Ekkert „ole, ole“ hjá United undir stjórn Solskjærs í Meistaradeildinni: Sjö töp í ellefu leikjum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. september 2021 08:00 Manchester United hefur ekki gengið vel í Meistaradeild Evrópu undir stjórn Ole Gunnars Solskjær. getty/FreshFocus Manchester United tapaði fyrir Young Boys í fyrsta leik sínum í Meistaradeild Evrópu á tímabilinu. United hefur tapað meirihluta leikja sinna undir stjórn Ole Gunnars Solskjær í Meistaradeildinni síðan hann tók við liðinu. United komst yfir í leiknum í Bern í gær með marki Cristianos Ronaldo á 13. mínútu. Tuttugu mínútum síðar fékk Aaron Wan-Bissaka rautt spjald fyrir brot á Christopher Martins. United átti ekki skot að marki Young Boys eftir það. Silvan Hefti jafnaði fyrir svissneska liðið á 66. mínútu og þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Theoson Jordan Siebatcheu sigurmark heimamanna eftir mistök Jesses Lingard. Solskjær hefur stýrt United í ellefu leikjum í Meistaradeildinni síðan hann tók við liðinu í desember 2018. Rauðu djöflarnir hafa tapað sjö af þessum leikjum. Tölfræðingarnir á Opta bentu á þá staðreynd að þrettán prósent af öllum tapleikjum United í Meistaradeildinni frá upphafi hefðu komið undir stjórn Solskjærs þrátt fyrir að hann hafi bara stýrt liðinu í tæplega fimm prósent leikja þess í keppninni. 13% - Manchester United have lost seven of their 11 UEFA Champions League matches under Ole Gunnar Solskjær. 13% of their total defeats in the competition have come under Solskjær (7/54), despite the Norwegian only being in charge for 4.8% of their matches (11/231). Fall. pic.twitter.com/5e49OVY63B— OptaJoe (@OptaJoe) September 14, 2021 United komst ekki upp úr sínum riðli í Meistaradeildinni á síðasta tímabili. Þar reyndist tap fyrir Istanbul Basaksehir á útivelli afar dýrt. Næsti leikur United í Meistaradeildinni er gegn Villarreal á Old Trafford 29. september. Þessi lið mættust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili. Villarreal vann þann leik eftir maraþonvítakeppni. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Harry Maguire segist ekki kenna liðsfélaga sínum um tapið gegn Young Boys Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, var að vonum svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Young Boys í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Liðsfélagi hans, Jesse Lingard, gaf heimamönnum sigurmarkið á silfurfati á lokamínútu leiksins, en Maguire segist þó ekki kenna honum um tapið. 14. september 2021 20:03 Seinasta spyrna leiksins tryggði Young Boys sigur gegn United Manchester United gerði 1-1 jafntefli við svissneska liðið Young Boys í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þegar að liðin mættust í Sviss í dag. Gestirnir frá Manchester-borg þurftu að spila manni færri seinasta klukkutíman eftir að Aaron Wan-Bissaka fékk að líta beint rautt spjald. 14. september 2021 18:45 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Sjá meira
United komst yfir í leiknum í Bern í gær með marki Cristianos Ronaldo á 13. mínútu. Tuttugu mínútum síðar fékk Aaron Wan-Bissaka rautt spjald fyrir brot á Christopher Martins. United átti ekki skot að marki Young Boys eftir það. Silvan Hefti jafnaði fyrir svissneska liðið á 66. mínútu og þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Theoson Jordan Siebatcheu sigurmark heimamanna eftir mistök Jesses Lingard. Solskjær hefur stýrt United í ellefu leikjum í Meistaradeildinni síðan hann tók við liðinu í desember 2018. Rauðu djöflarnir hafa tapað sjö af þessum leikjum. Tölfræðingarnir á Opta bentu á þá staðreynd að þrettán prósent af öllum tapleikjum United í Meistaradeildinni frá upphafi hefðu komið undir stjórn Solskjærs þrátt fyrir að hann hafi bara stýrt liðinu í tæplega fimm prósent leikja þess í keppninni. 13% - Manchester United have lost seven of their 11 UEFA Champions League matches under Ole Gunnar Solskjær. 13% of their total defeats in the competition have come under Solskjær (7/54), despite the Norwegian only being in charge for 4.8% of their matches (11/231). Fall. pic.twitter.com/5e49OVY63B— OptaJoe (@OptaJoe) September 14, 2021 United komst ekki upp úr sínum riðli í Meistaradeildinni á síðasta tímabili. Þar reyndist tap fyrir Istanbul Basaksehir á útivelli afar dýrt. Næsti leikur United í Meistaradeildinni er gegn Villarreal á Old Trafford 29. september. Þessi lið mættust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili. Villarreal vann þann leik eftir maraþonvítakeppni.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Harry Maguire segist ekki kenna liðsfélaga sínum um tapið gegn Young Boys Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, var að vonum svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Young Boys í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Liðsfélagi hans, Jesse Lingard, gaf heimamönnum sigurmarkið á silfurfati á lokamínútu leiksins, en Maguire segist þó ekki kenna honum um tapið. 14. september 2021 20:03 Seinasta spyrna leiksins tryggði Young Boys sigur gegn United Manchester United gerði 1-1 jafntefli við svissneska liðið Young Boys í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þegar að liðin mættust í Sviss í dag. Gestirnir frá Manchester-borg þurftu að spila manni færri seinasta klukkutíman eftir að Aaron Wan-Bissaka fékk að líta beint rautt spjald. 14. september 2021 18:45 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Sjá meira
Harry Maguire segist ekki kenna liðsfélaga sínum um tapið gegn Young Boys Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, var að vonum svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Young Boys í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Liðsfélagi hans, Jesse Lingard, gaf heimamönnum sigurmarkið á silfurfati á lokamínútu leiksins, en Maguire segist þó ekki kenna honum um tapið. 14. september 2021 20:03
Seinasta spyrna leiksins tryggði Young Boys sigur gegn United Manchester United gerði 1-1 jafntefli við svissneska liðið Young Boys í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þegar að liðin mættust í Sviss í dag. Gestirnir frá Manchester-borg þurftu að spila manni færri seinasta klukkutíman eftir að Aaron Wan-Bissaka fékk að líta beint rautt spjald. 14. september 2021 18:45
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu