Atkvæði fatlaðs fólks eru dýrmæt Anna Lára Steindal og Sunna Dögg Ágústsdóttir skrifa 16. september 2021 07:30 Þann 25. september nk. verður kosið til Alþingis á Íslandi. Þá fáum við tækifæri til að kjósa stjórnmálaflokka og einstaklinga til þess að stjórna landinu okkar, setja lög og reglur og ákveða hvaða sjónarmið og áherslur eiga að skipta mestu máli næstu fjögur árin við stjórn landsins. Allir, sem eru orðnir 18 ára, hafa kosningarétt. Það er mjög mikilvægt að nýta kosningaréttinn því hann er okkar tækifæri til þess að hafa áhrif á hvernig samfélagi við búum í - þau réttindi og tækifæri sem við og aðrir njóta. Daginn sem kosið er sitjum við öll við sama borð; ungir og gamlir, konur, karlar og hinsegin fólk, fatlað fólk og ófatlað. Með atkvæði þínu ertu að taka þátt í að móta framtíðina. Þú velur þann flokk sem þér líst best á og telur að hafi hugmyndir að góðu samfélagi. Mætir svo á kjörstað og greiðir honum atkvæði þitt. Hvernig veit ég hvað ég ætti að kjósa? Þeir flokkar sem bjóða fram eru flestir með heimasíður og/ eða gefa út bæklinga þar sem hugmyndir þeirra og áherslur eru kynntar. Oft eru líka umræður í sjónvarpi og útvarpi þar sem fjallað er um kosningar og hvað hver flokkur telur mikilvægt að gera. Þá er líka hægt að heimsækja kosningaskrifstofur flokkanna og spjalla við talsmenn þeirra og spyrja spurninga. Kosningaréttur fatlaðs fólks er mjög dýrmætur. Við vitum að fatlað fólk mætir margvíslegum hindrunum á kjörstað, til dæmis hvað varðar aðgengi að kjörstað og að kosningaefni við hæfi og ófullnægjandi aðstoð í kjörklefanum. Þetta gerir það meðal annars að verkum að fatlað fólk er ólíklegra til að kjósa en þeir sem ekki eru fatlaðir. Það er því miður líklegt til að hafa áhrif á hversu mikil áhersla er lögð á málefni fatlaðs fólks eftir kosningar og líka hvort stjórnmálamenn öðlist mikilvægan skilning og innsýn í líf og stöðu fatlaðs fólks í samfélaginu. Þess vegna hvetja Landssamtökin Þroskahjálp allt fatlað fólk sem hefur kosningarétt mjög eindregið til þess að mæta á kjörstað og nýta atkvæði sitt til þess að hafa áhrif á framtíð okkar allra. Anna Lára Steindal, verkefnisstjóri hjá ÞroskahjálpSunna Dögg Ágústsdóttir, verkefnisstjóri ungmennaráðs Þroskahjálpar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Háskólinn okkar – rektorskjör Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þann 25. september nk. verður kosið til Alþingis á Íslandi. Þá fáum við tækifæri til að kjósa stjórnmálaflokka og einstaklinga til þess að stjórna landinu okkar, setja lög og reglur og ákveða hvaða sjónarmið og áherslur eiga að skipta mestu máli næstu fjögur árin við stjórn landsins. Allir, sem eru orðnir 18 ára, hafa kosningarétt. Það er mjög mikilvægt að nýta kosningaréttinn því hann er okkar tækifæri til þess að hafa áhrif á hvernig samfélagi við búum í - þau réttindi og tækifæri sem við og aðrir njóta. Daginn sem kosið er sitjum við öll við sama borð; ungir og gamlir, konur, karlar og hinsegin fólk, fatlað fólk og ófatlað. Með atkvæði þínu ertu að taka þátt í að móta framtíðina. Þú velur þann flokk sem þér líst best á og telur að hafi hugmyndir að góðu samfélagi. Mætir svo á kjörstað og greiðir honum atkvæði þitt. Hvernig veit ég hvað ég ætti að kjósa? Þeir flokkar sem bjóða fram eru flestir með heimasíður og/ eða gefa út bæklinga þar sem hugmyndir þeirra og áherslur eru kynntar. Oft eru líka umræður í sjónvarpi og útvarpi þar sem fjallað er um kosningar og hvað hver flokkur telur mikilvægt að gera. Þá er líka hægt að heimsækja kosningaskrifstofur flokkanna og spjalla við talsmenn þeirra og spyrja spurninga. Kosningaréttur fatlaðs fólks er mjög dýrmætur. Við vitum að fatlað fólk mætir margvíslegum hindrunum á kjörstað, til dæmis hvað varðar aðgengi að kjörstað og að kosningaefni við hæfi og ófullnægjandi aðstoð í kjörklefanum. Þetta gerir það meðal annars að verkum að fatlað fólk er ólíklegra til að kjósa en þeir sem ekki eru fatlaðir. Það er því miður líklegt til að hafa áhrif á hversu mikil áhersla er lögð á málefni fatlaðs fólks eftir kosningar og líka hvort stjórnmálamenn öðlist mikilvægan skilning og innsýn í líf og stöðu fatlaðs fólks í samfélaginu. Þess vegna hvetja Landssamtökin Þroskahjálp allt fatlað fólk sem hefur kosningarétt mjög eindregið til þess að mæta á kjörstað og nýta atkvæði sitt til þess að hafa áhrif á framtíð okkar allra. Anna Lára Steindal, verkefnisstjóri hjá ÞroskahjálpSunna Dögg Ágústsdóttir, verkefnisstjóri ungmennaráðs Þroskahjálpar
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar