Veður

Allt að sau­tján stiga hiti fyrir norðan

Atli Ísleifsson skrifar
Hof á Akureyri.
Hof á Akureyri. Vísir/Vilhelm

Landsmenn mega búast við suðlægri átt í dag, átta til þrettán metrum á sekúndu og víða rigningu, en úrkomlítið á Norðausturlandi. Hiti verður á bilinu tíu til sautján stig, hlýjast fyrir norðan.

Á vef Veðurstofunnar segir að það verði vestan- og norðvestanátt á morgun og væta í flestum landshlutum, en víða bjart og þurrt á suðvesturhorninu. Heldur kólandi veður.

„Á laugardaginn verður hæg breytileg átt og sums staðar dálítil væta, en bætir í úrkomu sunnantil seinnipartinn.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Vestan og norðvestan 5-13 m/s og skúrir eða rigning, en úrkomuminna suðvestantil. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast á Suðausturlandi.

Á laugardag: Suðaustan 5-13 og fer að rigna á Suður- og Vesturlandi og líka fyrir austan um kvöldið. Annars hæg breytileg átt og víða skúrir. Hiti 7 til 12 stig.

Á sunnudag: Sunnan 8-13 og rigning, en úrkomulítið norðaustantil á landinu. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast norðaustanlands.

Á mánudag og þriðjudag: Suðvestanátt og skúrir, en léttskýjað norðaustan- og austanlands. Hiti 6 til 12 stig, hlýjast á Austurlandi.

Á miðvikudag (haustjafndægur): Útlit fyrir austlæga átt og rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu, en bjart norðaustantil. Fremur kólandi veður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×