„Ég er eins og lítill krakki á Þorláksmessukvöldi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. september 2021 09:00 Guðmundur Benediktsson og Ólafur Krisjánsson fóru yfir allt það helsta úr leik Chelsea og Zenit á Stamford Bridge. Mynd/Skjáskot Guðmundur Benediktson og Ólafur Kristjánsson voru staddir á Stamford Bridge í gærkvöldi þar sem að Chelsea tók á móti Zenit frá Sankti Pétursborg í Meistaradeild Evrópu. Eftir leik fóru þeir yfir allt það helsta úr leiknum, og það sem er framundan. „Þeir þurftu að hafa fyrir því,“ sagði Guðmundur um Chelsea sem vann leikinn með einu marki gegn engu. „Þeir þurftu að sýna þolinmæði, en þeir eru með Lukaku sem að skorar síðan markið.“ Ólafur tók í sama streng, og hrósaði Chelsea einnig fyrir sína frammistöðu. „Mér fannst þetta vera fagmannleg frammistaða. Þetta var þétt eins og við bjuggumst við fyrir leikinn. Liðsuppstillingin var líka þannig að mér fannst þeir hafa stjórnina í öllum stöðum.“ „Zenit-liðið gerði líka vel. Þeir voru greinilega komnir til þess að verja stigið og voru þéttir. En eins og þú segir að þegar að það gekk ekki að fara að endalínunni og koma honum fyrir að þá hengdu þeir boltann upp og Lukaku klókur og skallaði hann inn. Við töluðum um það fyrir leikinn að hann er leikmaður sem gerir gæfumuninn.“ Leikmenn Zenit fengu þó sín færi, og þá sérstaklega á stuttum kafla í seinni hálfleik þar sem að Chelsea færði sig framar á völlinn. „Þeir voru náttúrulega mjög agaðir allan fyrri hálfleikinn, en svo fóru þeir að reyna þessar lengri sendingar í gegn af því að spilið á síðasta þriðjungi var ekki alveg að virka hjá þeim. Það gerði það að verkum að það slitnaði aðeins á milli og Zenit komst aðeins inn í leikinn.“ „En þá sáum við líka, að sérstaklega þessir þrír í öftustu línu voru gríðarlega sterkir, plús bestu leikmenn Chelsea í þessum leik að mínu mati, Kovacic og Jorginho.“ „Það er engin smá vinna sem er í gangi þarna allan tíman“ Strákarnir voru virkilega ánægðir með frammistöðu Mateo Kovacic og Jorginho á miðsvæði Chelsea. Guðmundur segir að það sé algjör unun að fylgjast með þessum tveim. „Það er nú einmitt með þá tvo, maður sér það í sjónvarpinu og þess háttar, en að horfa á þessa tvo gæja, bara „up close and personal,“ það er engin smá vinna sem er í gangi þarna allan tíman.“ Ólafur var algjörlega sammála Gumma og bætti við að svæðið sem þessir menn væru að dekka væri í raun fáránlegt. „Það á bara að vera skylda að koma og horfa á þetta, vegna þess að hvernig þeir eru að vinna saman, og svæðið sem þeir eru að dekka fyrir framan þessa þriggja manna vörn, og eins upp í pressuna, það er svakalegt.“ „Kovacic kom mér í rauninni á óvart hvað hann er ofboðslega vinnusamur og rosalega öruggur á boltanum. Jorginho er bara eins og stjórnandi í hljómsveit, hvernig hann er að fá taktinn í leiknum til að fara upp eða niður. Geggjað að horfa á þá tvo.“ Klippa: Gummi og Óli í London „Þeir eru meistarar og mér finnst þeir hafa styrkst“ Guðmundur og Ólafur fóru líka stuttlega yfir það við hverju má búast í þessum riðli. Þeir voru báðir sammála um það að það verða Chelsea og Juventus sem munu berjast um efsta sætið. „Ef við tölum um Chelsea liðið sem meistara, þeir eru hungraðir og maður sér hungur í liðinu og þetta snýst um að þeir geti spilað deildarkeppnina og komið svo í miðri viku og spilað í Meistaradeildinni,“ sagði Ólafur. „Juventus liðið, það er sterkt og Malmö og Zenit verða þarna að bítast um þetta þriðja sæti.“ Ólafur hélt áfram og sagði að Chelsea liðið gæti farið alla leið annað árið í röð. „Já klárlega. Þeir eru meistarar og mér finnst þeir hafa styrkst. Þú sérð bara leikmannahópinn sem þeir eru með. Thiago Silva kemur þarna inn í restina og hann er maður með reynslu, ef við tölum um miðjuna þá vantar N'Golo Kante.“ Verða á Anfield í kvöld Í dag fara strákarnir á Anfield þar sem að þeir ætla að fylgjast með viðureign Liverpool og AC Milan. Ólafur hefur aldrei komið á þann sögufræga völl, og segist vera jafn spenntur og krakki á Þorláksmessu. „Ég er kominn vel yfir miðjan aldur og ég er búinn að halda með Liverpool, ég ætla varla að þora að segja þetta, ég er búinn að halda með Liverpool síðan 1973 þegar að þeir voru með fugl í merkinu og ég ætlaði að halda með fuglaliðinu.“ „Ég hef aldrei farið á Anfield og ég er að fara á morgun. Ég er eins og lítill krakki á Þorláksmessukvöldi.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Fleiri fréttir Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Sjá meira
„Þeir þurftu að hafa fyrir því,“ sagði Guðmundur um Chelsea sem vann leikinn með einu marki gegn engu. „Þeir þurftu að sýna þolinmæði, en þeir eru með Lukaku sem að skorar síðan markið.“ Ólafur tók í sama streng, og hrósaði Chelsea einnig fyrir sína frammistöðu. „Mér fannst þetta vera fagmannleg frammistaða. Þetta var þétt eins og við bjuggumst við fyrir leikinn. Liðsuppstillingin var líka þannig að mér fannst þeir hafa stjórnina í öllum stöðum.“ „Zenit-liðið gerði líka vel. Þeir voru greinilega komnir til þess að verja stigið og voru þéttir. En eins og þú segir að þegar að það gekk ekki að fara að endalínunni og koma honum fyrir að þá hengdu þeir boltann upp og Lukaku klókur og skallaði hann inn. Við töluðum um það fyrir leikinn að hann er leikmaður sem gerir gæfumuninn.“ Leikmenn Zenit fengu þó sín færi, og þá sérstaklega á stuttum kafla í seinni hálfleik þar sem að Chelsea færði sig framar á völlinn. „Þeir voru náttúrulega mjög agaðir allan fyrri hálfleikinn, en svo fóru þeir að reyna þessar lengri sendingar í gegn af því að spilið á síðasta þriðjungi var ekki alveg að virka hjá þeim. Það gerði það að verkum að það slitnaði aðeins á milli og Zenit komst aðeins inn í leikinn.“ „En þá sáum við líka, að sérstaklega þessir þrír í öftustu línu voru gríðarlega sterkir, plús bestu leikmenn Chelsea í þessum leik að mínu mati, Kovacic og Jorginho.“ „Það er engin smá vinna sem er í gangi þarna allan tíman“ Strákarnir voru virkilega ánægðir með frammistöðu Mateo Kovacic og Jorginho á miðsvæði Chelsea. Guðmundur segir að það sé algjör unun að fylgjast með þessum tveim. „Það er nú einmitt með þá tvo, maður sér það í sjónvarpinu og þess háttar, en að horfa á þessa tvo gæja, bara „up close and personal,“ það er engin smá vinna sem er í gangi þarna allan tíman.“ Ólafur var algjörlega sammála Gumma og bætti við að svæðið sem þessir menn væru að dekka væri í raun fáránlegt. „Það á bara að vera skylda að koma og horfa á þetta, vegna þess að hvernig þeir eru að vinna saman, og svæðið sem þeir eru að dekka fyrir framan þessa þriggja manna vörn, og eins upp í pressuna, það er svakalegt.“ „Kovacic kom mér í rauninni á óvart hvað hann er ofboðslega vinnusamur og rosalega öruggur á boltanum. Jorginho er bara eins og stjórnandi í hljómsveit, hvernig hann er að fá taktinn í leiknum til að fara upp eða niður. Geggjað að horfa á þá tvo.“ Klippa: Gummi og Óli í London „Þeir eru meistarar og mér finnst þeir hafa styrkst“ Guðmundur og Ólafur fóru líka stuttlega yfir það við hverju má búast í þessum riðli. Þeir voru báðir sammála um það að það verða Chelsea og Juventus sem munu berjast um efsta sætið. „Ef við tölum um Chelsea liðið sem meistara, þeir eru hungraðir og maður sér hungur í liðinu og þetta snýst um að þeir geti spilað deildarkeppnina og komið svo í miðri viku og spilað í Meistaradeildinni,“ sagði Ólafur. „Juventus liðið, það er sterkt og Malmö og Zenit verða þarna að bítast um þetta þriðja sæti.“ Ólafur hélt áfram og sagði að Chelsea liðið gæti farið alla leið annað árið í röð. „Já klárlega. Þeir eru meistarar og mér finnst þeir hafa styrkst. Þú sérð bara leikmannahópinn sem þeir eru með. Thiago Silva kemur þarna inn í restina og hann er maður með reynslu, ef við tölum um miðjuna þá vantar N'Golo Kante.“ Verða á Anfield í kvöld Í dag fara strákarnir á Anfield þar sem að þeir ætla að fylgjast með viðureign Liverpool og AC Milan. Ólafur hefur aldrei komið á þann sögufræga völl, og segist vera jafn spenntur og krakki á Þorláksmessu. „Ég er kominn vel yfir miðjan aldur og ég er búinn að halda með Liverpool, ég ætla varla að þora að segja þetta, ég er búinn að halda með Liverpool síðan 1973 þegar að þeir voru með fugl í merkinu og ég ætlaði að halda með fuglaliðinu.“ „Ég hef aldrei farið á Anfield og ég er að fara á morgun. Ég er eins og lítill krakki á Þorláksmessukvöldi.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Fleiri fréttir Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Sjá meira