Hefði viljað ganga lengra í dag Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. september 2021 13:29 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefði viljað ganga lengra í tilslökunum á sóttvarnatakmörkunum innanlands. Hún hefði meðal annars vilja afnema grímuskyldu. „Við fögnum þeim að sjálfsögðu en á sama tíma hefði ég vilja sjá umfangsmeiri afléttingu; enga grímuskyldu og svona fastar kveðið á um eðlilegra líf. En þetta er mikilvægt skref, sérstaklega fyrir börn og ungmenni í skóla og fleiri,“ sagði Áslaug Arna eftir ríkisstjórnarfund í dag þar sem tilsklakanir á sóttvarnaaðgerðum voru kynntar. „En á sama tíma þá sé ég enga sérstaka ástæðu fyrir því að aðstæður hér séu með allt öðrum hætti en í löndunum í kring um okkur. Þá er ég ekki að gera lítið úr skaðsemi veirunnar heldur bara að koma sér í eðlilegt líf og frjálst líf sem felur ekki í sér íþyngjandi takmarkanir,“ sagði Áslaug. Nýjar reglur taka gildi á miðnætti en þá fara almennar fjöldatakmarkanir úr 200 í 500 manns og hámarksfjöldi á hraðprófsviðburðum fer úr 500 í 1.500. Grímuskylda á slíkum viðburðum verður einnig afnumin en aðeins ef gestir hans eru sitjandi. Skemmtistaðir mega einnig hafa opið lengur; hleypa gestum inn til miðnættis en verða að hafa tæmt staðina klukkan eitt. Þannig þú hefðir viljað ganga enn lengra í dag? „Já, ég held að við séum bara komin á þann stað að fólki sé orðið treystandi til að bera ábyrgð á sínum eigin sóttvörnum þegar staðan er orðin svona góð eins og raun ber vitni,“ segir Áslaug. „Bólusetningar veita mikla vernd, sem og að staðan á spítalanum er góð og búið að styrkja hann.“ Er ekki hlustað nógu mikið á þig og þessi sjónarmið í ríkisstjórninni? „Við höfum alltaf rætt þau hiklaust inni á fundum og munum vonandi gera það bara áfram næstu daga. Þetta er auðvitað mikilvægt skref sem er verið að stíga núna.“ Samt alltaf eining í ríkisstjórninni Þrátt fyrir þessi orð Áslaugar fullyrti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra eftir fundinn í dag að eining hefði ríkt um næstu aðgerðir í ríkisstjórninni eins og alltaf. Var samhljómur um þetta innan ríkisstjórnarinnar? var hún spurð og svarið var einfalt: „Algjör.“ „Við ræðum málin alltaf, komum alltaf samhljóma hérna út.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
„Við fögnum þeim að sjálfsögðu en á sama tíma hefði ég vilja sjá umfangsmeiri afléttingu; enga grímuskyldu og svona fastar kveðið á um eðlilegra líf. En þetta er mikilvægt skref, sérstaklega fyrir börn og ungmenni í skóla og fleiri,“ sagði Áslaug Arna eftir ríkisstjórnarfund í dag þar sem tilsklakanir á sóttvarnaaðgerðum voru kynntar. „En á sama tíma þá sé ég enga sérstaka ástæðu fyrir því að aðstæður hér séu með allt öðrum hætti en í löndunum í kring um okkur. Þá er ég ekki að gera lítið úr skaðsemi veirunnar heldur bara að koma sér í eðlilegt líf og frjálst líf sem felur ekki í sér íþyngjandi takmarkanir,“ sagði Áslaug. Nýjar reglur taka gildi á miðnætti en þá fara almennar fjöldatakmarkanir úr 200 í 500 manns og hámarksfjöldi á hraðprófsviðburðum fer úr 500 í 1.500. Grímuskylda á slíkum viðburðum verður einnig afnumin en aðeins ef gestir hans eru sitjandi. Skemmtistaðir mega einnig hafa opið lengur; hleypa gestum inn til miðnættis en verða að hafa tæmt staðina klukkan eitt. Þannig þú hefðir viljað ganga enn lengra í dag? „Já, ég held að við séum bara komin á þann stað að fólki sé orðið treystandi til að bera ábyrgð á sínum eigin sóttvörnum þegar staðan er orðin svona góð eins og raun ber vitni,“ segir Áslaug. „Bólusetningar veita mikla vernd, sem og að staðan á spítalanum er góð og búið að styrkja hann.“ Er ekki hlustað nógu mikið á þig og þessi sjónarmið í ríkisstjórninni? „Við höfum alltaf rætt þau hiklaust inni á fundum og munum vonandi gera það bara áfram næstu daga. Þetta er auðvitað mikilvægt skref sem er verið að stíga núna.“ Samt alltaf eining í ríkisstjórninni Þrátt fyrir þessi orð Áslaugar fullyrti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra eftir fundinn í dag að eining hefði ríkt um næstu aðgerðir í ríkisstjórninni eins og alltaf. Var samhljómur um þetta innan ríkisstjórnarinnar? var hún spurð og svarið var einfalt: „Algjör.“ „Við ræðum málin alltaf, komum alltaf samhljóma hérna út.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira