Fella níu aspir á Austurvegi á Selfossi: „Það er eðlilegt að fólki bregði“ Atli Ísleifsson skrifar 14. september 2021 14:18 Um er að ræða níu aspir í beit á Austurveginum, næst gangbrautunum við Krónuna og svo Kaffi Krús. Vísir/Magnús Hlynur Níu tignarlegar aspir verða felldar á Austurvegi á Selfossi í kvöld. Markmiðið með þessu er að auka umferðaröryggi í götunni. Bæjarstjóri segir einhverja óánægða með ákvörðunina og að eðlilegt sé að einhverjum bregði við fréttir af framkvæmdinni. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar, segir í samtali við Vísi að sveitarstjórn hafi fengið bréf frá lögreglu í sumar sem tekið var fyrir á fundi umhverfisnefndar í júní. Þar var lýst yfir áhyggjum af veru aspanna í kringum gangbrautir á Austurveginum og segir meðal annars að aspirnar skerði vegsýn fyrir ökumenn stórra ökutækja. Mjög alvarleg hætta Bæjarstjórinn segir að umhverfisnefnd bæjarins hafi tekið undir þær áhyggjur. „Síðan fórum ég og sviðsstjóri mannvirkja- og umhverfissviðs á stöðufund með Vegagerðinni á Suðurlandi fyrir um þremur vikum og þar gerðu þeir þessa sömu athugasemd. Þeir töldu þetta vera mjög alvarleg hætta sem stafaði af þessu fyrir gangandi vegfarendur þar sem þetta byrgir svo sýn á gangbrautirnar. Við ákváðum á þeim fundi – ég og sviðsstjóri – að þær yrðu að fara. Það er ekkert annað í stöðunni en að fella þær úr því að það þarf. Þá viljum við ekki draga það neitt frekar.“ Skiptar skoðanir og fólki bregður Gísli Halldór segir að ekki eigi að fella allar aspirnar á Austurveginum. „Þetta eru níu aspir í beit, næst gangbrautunum við Krónuna og svo Kaffi Krús.“ Hann segist hafa orðið var við einhverja óánægju með ákvörðunina en að um sé að ræða nauðsynlega framkvæmd til að tryggja umferðaröryggi. „Fólki bregður aðallega. Það áttu ekki allir von á þessu og það er eðlilegt að fólki bregði þegar verður svona breyting. Það er auðvitað tignarlegt að sjá þessar aspir þarna. En við bendum við fólki náttúrulega á það að á næstu árum munum við taka við Austurveginum af Vegagerðinni, þegar ný Ölfusárbrú kemur. Hann mun þá taka miklum breytingum og verður fegurðin höfð í fyrirrúmi og vafalaust mun trjágróður leika þar hlutverk. Þetta verður klárlega fallegasta verslunar- og þjónustustræti landsins.“ Austurveginum verður lokað um klukkan 20:30 í kvöld vegna niðurfellinganna og umferð beint um hjáleið. Árborg Umferðaröryggi Samgöngur Skógrækt og landgræðsla Aspir felldar á Austurvegi Ný Ölfusárbrú Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Sjá meira
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar, segir í samtali við Vísi að sveitarstjórn hafi fengið bréf frá lögreglu í sumar sem tekið var fyrir á fundi umhverfisnefndar í júní. Þar var lýst yfir áhyggjum af veru aspanna í kringum gangbrautir á Austurveginum og segir meðal annars að aspirnar skerði vegsýn fyrir ökumenn stórra ökutækja. Mjög alvarleg hætta Bæjarstjórinn segir að umhverfisnefnd bæjarins hafi tekið undir þær áhyggjur. „Síðan fórum ég og sviðsstjóri mannvirkja- og umhverfissviðs á stöðufund með Vegagerðinni á Suðurlandi fyrir um þremur vikum og þar gerðu þeir þessa sömu athugasemd. Þeir töldu þetta vera mjög alvarleg hætta sem stafaði af þessu fyrir gangandi vegfarendur þar sem þetta byrgir svo sýn á gangbrautirnar. Við ákváðum á þeim fundi – ég og sviðsstjóri – að þær yrðu að fara. Það er ekkert annað í stöðunni en að fella þær úr því að það þarf. Þá viljum við ekki draga það neitt frekar.“ Skiptar skoðanir og fólki bregður Gísli Halldór segir að ekki eigi að fella allar aspirnar á Austurveginum. „Þetta eru níu aspir í beit, næst gangbrautunum við Krónuna og svo Kaffi Krús.“ Hann segist hafa orðið var við einhverja óánægju með ákvörðunina en að um sé að ræða nauðsynlega framkvæmd til að tryggja umferðaröryggi. „Fólki bregður aðallega. Það áttu ekki allir von á þessu og það er eðlilegt að fólki bregði þegar verður svona breyting. Það er auðvitað tignarlegt að sjá þessar aspir þarna. En við bendum við fólki náttúrulega á það að á næstu árum munum við taka við Austurveginum af Vegagerðinni, þegar ný Ölfusárbrú kemur. Hann mun þá taka miklum breytingum og verður fegurðin höfð í fyrirrúmi og vafalaust mun trjágróður leika þar hlutverk. Þetta verður klárlega fallegasta verslunar- og þjónustustræti landsins.“ Austurveginum verður lokað um klukkan 20:30 í kvöld vegna niðurfellinganna og umferð beint um hjáleið.
Árborg Umferðaröryggi Samgöngur Skógrækt og landgræðsla Aspir felldar á Austurvegi Ný Ölfusárbrú Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum