úrvalsvísitala Kauphallarinnar á sama tíma um 23 prósent. Í lok síðasta mánaðar keyptu Stoðir allan 6,2 prósenta hlut Helga Magnússonar, aðaleigenda útgáfufélags Fréttablaðsins, í Bláa lóninu og nam kaupverðið vel á fjórða milljarð króna. Jón Sigurðsson, forstjóri og stjórnarmaður Stoða. Fram kemur í skýrslu stjórnar Stoða í nýbirtum ársreikningi að félagið hafi á árinu keypt eigin bréf upp á 491 milljón hluta að nafnvirði, fyrir samtals 1.430 milljónir króna, og nam hlutur Stoða í sjálfu sér 9,77 prósent um mitt þetta ár. TM seldu allt í Stoðum Í maí síðastliðnum seldi tryggingafélagið TM, dótturfélag Kviku banka, allan 12 prósenta hlut sinn í Stoðum fyrir um 4,5 milljarða króna. Félag í eigu fjárfestanna Magnúsar Ármanns og Þorsteins M. Jónssonar, M&M Capital, var stærsti einstaki kaupandinn að bréfum TM og keypti samanlagt tæplega 2,8 prósenta hlut fyrir um milljarð króna. Þá keypti félagið Arcus Invest, sem er í eigu Þorvaldar H. Gissurarsonar, forstjóra og eigenda ÞG Verks, fyrir rúmlega 600 milljónir króna í Stoðum og fer í dag með 1,77 prósenta hlut sem gerir félagið að áttunda stærsta hluthafanum. Langsamlega stærsti eigandi Stoða er eignarhaldsfélagið S121 með 56 prósenta hlut. Þeir sem standa að því félagi eru meðal annars Jón Sigurðsson, forstjóri Stoða og stjórnarformaður Símans, Einar Örn Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs og stjórnarformaður Play, og Örvar Kjærnested, fjárfestir. Aðrir helstu hluthafar Stoða eru sjóðir í stýringu Stefnis, sem fara samanlagt með um 11 prósenta hlut, og félagið Mótás sem á tæplega 6 prósenta hlut. Kauphöllin Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Hagnaður Stoða, sem er nánast alfarið í eigu einkafjárfesta og verðbréfasjóða, er drifin áfram af miklum verðhækkunum á hlutabréfaeign félagsins. Stoðir eru stærsti hluthafi Símans og Kviku auk þess að vera á meðal leiðandi fjárfesta í hluthafahópi Arion banka og flugfélagsins Play sem var skráð á markað í byrjun júlí. Eigið fé fjárfestingafélagsins, sem er skuldlaust, stóð í 43 milljörðum króna um mitt þetta ár og hefur það hækkað um meira en 18 milljarða á aðeins einu ári. Á sama tímabili fyrir ári, þegar óvissa vegna kórónuverufaraldursins skók innlenda og erlenda hlutabréfamarkaði, var afkoma Stoða neikvæð um tæplega 480 milljónir króna. Þegar líða tók seinni hluta ársins varð hins vegar mikill viðsnúningur á fjármálamörkuðum og hagnaður Stoðir yfir allt árið 2020 nam samtals um 7,6 milljörðum króna. Fjárfestingaeignir Stoða, sem samanstanda einkum af verðbréfaeign í skráðum innlendum félögum, voru bókfærðar á 39,2 milljarða í lok júní á þessu ári og þá nam handbært fé félagsins um 3,5 milljörðum. Keyptu eigin bréf fyrir 1,4 milljarða Hlutabréfaeign Stoða í Arion banka, sem nemur tæplega fimm prósentum og er í dag metin á liðlega 13,5 milljarða króna, hækkaði um 63 prósent á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Miklar hækkanir voru einnig á gengi bréfa félagsins í Símanum, sem fór upp um 38 prósent á tímabilinu, á meðan hlutabréfaverð Kviku banka hækkaði um 35 prósent. Til samanburðar hækkaði Úrvalsvísitala Kauphallarinnar á sama tíma um 23 prósent. Í lok síðasta mánaðar keyptu Stoðir allan 6,2 prósenta hlut Helga Magnússonar, aðaleigenda útgáfufélags Fréttablaðsins, í Bláa lóninu og nam kaupverðið vel á fjórða milljarð króna. Jón Sigurðsson, forstjóri og stjórnarmaður Stoða. Fram kemur í skýrslu stjórnar Stoða í nýbirtum ársreikningi að félagið hafi á árinu keypt eigin bréf upp á 491 milljón hluta að nafnvirði, fyrir samtals 1.430 milljónir króna, og nam hlutur Stoða í sjálfu sér 9,77 prósent um mitt þetta ár. TM seldu allt í Stoðum Í maí síðastliðnum seldi tryggingafélagið TM, dótturfélag Kviku banka, allan 12 prósenta hlut sinn í Stoðum fyrir um 4,5 milljarða króna. Félag í eigu fjárfestanna Magnúsar Ármanns og Þorsteins M. Jónssonar, M&M Capital, var stærsti einstaki kaupandinn að bréfum TM og keypti samanlagt tæplega 2,8 prósenta hlut fyrir um milljarð króna. Þá keypti félagið Arcus Invest, sem er í eigu Þorvaldar H. Gissurarsonar, forstjóra og eigenda ÞG Verks, fyrir rúmlega 600 milljónir króna í Stoðum og fer í dag með 1,77 prósenta hlut sem gerir félagið að áttunda stærsta hluthafanum. Langsamlega stærsti eigandi Stoða er eignarhaldsfélagið S121 með 56 prósenta hlut. Þeir sem standa að því félagi eru meðal annars Jón Sigurðsson, forstjóri Stoða og stjórnarformaður Símans, Einar Örn Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs og stjórnarformaður Play, og Örvar Kjærnested, fjárfestir. Aðrir helstu hluthafar Stoða eru sjóðir í stýringu Stefnis, sem fara samanlagt með um 11 prósenta hlut, og félagið Mótás sem á tæplega 6 prósenta hlut.
Kauphöllin Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent