Ólafur naut sín í botn á Anfield: Fólkið hér skilur fótboltann Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2021 10:30 Jordan Henderson var hylltur sérstaklega á Anfield í gærkvöld en hann skoraði sigurmark leiksins. Getty/Shaun Brooks „Það er engu logið um stemninguna á Anfield á Evrópukvöldum,“ sagði Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, sem naut þess í botn að vera á Anfield í gærkvöld og sjá Liverpool vinna AC Milan í Meistaradeild Evrópu. Ólafur er stuðningsmaður Liverpool en var í fyrsta sinn að mæta í hið mikla vígi sem Anfield er, ekki síst á Evrópukvöldi: „Hérna var gríðarleg stemning. Maður skynjar að þetta fólk sem hér er að horfa á leikinn skilur fótboltann og hvetur liðið sitt áfram. Það hvetur líka þegar hlutir gerast sem að því líkar; þegar einhver hleypur til baka eða vinnur tæklingu og svo framvegis,“ sagði Ólafur. Klippa: Óli Kristjáns á Anfield í fyrsta sinn „Það er augljóst að menn fá mismikla hvatningu. Það voru tvær hetjur teknar af velli, Henderson og Salah, og klárt að það eru stærstu stjörnurnar,“ bætti hann við. Þetta var vissulega fyrsta heimsókn Ólafs á Anfield en ekki sú síðasta: „Ég á pottþétt eftir að koma aftur. Úrslitin voru góð en ég held að svona í fyrsta skipti þá hafi það verið upplifunin sem stendur upp úr; að koma loksins á þennan stað.“ Ólafur og Guðmundur Benediktsson voru á hliðarlínunni á Anfield í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gærkvöld, fyrir og eftir leik. Ólafur fór yfir málin í hálfleik en þá var staðan 2-1 fyrir AC Milan, sem var engan veginn í spilunum eftir fyrstu 20 mínútur leiksins eins og Ólafur benti á: Klippa: Óli Kristjáns í hálfleik á Anfield Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Óli og Gummi í lest á leið á Anfield: Snýst um að kveikja aftur í Liverpool Hverjir reka lestina? Hverjir munu heltast úr lestinni? Að minnsta kosti Zlatan en einhverjir fleiri? Ólafur Kristjánsson og Guðmundur Benediktsson spáðu í spilin fyrir stórleik Liverpool og AC Milan í kvöld í lestarferð á leið til Liverpool-borgar. 15. september 2021 14:02 Fyrirliðinn hetjan er Liverpool hóf Meistaradeildina á sigri Liverpool tók á móti AC Mílan á Anfield í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun en glæsimark fyrirliðans Jordan Henderson sá til þess að Liverpool fór með 3-2 sigur af hólmi. 15. september 2021 21:00 Crouch um sigurmark Henderson í gær: Þetta var svo mikið eins og Gerrard Peter Crouch líkti Jordan Henderson við Steven Gerrard eftir að núverandi fyrirliði Liverpool liðsins tryggði liði sínu 3-2 sigur á AC Milan í Meistaradeildinni á Anfield í gær. 16. september 2021 09:00 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Sjá meira
Ólafur er stuðningsmaður Liverpool en var í fyrsta sinn að mæta í hið mikla vígi sem Anfield er, ekki síst á Evrópukvöldi: „Hérna var gríðarleg stemning. Maður skynjar að þetta fólk sem hér er að horfa á leikinn skilur fótboltann og hvetur liðið sitt áfram. Það hvetur líka þegar hlutir gerast sem að því líkar; þegar einhver hleypur til baka eða vinnur tæklingu og svo framvegis,“ sagði Ólafur. Klippa: Óli Kristjáns á Anfield í fyrsta sinn „Það er augljóst að menn fá mismikla hvatningu. Það voru tvær hetjur teknar af velli, Henderson og Salah, og klárt að það eru stærstu stjörnurnar,“ bætti hann við. Þetta var vissulega fyrsta heimsókn Ólafs á Anfield en ekki sú síðasta: „Ég á pottþétt eftir að koma aftur. Úrslitin voru góð en ég held að svona í fyrsta skipti þá hafi það verið upplifunin sem stendur upp úr; að koma loksins á þennan stað.“ Ólafur og Guðmundur Benediktsson voru á hliðarlínunni á Anfield í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gærkvöld, fyrir og eftir leik. Ólafur fór yfir málin í hálfleik en þá var staðan 2-1 fyrir AC Milan, sem var engan veginn í spilunum eftir fyrstu 20 mínútur leiksins eins og Ólafur benti á: Klippa: Óli Kristjáns í hálfleik á Anfield Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Óli og Gummi í lest á leið á Anfield: Snýst um að kveikja aftur í Liverpool Hverjir reka lestina? Hverjir munu heltast úr lestinni? Að minnsta kosti Zlatan en einhverjir fleiri? Ólafur Kristjánsson og Guðmundur Benediktsson spáðu í spilin fyrir stórleik Liverpool og AC Milan í kvöld í lestarferð á leið til Liverpool-borgar. 15. september 2021 14:02 Fyrirliðinn hetjan er Liverpool hóf Meistaradeildina á sigri Liverpool tók á móti AC Mílan á Anfield í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun en glæsimark fyrirliðans Jordan Henderson sá til þess að Liverpool fór með 3-2 sigur af hólmi. 15. september 2021 21:00 Crouch um sigurmark Henderson í gær: Þetta var svo mikið eins og Gerrard Peter Crouch líkti Jordan Henderson við Steven Gerrard eftir að núverandi fyrirliði Liverpool liðsins tryggði liði sínu 3-2 sigur á AC Milan í Meistaradeildinni á Anfield í gær. 16. september 2021 09:00 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Sjá meira
Óli og Gummi í lest á leið á Anfield: Snýst um að kveikja aftur í Liverpool Hverjir reka lestina? Hverjir munu heltast úr lestinni? Að minnsta kosti Zlatan en einhverjir fleiri? Ólafur Kristjánsson og Guðmundur Benediktsson spáðu í spilin fyrir stórleik Liverpool og AC Milan í kvöld í lestarferð á leið til Liverpool-borgar. 15. september 2021 14:02
Fyrirliðinn hetjan er Liverpool hóf Meistaradeildina á sigri Liverpool tók á móti AC Mílan á Anfield í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun en glæsimark fyrirliðans Jordan Henderson sá til þess að Liverpool fór með 3-2 sigur af hólmi. 15. september 2021 21:00
Crouch um sigurmark Henderson í gær: Þetta var svo mikið eins og Gerrard Peter Crouch líkti Jordan Henderson við Steven Gerrard eftir að núverandi fyrirliði Liverpool liðsins tryggði liði sínu 3-2 sigur á AC Milan í Meistaradeildinni á Anfield í gær. 16. september 2021 09:00