Píratísk byggðastefna Magnús Davíð Norðdahl og Einar Brynjólfsson skrifa 16. september 2021 15:01 Á landinu bjuggu á síðasta fjórðungi ársins 2020 samtals 368.590 manns samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Þetta er álíka fjöldi og gæti búið við eina götu í stórborg erlendis. Sem fámenn þjóð ættum við að hafa fulla burði til þess að tryggja jafnræði, samheldni og stuðning hvert við annað. Það er hins vegar erfitt að koma í veg fyrir misklíð og flokkadrætti þegar ekki er hugað nægjanlega vel að þeim hópum samfélagsins sem standa höllum fæti. Lykillinn að samfélagi einingar og samstöðu liggur í að tryggja velferð og mannsæmandi kjör allra þeirra sem búa á landinu. Þetta á við um alla íbúa landins í öllum kjördæmum þess. Beint lýðræði og valddreifing Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar 2021 er „Lýðræði ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu. Píratar aðhyllast valddreifingu, aukinn sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og beint lýðræði. Þetta eru hornsteinar í sjálfri grunnstefnu Pírata, sem allar okkar aðgerðir og stefnur hvíla á. Íbúar nærsamfélags eiga alltaf að hafa úrslitaorðið varðandi ákvarðanir sem hafa bein áhrif á líf þeirra. Þess vegna viljum við auðvelda íbúum að kalla eftir kosningum heima í héraði um málefni sem brenna á þeim. Við treystum Íslendingum til að ákvarða framtíð sína sjálfir og ekki síst íbúum nærsamfélagsins um allt land Spillingarvarnir og skynsamleg nýting fjármuna Rétt eins og lóan boðar komu vorsins er lýðskrum og óábyrgur loforðaflaumur vísbending um að kosningar eru í nánd. Sjálfkrýndir frelsarar vaða úr einu byggðarlagi í annað og lofa fjárútlátum eins og enginn sé morgundagurinn. Við aðstæður sem þessar er stefna Pírata mikilvægari en nokkru sinni fyrr þannig að upplýst umræða og skynsemi ráði för. Ef fjármunum er varið eftir hentisemi stjórnmálamanna án fullnægjandi greiningar á gæðum útgjaldanna hverju sinni er hætt við að mikilvæg tækifæri fari forgörðum. Það gefur augaleið að ef milljörðum er sóað í ákveðnar framkvæmdir, sem ekki skila tilætluðum árangri, mun skorta fjármuni í önnur og betri verkefni. Almennt er skynsöm nýting fjármuna á landsbyggðinni, sem byggir á fyrirliggjandi gögnum og þekkingu, forsenda sjálfbærrar uppbyggingar og bættrar afkomu þeirra sem þar búa. Takist Pírötum að koma á frjálslyndri og umbótasinnaðri ríkisstjórn þar sem grunnstefna Pírata fær að njóta sín mætti með sanni tala um píratíska ríkisstjórn. Arfleið slíkrar ríkisstjórnar væri að marka skil á milli eldri tíma, þar sem frændhygli, spilling og sérhagsmunir réðu för, og nýrri tíma með áherslu á fagleg vinnubrögð, gagnsæi og ábyrgð landsmönnum öllum til heilla. Grunnstefnan okkar einfaldlega krefst þess. Þingmenn þjónustuhlutverki Mikilvægt er að þingmenn hlusti vel á vilja kjósenda og veiti þeim liðsinni og stuðning í að ráðast í mikilvæg og skynsamleg verkefni á þeirra eigin forsendum. Krafturinn, getan, þekkingin og viljinn býr í heimabyggð. Hlutverk þingmanna er að þjónusta kjósendur og búa til umgjörð þar sem hæfileikar íbúanna sjálfra fá að njóta sín í uppbyggingarstarfi. Í samtölum okkar við kjósendur í Norðvestur- og Norðausturkjördæmi eru nokkur atriði sem hafa borið á góma oftar en önnur. Ber þar hæst skortur á innviðum, fullnægjandi samgöngum og umhverfi sem býður upp á raunveruleg tækifæri til atvinnusköpunar þar sem til verða góð og vellaunuð störf til framtíðar. Þá hafa kjósendur nefnt mikilvægi þess að tryggja afhendingaröryggi raforku, auka frelsi minni útgerða til sjósóknar, ráðast í löngutímabærar vegaframkvæmdir, efla tekjustofna sveitarfélaga og tryggja réttinn til grunnþjónustu, þ.e. heilbrigðisþjónustu og menntunar. Kosningastefna Pírata er ein allsherjar byggðastefna. Hvort sem það eru samgöngur, innviðir, nýsköpun, loftslagsmál, sjávarútvegsmál, menntamál eða heilbrigðismál – í öllum málaflokkum hafa Píratar hagsmuni landsins alls í huga. Enda er leiðarljósið okkar, fyrrnefnd grunnstefna Pírata, alveg skýrt: Réttur hvers og eins er jafn sterkur – og þar skiptir búseta vitaskuld engu máli. Landsbyggðin sem heild og ekki síst byggðakjarnar í Norðvestur- og Norðausturkjördæmi hafa á síðustu árum og áratugum átt undir högg að sækja. Ástæðan er fyrst og síðast skortur á innviðum, fullnægjandi samgöngum og umhverfi sem býður upp á raunveruleg tækifæri til atvinnusköpunar. Þrátt fyrir fögur fyrirheit hafa stjórnmálamenn enn sem komið er ekki náð því markmiði að reisa byggðir kjördæmanna á þann stall sem þær eiga skilið. Þó að ýmislegt hafi vissulega áunnist er staðan eftir sem áður sú að ungir einstaklingar, sem hafa einlægan áhuga á því að setjast að í sínum heimabyggðum eftir dvöl í Reykjavík eða á erlendri grundu, sjá sér í sumum tilvikum ekki fært að snúa aftur. Þessu þarf að breyta og tryggja vel launuð og góð störf um land allt. Tækifærin ættu að vera mörg og fjölbreytileg en innviðina og raunverulegan pólitískan vilja virðist vantar þegar á hólminn er komið. Það á ekki að skipta máli hvort einstaklingur fæðist í Reykjavík eða á landsbyggðinni, tækifærin eiga að vera þau sömu. Tækifæri til breytinga 25. september Píratar eru reiðubúnir að bjóða fram alla krafta sína og baráttuvilja til þess að hefja byggðir Norðvestur- og Norðausturkjördæmis til vegs og virðingar í nánu samráði við íbúana sjálfa. Þeir stjórnmálaflokkar, sem hafa haft meirihluta í kjördæminu á síðustu árum, hafa fengið sitt tækifæri og nú er komið að öðrum að leiða nauðsynlegar og löngu tímabærar umbætur í kjördæmunum. Píratar eru framsæknir, byggja á gagnrýninni hugsun og vilja að stefnan hverju sinni taki mið af fyrirliggjandi gögnum. Þannig næst árangur. Nýtum kosningaréttinn þann 25. september næstkomandi. Saman getum við breytt samfélaginu til hins betra. Höfundar eru oddvitar Pírata í Norðaustur- og Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús D. Norðdahl Einar A. Brynjólfsson Skoðun: Kosningar 2021 Byggðamál Píratar Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Sjá meira
Á landinu bjuggu á síðasta fjórðungi ársins 2020 samtals 368.590 manns samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Þetta er álíka fjöldi og gæti búið við eina götu í stórborg erlendis. Sem fámenn þjóð ættum við að hafa fulla burði til þess að tryggja jafnræði, samheldni og stuðning hvert við annað. Það er hins vegar erfitt að koma í veg fyrir misklíð og flokkadrætti þegar ekki er hugað nægjanlega vel að þeim hópum samfélagsins sem standa höllum fæti. Lykillinn að samfélagi einingar og samstöðu liggur í að tryggja velferð og mannsæmandi kjör allra þeirra sem búa á landinu. Þetta á við um alla íbúa landins í öllum kjördæmum þess. Beint lýðræði og valddreifing Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar 2021 er „Lýðræði ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu. Píratar aðhyllast valddreifingu, aukinn sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og beint lýðræði. Þetta eru hornsteinar í sjálfri grunnstefnu Pírata, sem allar okkar aðgerðir og stefnur hvíla á. Íbúar nærsamfélags eiga alltaf að hafa úrslitaorðið varðandi ákvarðanir sem hafa bein áhrif á líf þeirra. Þess vegna viljum við auðvelda íbúum að kalla eftir kosningum heima í héraði um málefni sem brenna á þeim. Við treystum Íslendingum til að ákvarða framtíð sína sjálfir og ekki síst íbúum nærsamfélagsins um allt land Spillingarvarnir og skynsamleg nýting fjármuna Rétt eins og lóan boðar komu vorsins er lýðskrum og óábyrgur loforðaflaumur vísbending um að kosningar eru í nánd. Sjálfkrýndir frelsarar vaða úr einu byggðarlagi í annað og lofa fjárútlátum eins og enginn sé morgundagurinn. Við aðstæður sem þessar er stefna Pírata mikilvægari en nokkru sinni fyrr þannig að upplýst umræða og skynsemi ráði för. Ef fjármunum er varið eftir hentisemi stjórnmálamanna án fullnægjandi greiningar á gæðum útgjaldanna hverju sinni er hætt við að mikilvæg tækifæri fari forgörðum. Það gefur augaleið að ef milljörðum er sóað í ákveðnar framkvæmdir, sem ekki skila tilætluðum árangri, mun skorta fjármuni í önnur og betri verkefni. Almennt er skynsöm nýting fjármuna á landsbyggðinni, sem byggir á fyrirliggjandi gögnum og þekkingu, forsenda sjálfbærrar uppbyggingar og bættrar afkomu þeirra sem þar búa. Takist Pírötum að koma á frjálslyndri og umbótasinnaðri ríkisstjórn þar sem grunnstefna Pírata fær að njóta sín mætti með sanni tala um píratíska ríkisstjórn. Arfleið slíkrar ríkisstjórnar væri að marka skil á milli eldri tíma, þar sem frændhygli, spilling og sérhagsmunir réðu för, og nýrri tíma með áherslu á fagleg vinnubrögð, gagnsæi og ábyrgð landsmönnum öllum til heilla. Grunnstefnan okkar einfaldlega krefst þess. Þingmenn þjónustuhlutverki Mikilvægt er að þingmenn hlusti vel á vilja kjósenda og veiti þeim liðsinni og stuðning í að ráðast í mikilvæg og skynsamleg verkefni á þeirra eigin forsendum. Krafturinn, getan, þekkingin og viljinn býr í heimabyggð. Hlutverk þingmanna er að þjónusta kjósendur og búa til umgjörð þar sem hæfileikar íbúanna sjálfra fá að njóta sín í uppbyggingarstarfi. Í samtölum okkar við kjósendur í Norðvestur- og Norðausturkjördæmi eru nokkur atriði sem hafa borið á góma oftar en önnur. Ber þar hæst skortur á innviðum, fullnægjandi samgöngum og umhverfi sem býður upp á raunveruleg tækifæri til atvinnusköpunar þar sem til verða góð og vellaunuð störf til framtíðar. Þá hafa kjósendur nefnt mikilvægi þess að tryggja afhendingaröryggi raforku, auka frelsi minni útgerða til sjósóknar, ráðast í löngutímabærar vegaframkvæmdir, efla tekjustofna sveitarfélaga og tryggja réttinn til grunnþjónustu, þ.e. heilbrigðisþjónustu og menntunar. Kosningastefna Pírata er ein allsherjar byggðastefna. Hvort sem það eru samgöngur, innviðir, nýsköpun, loftslagsmál, sjávarútvegsmál, menntamál eða heilbrigðismál – í öllum málaflokkum hafa Píratar hagsmuni landsins alls í huga. Enda er leiðarljósið okkar, fyrrnefnd grunnstefna Pírata, alveg skýrt: Réttur hvers og eins er jafn sterkur – og þar skiptir búseta vitaskuld engu máli. Landsbyggðin sem heild og ekki síst byggðakjarnar í Norðvestur- og Norðausturkjördæmi hafa á síðustu árum og áratugum átt undir högg að sækja. Ástæðan er fyrst og síðast skortur á innviðum, fullnægjandi samgöngum og umhverfi sem býður upp á raunveruleg tækifæri til atvinnusköpunar. Þrátt fyrir fögur fyrirheit hafa stjórnmálamenn enn sem komið er ekki náð því markmiði að reisa byggðir kjördæmanna á þann stall sem þær eiga skilið. Þó að ýmislegt hafi vissulega áunnist er staðan eftir sem áður sú að ungir einstaklingar, sem hafa einlægan áhuga á því að setjast að í sínum heimabyggðum eftir dvöl í Reykjavík eða á erlendri grundu, sjá sér í sumum tilvikum ekki fært að snúa aftur. Þessu þarf að breyta og tryggja vel launuð og góð störf um land allt. Tækifærin ættu að vera mörg og fjölbreytileg en innviðina og raunverulegan pólitískan vilja virðist vantar þegar á hólminn er komið. Það á ekki að skipta máli hvort einstaklingur fæðist í Reykjavík eða á landsbyggðinni, tækifærin eiga að vera þau sömu. Tækifæri til breytinga 25. september Píratar eru reiðubúnir að bjóða fram alla krafta sína og baráttuvilja til þess að hefja byggðir Norðvestur- og Norðausturkjördæmis til vegs og virðingar í nánu samráði við íbúana sjálfa. Þeir stjórnmálaflokkar, sem hafa haft meirihluta í kjördæminu á síðustu árum, hafa fengið sitt tækifæri og nú er komið að öðrum að leiða nauðsynlegar og löngu tímabærar umbætur í kjördæmunum. Píratar eru framsæknir, byggja á gagnrýninni hugsun og vilja að stefnan hverju sinni taki mið af fyrirliggjandi gögnum. Þannig næst árangur. Nýtum kosningaréttinn þann 25. september næstkomandi. Saman getum við breytt samfélaginu til hins betra. Höfundar eru oddvitar Pírata í Norðaustur- og Norðvesturkjördæmi.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun