Í póstnúmerinu 108 voru þrír handteknir og vistaðir í tengslum við líkamsárás og tveir fluttir á bráðamóttöku. Þá var tilkynnt um aðra líkamsárás, þar sem einn var handtekinn og minniháttar meiðsl urðu á hlutaðeigandi.
Í Garðabæ var tilkynnt um þjófnað úr verslun um kl. 22.30 en málið afgreitt á vettvangi.