Nýbakaður afi með fjölskylduna í forgangi: Róar mig að vita að ég skil við ÍBV á betri stað Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2021 13:32 Helgi Sigurðsson hefur nú stýrt bæði Fylki og ÍBV upp í efstu deild á þeim fimm árum sem hann hefur starfað sem þjálfari. „Þetta er algjörlega að mínu frumkvæði. Oftar en ekki er þetta í hina áttina og þess vegna er þetta kannski svolítið skrýtið. En ég færist með þessu nær fjölskyldunni og það er það sem skiptir mig mestu máli,“ segir Helgi Sigurðsson, fráfarandi þjálfari karlaliðs ÍBV í fótbolta. Um leið og Eyjamenn fögnuðu því um helgina að snúa aftur í deild þeirra bestu, með því að tryggja sér 2. sæti í Lengjudeildinni, fengu þeir að vita að Helgi yrði ekki áfram þjálfari liðsins. Helgi tók við ÍBV fyrir tveimur árum og segir tímann í Eyjum hafa verið frábæran. Hann vill hins vegar vera hjá fjölskyldu sinni uppi á landi og ákvað því að segja skilið við félagið. „Auðvitað er skrýtið að stökkva frá borði því maður hefði viljað vera með liðið áfram og ná frábærum árangri í Pepsi Max-deildinni,“ segir Helgi í samtali við Vísi í dag. „Það er engin dramatík á bakvið þetta, bara breyttar fjölskylduaðstæður. Það er orðið erfiðara fyrir mig að vera mikið frá fjölskyldunni samhliða því að sinna starfinu eins og ég vil gera það. Ég varð afi í fyrradag, við eigum þrjú börn, og maður vill huga að fjölskyldunni sem er það mikilvægasta í lífinu,“ segir Helgi. Fjölskyldan hafi getað verið minna í Eyjum í ár en í fyrra. Kvíði ekki framtíðinni fyrir hönd ÍBV „Þegar ég skýrði út mínar ástæður fyrir stjórn ÍBV þá skildu menn þær mjög vel. Þetta var því eins góður viðskilnaður og hugsast gat. Þetta eru búin að vera tvö frábær ár í Eyjum og það sem að róar mig aðeins niður er að ég veit að ég skil við liðið á betri stað en það var á áður. Margir ungir og efnilegir strákar eru búnir að taka stór skref fram á við, ásamt því að við höfum haft reynslumikla og frábæra stráka innanborðs. Ég kvíði því ekki framtíðinni fyrir hönd ÍBV þó að ég stígi frá borði. Þetta er frábært félag. Ég gæti ekki verið stoltari af mínum árangri og að hafa fylgt eftir þeim árangri sem ég náði með Fylki á sínum tíma,“ segir Helgi sem stýrði Fylki upp í efstu deild árið 2017 og var með liðið í tvö tímabil þar á eftir, áður en hann fór svo til Vestmannaeyja. Ekki rætt við önnur félög Helgi hefur hug á að starfa áfram í þjálfun en segist ekki vera farinn að ræða við nein félög: „Það er bara næsta skref að sjá hvort að einhverjir vilji njóta krafta minna og hvað verði í boði. En ég er ekkert búinn með ÍBV. Það eru tveir leikir eftir og ég sagði við strákana í gær að við ætluðum að taka sex stig úr þeim og koma okkur í 50 stig. Það væri árangur sem að lið ná ekki á hverju ári, þó að Framarar hafi auðvitað náð frábærum árangri í sumar Þetta var allt bara að gerast í gær og ég er bara að undirbúa leik á laugardaginn. Ég vil klára þetta verkefni með ÍBV og hugur minn er enn þar. Ég er langt því frá farinn að tala við önnur félög.“ Pepsi Max-deild karla ÍBV Lengjudeild karla Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Um leið og Eyjamenn fögnuðu því um helgina að snúa aftur í deild þeirra bestu, með því að tryggja sér 2. sæti í Lengjudeildinni, fengu þeir að vita að Helgi yrði ekki áfram þjálfari liðsins. Helgi tók við ÍBV fyrir tveimur árum og segir tímann í Eyjum hafa verið frábæran. Hann vill hins vegar vera hjá fjölskyldu sinni uppi á landi og ákvað því að segja skilið við félagið. „Auðvitað er skrýtið að stökkva frá borði því maður hefði viljað vera með liðið áfram og ná frábærum árangri í Pepsi Max-deildinni,“ segir Helgi í samtali við Vísi í dag. „Það er engin dramatík á bakvið þetta, bara breyttar fjölskylduaðstæður. Það er orðið erfiðara fyrir mig að vera mikið frá fjölskyldunni samhliða því að sinna starfinu eins og ég vil gera það. Ég varð afi í fyrradag, við eigum þrjú börn, og maður vill huga að fjölskyldunni sem er það mikilvægasta í lífinu,“ segir Helgi. Fjölskyldan hafi getað verið minna í Eyjum í ár en í fyrra. Kvíði ekki framtíðinni fyrir hönd ÍBV „Þegar ég skýrði út mínar ástæður fyrir stjórn ÍBV þá skildu menn þær mjög vel. Þetta var því eins góður viðskilnaður og hugsast gat. Þetta eru búin að vera tvö frábær ár í Eyjum og það sem að róar mig aðeins niður er að ég veit að ég skil við liðið á betri stað en það var á áður. Margir ungir og efnilegir strákar eru búnir að taka stór skref fram á við, ásamt því að við höfum haft reynslumikla og frábæra stráka innanborðs. Ég kvíði því ekki framtíðinni fyrir hönd ÍBV þó að ég stígi frá borði. Þetta er frábært félag. Ég gæti ekki verið stoltari af mínum árangri og að hafa fylgt eftir þeim árangri sem ég náði með Fylki á sínum tíma,“ segir Helgi sem stýrði Fylki upp í efstu deild árið 2017 og var með liðið í tvö tímabil þar á eftir, áður en hann fór svo til Vestmannaeyja. Ekki rætt við önnur félög Helgi hefur hug á að starfa áfram í þjálfun en segist ekki vera farinn að ræða við nein félög: „Það er bara næsta skref að sjá hvort að einhverjir vilji njóta krafta minna og hvað verði í boði. En ég er ekkert búinn með ÍBV. Það eru tveir leikir eftir og ég sagði við strákana í gær að við ætluðum að taka sex stig úr þeim og koma okkur í 50 stig. Það væri árangur sem að lið ná ekki á hverju ári, þó að Framarar hafi auðvitað náð frábærum árangri í sumar Þetta var allt bara að gerast í gær og ég er bara að undirbúa leik á laugardaginn. Ég vil klára þetta verkefni með ÍBV og hugur minn er enn þar. Ég er langt því frá farinn að tala við önnur félög.“
Pepsi Max-deild karla ÍBV Lengjudeild karla Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira