Báðir leikmennirnir hafa verið að glíma við ökklameiðsli og því þurfa Thomas Tuchel og lærisveinar hans að vera án þeirra í kvöld.
Þó er búist við því að Kante verði orðinn heill fyrir helgina og muni snúa aftur þegar að liðið mætir Tottenham í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.
Hægt verður að fylgjast með viðureign Chelsea og Zenit í H-riðli Meistaradeildar Evrópu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 18:50.

Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.