Saksóknari bað um að forsætisráðherra Haítí yrði ákærður og var fljótt rekinn Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2021 09:37 Ariel Henry, forsætisráðherra Haítí. Hann mun hafa rætt við mann sem er grunaður um aðkomu að morði fyrrverandi forseta landsins, tvisvar sinnum skömmu eftir að morðið var framið í sumar. EPA/Jean Marc Herve Abelard Ríkissaksóknari Haítí var rekinn í skyndi eftir að hann fór fram á að forsætisráðherra landsins yrðu ákærður í tengslum við rannsókn á morði fyrrverandi forseta landsins. Sérfræðingar segja brottreksturinn sjónarspil og að ástandið í Haítí sé ruglingslegt vegna baktjaldamakks. Bed-Ford Claude, saksóknarinnar sem var rekinn, vildi krefja Ariel Henry, forsætisráðherra, svara um það af hverju hann ræddi tvisvar sinnum við aðila sem liggur til gruns um að hafa komið að morði Jovenel Moise, forseta, nokkrum klukkustundum eftir að hann var myrtur á heimili sínu. Moise var myrtur þegar hópur málaliða frá Kólumbíu gerðu atlögu að heimili forsetans þann 7. júlí. Tugir manna hafa verið handteknir vegna morðsins og þar á meðal átján fyrrverandi hermenn frá Kólumbíu. Þeir munu hafa verið ráðnir af bandarísku öryggisfyrirtæki og segjast hafa fengið skipun um að aðstoða við handtöku Moise. Þeir hafi í raun verið plataðir. Ráðamenn og lögregla í Haítí hafa beint spjótum sínum að Christian Emmanuel Sanon, presti sem haldið hefur til í Flórída, og sakað hann um að vilja taka við af Moise. Hann er þó ekki talinn vera höfuðpaur ráðabruggsins um að myrða Moise. Sjá einnig: Hinir grunuðu tengdir við fundi um framtíð Haítí Eiginkona forsetans hefur sakað auðjöfra í Haítí um morðið. Það gerði hún í viðtali við New York Times í sumar. Rannsókn morðsins hefur frá upphafi verið ruglingsleg eins og ástandið í Haítí. Henry er sagður hafa rætt tvisvar sinnum við fyrrverandi starfsmann dómsmálaráðuneyti Haítí í síma skömmu eftir að Moise var myrtur. Sá maður heitir Joseph Felix Badio og eiga þeir að hafa rætt saman í minnst sjö mínútur skömmu eftir morðið, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Blaðamenn AP komu höndum yfir bréf sem saksóknarinn skrifaði þar sem hann sagði að næg sönnunargögn væru fyrir hendi til að ákæra Henry. Hann sagði forsætisráðherrann hafa rætt tvisvar sinnum við Badio að morgni 7. júlí. Þá hafi Henry verið á hóteli í Port-au-Prince en Badio sé talinn hafa verið nærri heimili Moise. Badio hefur ekki verið handtekinn enn og er ekki vitað hvar hann heldur til. Badio var rekinn frá ráðuneytinu í maí eftir að hann var sakaður um að brjóta ótilgreindar siðferðisreglur. Í frétt dagblaðsins Le Nouvelliste segir að Henry hafi verið meinað að yfirgefa Haítí í bili. Óljóst er hvort brottrekstur saksóknarans muni hafa áhrif á rannsóknina á morði Moise en henni er stýrt af dómaranum Garry Orélien. Hann getur ákveðið upp á eigin spýtur að ákæra Henry eða ekki, sama hvað nýi ríkissaksóknarinn segir. Orélien er samt nýbúinn að taka við rannsókninni. Forveri hans steig til hliðar í síðasta mánuði vegna „persónulegra ástæðna“. Það gerði hann í kjölfar þess að aðstoðarmaður hans dó við óljósar kringumstæður, eins og það er orðað í frétt AP. Dómarar og embættismenn segjast hafa fengið hótanir vegna rannsóknarinnar. Ruglingslegt ástand og valdabarátta Sérfræðingar sem AP ræddi við telja að greinilega séu mismunandi fylkingar að berjast um völd í Haítí. Milli þeirra sem styðja Henry annars vegar og þeirra sem studdu Moise hins vegar. „Ástandið er mjög ruglingslegt,“ sagði Robert Fatton, sérfræðingur um málefni Haítí. Hann sagði að það ætti að koma fljótt í ljós hver muni vinna þessa valdabaráttu. Mosie var einkar óvinsæll forseti og var sakaður um einræðistilburði. Degi áður en hann dó skipaði hann sinn sjöunda forsætisráðherra á kjörtímabili sínu. Þar áður hafði Claude Joshep, utanríkisráðherra verið starfandi forstætisráðherra. Moise skipaði svo Ariel Henry sem forsætisráðherra áður en hann dó. Haítí Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Sjá meira
Bed-Ford Claude, saksóknarinnar sem var rekinn, vildi krefja Ariel Henry, forsætisráðherra, svara um það af hverju hann ræddi tvisvar sinnum við aðila sem liggur til gruns um að hafa komið að morði Jovenel Moise, forseta, nokkrum klukkustundum eftir að hann var myrtur á heimili sínu. Moise var myrtur þegar hópur málaliða frá Kólumbíu gerðu atlögu að heimili forsetans þann 7. júlí. Tugir manna hafa verið handteknir vegna morðsins og þar á meðal átján fyrrverandi hermenn frá Kólumbíu. Þeir munu hafa verið ráðnir af bandarísku öryggisfyrirtæki og segjast hafa fengið skipun um að aðstoða við handtöku Moise. Þeir hafi í raun verið plataðir. Ráðamenn og lögregla í Haítí hafa beint spjótum sínum að Christian Emmanuel Sanon, presti sem haldið hefur til í Flórída, og sakað hann um að vilja taka við af Moise. Hann er þó ekki talinn vera höfuðpaur ráðabruggsins um að myrða Moise. Sjá einnig: Hinir grunuðu tengdir við fundi um framtíð Haítí Eiginkona forsetans hefur sakað auðjöfra í Haítí um morðið. Það gerði hún í viðtali við New York Times í sumar. Rannsókn morðsins hefur frá upphafi verið ruglingsleg eins og ástandið í Haítí. Henry er sagður hafa rætt tvisvar sinnum við fyrrverandi starfsmann dómsmálaráðuneyti Haítí í síma skömmu eftir að Moise var myrtur. Sá maður heitir Joseph Felix Badio og eiga þeir að hafa rætt saman í minnst sjö mínútur skömmu eftir morðið, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Blaðamenn AP komu höndum yfir bréf sem saksóknarinn skrifaði þar sem hann sagði að næg sönnunargögn væru fyrir hendi til að ákæra Henry. Hann sagði forsætisráðherrann hafa rætt tvisvar sinnum við Badio að morgni 7. júlí. Þá hafi Henry verið á hóteli í Port-au-Prince en Badio sé talinn hafa verið nærri heimili Moise. Badio hefur ekki verið handtekinn enn og er ekki vitað hvar hann heldur til. Badio var rekinn frá ráðuneytinu í maí eftir að hann var sakaður um að brjóta ótilgreindar siðferðisreglur. Í frétt dagblaðsins Le Nouvelliste segir að Henry hafi verið meinað að yfirgefa Haítí í bili. Óljóst er hvort brottrekstur saksóknarans muni hafa áhrif á rannsóknina á morði Moise en henni er stýrt af dómaranum Garry Orélien. Hann getur ákveðið upp á eigin spýtur að ákæra Henry eða ekki, sama hvað nýi ríkissaksóknarinn segir. Orélien er samt nýbúinn að taka við rannsókninni. Forveri hans steig til hliðar í síðasta mánuði vegna „persónulegra ástæðna“. Það gerði hann í kjölfar þess að aðstoðarmaður hans dó við óljósar kringumstæður, eins og það er orðað í frétt AP. Dómarar og embættismenn segjast hafa fengið hótanir vegna rannsóknarinnar. Ruglingslegt ástand og valdabarátta Sérfræðingar sem AP ræddi við telja að greinilega séu mismunandi fylkingar að berjast um völd í Haítí. Milli þeirra sem styðja Henry annars vegar og þeirra sem studdu Moise hins vegar. „Ástandið er mjög ruglingslegt,“ sagði Robert Fatton, sérfræðingur um málefni Haítí. Hann sagði að það ætti að koma fljótt í ljós hver muni vinna þessa valdabaráttu. Mosie var einkar óvinsæll forseti og var sakaður um einræðistilburði. Degi áður en hann dó skipaði hann sinn sjöunda forsætisráðherra á kjörtímabili sínu. Þar áður hafði Claude Joshep, utanríkisráðherra verið starfandi forstætisráðherra. Moise skipaði svo Ariel Henry sem forsætisráðherra áður en hann dó.
Haítí Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Sjá meira