Umfjöllun og viðtal: HK - Keflavík 3-5 | Markasúpa í Kórnum er Keflavík tryggði sér sæti í undanúrslitum Andri Gíslason skrifar 15. september 2021 22:00 Joey Gibbs skoraði þrennu í fyrri hálfleik. Vísir/Hulda Margrét Keflavík tryggði sér sæti í undanúrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta með ótrúlegum 5-3 sigri á HK inn í Kór í kvöld. Leikurinn byrjaði af miklum krafti og var ljóst frá byrjun að það væri hörkuleikur framundan. Keflvíkingar voru eilítið hættulegri fyrstu mínúturnar og skilaði það sér í marki á 13.mínútu leiksins. Dagur Ingi Valsson átti þá flotta hornspyrnu beint á hausinn á Joey Gibbs sem gerði allt rétt og stýrði boltanum framhjá Arnari Frey í marki HK. 4 mínútum síðar var Joey Gibbs aftur á ferðinni. Heimamenn misstu þá boltann í vörninni og Joey nær að lyfta boltanum yfir Arnar og staðan orðin 2-0. HK-ingar voru ekki lengi að minnka muninn en þeir brunuðu strax í sókn og var brotið á Valgeiri Valgeirssyni inni í vítateig og vítaspyrna dæmd. Birnir Snær Ingason steig á punktinn og hamraði boltanum í netið. Á 33.mínútu fékk Arnar Freyr, markvörður HK boltann og reyndi að hreinsa honum í burtu. Boltinn endaði fyrir framan Dag Inga Valsson sem átti flotta sendingu fyrir markið þar sem Joey Gibbs mætti og stýrði honum í hornið. Staðan orðin 3-1 og Joey Gibbs með öll mörk Keflvíkinga. Fjórum mínútum síðar fékk Birkir Valur Jónsson boltann úti á kanti og átti flotta sendingu fyrir markið þar sem Stefan Alexander Ljubicic tók boltann vel niður áður en hann leggur hann í hornið framhjá Sindra Kristni í marki Keflavíkur. Þannig var staðan þegar flautað var til leikhlés í einum skemmtilegasta hálfleik sumarsins. Síðari hálfleikur byrjaði líkt og sá fyrri og voru heimamenn ívið sterkari fyrstu mínúturnar. Það voru þó Keflvíkingar sem skoruðu næsta mark þegar um korter var liðið af síðari hálfleik. Dagur Ingi Valsson tók þá góða hornspyrnu í miðjan teiginn þar sem Arnar Freyr nær að slá til boltans, hann endar þó fyrir fætur Ástbjarnar Þórðarsonar sem hamraði boltanum í netið og staðan orðin 4-2. Ástbjörn tryggði Keflavík sigurinn ef svo má að orði komast.Vísir/Hulda Margrét Liðin skiptust á að sækja og var mikið um marktilraunir en markverðir liðanna í góðum gír og komu í veg fyrir fjöldan allan af mörkum. Á 85.mínútu á Ásgeir Marteinsson flotta sendingu inn í teig Keflvíkinga þar sem boltinn dettur fyrir fætur Stefans Ljubicic sem nær að koma snertingu á boltann og minnka muninn í eitt mark. HK-ingar reyndu allt hvað þeir gátu til þess að jafna metin en gekk það ekki. Það var þá Ari Steinn Guðmundsson sem rak síðasta naglann í kistuna þegar hann slapp einn inn fyrir vörn HK áður en hann lagði boltann snyrtilega framhjá Arnari Frey í marki HK. Niðurstaðan 3-5 sigur Keflvíkinga og verða þeir í pottinum þegar dregið verður í undanúrslit Mjólkurbikarsins. Af hverju vann Keflavík? Bæði lið vildu ekki spila vörn í dag og geta HK-ingar nagað sig í handarbökin eftir kvöldið enda gáfu þeir Keflavík tvö mörk á silfurfati sem var svo í lokin munurinn á liðunum. Hverjir stóðu upp úr? Joey Gibbs skorar þrennu í dag og nýtti hann færin sín vel. Dagur Ingi Valsson var einnig flottur í liði Keflavíkur og átti þátt í nokkrum mörkum. Stefan Alexander Ljubicic var góður í framlínu HK og á hrós skilið fyrir sinn leik í kvöld. Stefán Alexander Ljubicic átti góðan leik.Vísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? Í átta marka leik er hægt að tala um varnir liðanna og er það engin undantekning í kvöld. Báðar varnir voru frekar opnar og auðvelt var að skapa marktækifæri. Áhorfendur fengu þó þvílíka skemmtun fyrir vikið. Hvað gerist næst? Keflavík er komið í undanúrslit og verða þeir eitt af fjórum liðum í hattinum fræga þegar dregið verður. HK-ingar eru hins vegar dottnir út og munu spila næst í þessari keppni að ári liðnu. Mjög svekkjandi niðurstaða Brynjar Björn Gunnarsson var svekktur eftir leik.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK var svekktur með tapið gegn Keflavík fyrr í kvöld. „Það er bara svekkjandi að vera dottinn úr bikarnum. Við gáfum tvö mörk og tvö eftir horn, það eru fjögur mörk og það er erfitt að koma til baka úr því. Við fengum tækifæri til að jafna og Birnir fær gott færi inn í teig þar sem hann hefði getað skorað. Við skorum mark sem var dæmt af þegar það var töluvert eftir af leiknum og hefðum getað minnkað muninn þar. Fimmta markið er bara týpískt á meðan við erum að elta leikinn og þeir komast í gegn.“ Í fyrri hálfleik þá eru þessi þrjú mörk þar sem við gefum tvö. Mér fannst við einhvern veginn vera með leikinn en þurftum að taka því að gefa tvö mörk en þau telja í lokin.“ HK-ingar skoruðu þrjú mörk í leiknum og er það yfirleitt nóg til að vinna leiki en það gekk ekki í dag. „Það á ekki að vera hægt og sérstaklega ekki hérna á heimavelli en við lendum undir og erum alltaf að elta leikinn þannig það var alltaf hætta á að þeir fengju einhverja möguleika í sínum sóknum. Við gerðum eins við gátum til að jafna leikinn, það var hugarfar og vilji til þess en mjög svekkjandi niðurstaða.“ HK-ingar eru í bullandi fallbaráttu en telur þó Brynjar að þetta tap muni gefa þeim kraft fyrir síðustu leikina. „Ég held þetta muni gefa mönnum kraft, mér sýnist það svona inni í klefa. Þetta er önnur keppni með öðruvísi uppleggi og ég trúi ekki öðru en að menn vilji koma hérna á mánudaginn og spila betri leik og eiga betri frammistöðu sem lið og einstaklingar.“ Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Mjólkurbikarinn Íslenski boltinn HK Keflavík ÍF
Keflavík tryggði sér sæti í undanúrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta með ótrúlegum 5-3 sigri á HK inn í Kór í kvöld. Leikurinn byrjaði af miklum krafti og var ljóst frá byrjun að það væri hörkuleikur framundan. Keflvíkingar voru eilítið hættulegri fyrstu mínúturnar og skilaði það sér í marki á 13.mínútu leiksins. Dagur Ingi Valsson átti þá flotta hornspyrnu beint á hausinn á Joey Gibbs sem gerði allt rétt og stýrði boltanum framhjá Arnari Frey í marki HK. 4 mínútum síðar var Joey Gibbs aftur á ferðinni. Heimamenn misstu þá boltann í vörninni og Joey nær að lyfta boltanum yfir Arnar og staðan orðin 2-0. HK-ingar voru ekki lengi að minnka muninn en þeir brunuðu strax í sókn og var brotið á Valgeiri Valgeirssyni inni í vítateig og vítaspyrna dæmd. Birnir Snær Ingason steig á punktinn og hamraði boltanum í netið. Á 33.mínútu fékk Arnar Freyr, markvörður HK boltann og reyndi að hreinsa honum í burtu. Boltinn endaði fyrir framan Dag Inga Valsson sem átti flotta sendingu fyrir markið þar sem Joey Gibbs mætti og stýrði honum í hornið. Staðan orðin 3-1 og Joey Gibbs með öll mörk Keflvíkinga. Fjórum mínútum síðar fékk Birkir Valur Jónsson boltann úti á kanti og átti flotta sendingu fyrir markið þar sem Stefan Alexander Ljubicic tók boltann vel niður áður en hann leggur hann í hornið framhjá Sindra Kristni í marki Keflavíkur. Þannig var staðan þegar flautað var til leikhlés í einum skemmtilegasta hálfleik sumarsins. Síðari hálfleikur byrjaði líkt og sá fyrri og voru heimamenn ívið sterkari fyrstu mínúturnar. Það voru þó Keflvíkingar sem skoruðu næsta mark þegar um korter var liðið af síðari hálfleik. Dagur Ingi Valsson tók þá góða hornspyrnu í miðjan teiginn þar sem Arnar Freyr nær að slá til boltans, hann endar þó fyrir fætur Ástbjarnar Þórðarsonar sem hamraði boltanum í netið og staðan orðin 4-2. Ástbjörn tryggði Keflavík sigurinn ef svo má að orði komast.Vísir/Hulda Margrét Liðin skiptust á að sækja og var mikið um marktilraunir en markverðir liðanna í góðum gír og komu í veg fyrir fjöldan allan af mörkum. Á 85.mínútu á Ásgeir Marteinsson flotta sendingu inn í teig Keflvíkinga þar sem boltinn dettur fyrir fætur Stefans Ljubicic sem nær að koma snertingu á boltann og minnka muninn í eitt mark. HK-ingar reyndu allt hvað þeir gátu til þess að jafna metin en gekk það ekki. Það var þá Ari Steinn Guðmundsson sem rak síðasta naglann í kistuna þegar hann slapp einn inn fyrir vörn HK áður en hann lagði boltann snyrtilega framhjá Arnari Frey í marki HK. Niðurstaðan 3-5 sigur Keflvíkinga og verða þeir í pottinum þegar dregið verður í undanúrslit Mjólkurbikarsins. Af hverju vann Keflavík? Bæði lið vildu ekki spila vörn í dag og geta HK-ingar nagað sig í handarbökin eftir kvöldið enda gáfu þeir Keflavík tvö mörk á silfurfati sem var svo í lokin munurinn á liðunum. Hverjir stóðu upp úr? Joey Gibbs skorar þrennu í dag og nýtti hann færin sín vel. Dagur Ingi Valsson var einnig flottur í liði Keflavíkur og átti þátt í nokkrum mörkum. Stefan Alexander Ljubicic var góður í framlínu HK og á hrós skilið fyrir sinn leik í kvöld. Stefán Alexander Ljubicic átti góðan leik.Vísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? Í átta marka leik er hægt að tala um varnir liðanna og er það engin undantekning í kvöld. Báðar varnir voru frekar opnar og auðvelt var að skapa marktækifæri. Áhorfendur fengu þó þvílíka skemmtun fyrir vikið. Hvað gerist næst? Keflavík er komið í undanúrslit og verða þeir eitt af fjórum liðum í hattinum fræga þegar dregið verður. HK-ingar eru hins vegar dottnir út og munu spila næst í þessari keppni að ári liðnu. Mjög svekkjandi niðurstaða Brynjar Björn Gunnarsson var svekktur eftir leik.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK var svekktur með tapið gegn Keflavík fyrr í kvöld. „Það er bara svekkjandi að vera dottinn úr bikarnum. Við gáfum tvö mörk og tvö eftir horn, það eru fjögur mörk og það er erfitt að koma til baka úr því. Við fengum tækifæri til að jafna og Birnir fær gott færi inn í teig þar sem hann hefði getað skorað. Við skorum mark sem var dæmt af þegar það var töluvert eftir af leiknum og hefðum getað minnkað muninn þar. Fimmta markið er bara týpískt á meðan við erum að elta leikinn og þeir komast í gegn.“ Í fyrri hálfleik þá eru þessi þrjú mörk þar sem við gefum tvö. Mér fannst við einhvern veginn vera með leikinn en þurftum að taka því að gefa tvö mörk en þau telja í lokin.“ HK-ingar skoruðu þrjú mörk í leiknum og er það yfirleitt nóg til að vinna leiki en það gekk ekki í dag. „Það á ekki að vera hægt og sérstaklega ekki hérna á heimavelli en við lendum undir og erum alltaf að elta leikinn þannig það var alltaf hætta á að þeir fengju einhverja möguleika í sínum sóknum. Við gerðum eins við gátum til að jafna leikinn, það var hugarfar og vilji til þess en mjög svekkjandi niðurstaða.“ HK-ingar eru í bullandi fallbaráttu en telur þó Brynjar að þetta tap muni gefa þeim kraft fyrir síðustu leikina. „Ég held þetta muni gefa mönnum kraft, mér sýnist það svona inni í klefa. Þetta er önnur keppni með öðruvísi uppleggi og ég trúi ekki öðru en að menn vilji koma hérna á mánudaginn og spila betri leik og eiga betri frammistöðu sem lið og einstaklingar.“ Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti