Blása á bábiljur Nicki Minaj um bóluefni og bólgin eistu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. september 2021 22:56 Nicki Minaj hefur mátt þola talsverða gagnrýni eftir ummæli sín á Twitter í vikunni. Gilbert Carrasquillo/GC Images Heilbrigðisráðherra Trínidad og Tóbagó er hreint ekki ánægður með bandarísku tónlistarkonuna Nicki Minaj, eftir að hún tísti um að frændi hennar í Trínidad hefð hætt við að láta bólusetja sig vegna þess að vinur hans sagðist vera getulaus eftir bólusetningu gegn Covid-19. Ráðherrann segir ekkert til í sögunni. Minaj, sem er fædd í Trínidad, setti eftirfarandi tíst í loftið á mánudaginn, þar sem hún vísaði í að þessi ónefndi vinur frænda hennar væri getulaus vegna bólusetningar við Covid-19, eistu hans hefðu bólgnað svo mikið. Unnusta hans hafi meðal annars hætt við að giftast honum. Minaj er með um 23 milljónir fylgjenda á Twitter. My cousin in Trinidad won’t get the vaccine cuz his friend got it & became impotent. His testicles became swollen. His friend was weeks away from getting married, now the girl called off the wedding. So just pray on it & make sure you’re comfortable with ur decision, not bullied— Nicki Minaj (@NICKIMINAJ) September 13, 2021 Söngkonan hefur mátt þola mikla gagnrýni vegna ummæla sinna, ekki síst í ljósi mikils átaks sem nú er í gangi í Bandaríkjunum til að fá Bandaríkjamenn til að bólusetja sig gegn Covid-19. Einn af þeim sem er óhress með Minaj er Terrence Deyalsingh, heilbrigðisráðherra Trínodad og Tóbagó. Ef marka má frétt Reuters er hann ekki ánægður með að hafa þurft að eyða tíma í að leiðrétta Minaj. „Ein af ástæðunum fyrir því að við gátum ekki svarað þessu strax er að við þurftum að athuga og ganga úr skugga um að hvort að það sem hún sagði væri rangt eða rétt. Því miður eyddum við mjög miklum tíma í gær í að eltast við þessa röngu staðhæfingu,“ sagði Deyalsingh. Bætti hann því við að yfirvöld í Trínídad og Tóbagó hefðu ekki fundið eitt tilfelli um bólgin eistu í kjölfar bólusetningar vegna Covid-19. 🇹🇹Minister of Health Terrence Deyalsingh says claims made by @NICKIMINAJ are Not True! pic.twitter.com/dcApHfsq1n— Marie Hull 💉💉 (@MariefHull) September 15, 2021 Dr. Anthony Fauci, sem segja má að gegni hlutverki Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis í Bandaríkjunum, virtist heldur ekkert vera alltof kátur með ummælin. „Ég er ekki að kenna henni um neitt. En ég held að hún ætti að hugsa sig tvisvar um áður en hún dreifir upplýsingum sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum,“ sagði Fauci. Trínidad og Tóbagó Samfélagsmiðlar Bandaríkin Bólusetningar Tónlist Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Vígðu bleikan bekk við skólann Innlent Fleiri fréttir Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Sjá meira
Minaj, sem er fædd í Trínidad, setti eftirfarandi tíst í loftið á mánudaginn, þar sem hún vísaði í að þessi ónefndi vinur frænda hennar væri getulaus vegna bólusetningar við Covid-19, eistu hans hefðu bólgnað svo mikið. Unnusta hans hafi meðal annars hætt við að giftast honum. Minaj er með um 23 milljónir fylgjenda á Twitter. My cousin in Trinidad won’t get the vaccine cuz his friend got it & became impotent. His testicles became swollen. His friend was weeks away from getting married, now the girl called off the wedding. So just pray on it & make sure you’re comfortable with ur decision, not bullied— Nicki Minaj (@NICKIMINAJ) September 13, 2021 Söngkonan hefur mátt þola mikla gagnrýni vegna ummæla sinna, ekki síst í ljósi mikils átaks sem nú er í gangi í Bandaríkjunum til að fá Bandaríkjamenn til að bólusetja sig gegn Covid-19. Einn af þeim sem er óhress með Minaj er Terrence Deyalsingh, heilbrigðisráðherra Trínodad og Tóbagó. Ef marka má frétt Reuters er hann ekki ánægður með að hafa þurft að eyða tíma í að leiðrétta Minaj. „Ein af ástæðunum fyrir því að við gátum ekki svarað þessu strax er að við þurftum að athuga og ganga úr skugga um að hvort að það sem hún sagði væri rangt eða rétt. Því miður eyddum við mjög miklum tíma í gær í að eltast við þessa röngu staðhæfingu,“ sagði Deyalsingh. Bætti hann því við að yfirvöld í Trínídad og Tóbagó hefðu ekki fundið eitt tilfelli um bólgin eistu í kjölfar bólusetningar vegna Covid-19. 🇹🇹Minister of Health Terrence Deyalsingh says claims made by @NICKIMINAJ are Not True! pic.twitter.com/dcApHfsq1n— Marie Hull 💉💉 (@MariefHull) September 15, 2021 Dr. Anthony Fauci, sem segja má að gegni hlutverki Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis í Bandaríkjunum, virtist heldur ekkert vera alltof kátur með ummælin. „Ég er ekki að kenna henni um neitt. En ég held að hún ætti að hugsa sig tvisvar um áður en hún dreifir upplýsingum sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum,“ sagði Fauci.
Trínidad og Tóbagó Samfélagsmiðlar Bandaríkin Bólusetningar Tónlist Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Vígðu bleikan bekk við skólann Innlent Fleiri fréttir Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Sjá meira