Frakkar reiðir og líkja Biden við Trump Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2021 16:02 Scott Morrison og Joe Biden þegar samkomulag þeirra og Boris Johnson var opinberað í gær. EPA/Oliver Contreras Ráðamenn í Frakklandi hafa brugðist reiðir við eftir að varnarsamstarf Bandaríkjanna, Ástralíu og Bretlands í Kyrrahafinu var opinberað í gær. Tilkynnt var að Ástralar myndu kaupa átta kjarnorkuknúna kafbáta af Bandaríkjunum en samhliða því slitu yfirvöld í Ástralíu stórum samningi við franskt fyrirtæki um kaup á nýjum flota dísel-kafbáta. Samningurinn, sem Ástralar gerðu við fyrirtækið DCNS eða Naval Group, var rúmlega fjörutíu milljarða króna virði. Fyrirtækið er að mestu í eigu franska ríkisins en samningurinn var mjög verðmætur fyrir Frakka. Ástralar hafa unnið að því að endurnýja kafbátaflota sinn en hann er nú rúmlega tuttugu ára gamall. Sjá einnig: Þríhöfða samkomulag til höfuðs Kína á Kyrrahafi Einungis tvær vikur eru síðan varnarmála- og utanríkisráðherrar Ástralíu ítrekuðu við Frakka að samningurinn stæði enn. France24 segir þó frá því að Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hafi sagt við Emmanuel Macron, forseta Frakklands, í sumar að Ástralar hefðu áhyggjur af því hvort að dísel-kafbátar væru nægjanlegir til að sinna öryggisþörfum Ástralíu. Kjarnorkuknúnir kafbátar eru mun öflugri en kafbátar sem eru keyrðir af díselolíu og rafmagni. Hægt er að sigla þeim mun hraðar, lengur og lengra og þar að auki þarf ekki að sigla þeim reglulega við yfirborðið til að hlaða rafgeyma. Kafbátarnir verða ekki búnir kjarnorkuvopnum. Hér má sjá stutta sjónvarpsfrétt ABC News frá Ástralíu um muninn á kafbátategundum. Morrison sagði í dag að kaup á kjarnorkuknúnum kafbátum frá Bandaríkjunum hefðu ekki verið í boði þegar samkomulagið við Frakka var gert. Þar til nú hafa Bandaríkin einungis deilt þeirri tækni sem til þarf með Bretum. „Auðvitað eru þeir vonsviknir,“ sagði Morrison um Frakka. „Þeir hafa verið góðir samstarfsmenn.“ Forsætisráðherrann sagði ákvörðunina snúast um þarfir Ástralíu. Þá hernaðargetu sem Ástralar þyrftu að byggja upp. Enn hefur ekki verið ákveðið hvernig kafbáta Ástralar ætla að kaupa af Bandaríkjunum, né hvað minnst átta slíkir muni kosta. Frakkar eru líka reiðir Bandaríkjunum og saka Joe Biden um að stinga þá í bakið með einhliða viðræðum við Ástrala um kafbátana. „Þessi grófa, einhliða og ófyrirsjáanlega ákvörðun minni mig mjög á það sem Donald Trump átti til að gera,“ sagði Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands, í útvarpsviðtali í dag, samkvæmt frétt Reuters. „Ég er reiður og ég er sár. Þetta gerir þú ekki við bandamenn þína. Le Drian sagði einnig að Frakkar hefðu verið stungnir í bakið. Það traust sem hefði náðst milli Frakklands og Ástralíu væri nú fyrir bí. Mikil spenna í Kyrrahafi Spenna milli Bandaríkjanna og Kína hefur aukist verulega á undanförnum árum. Meðal annars vegna ólöglegs tilkalls Kína til nánast alls Suður-Kínahafs, kórónuveirunnar, Taívans og annarra málefna. Samband Kína og Ástralíu hefur sömuleiðis beðið hnekki á undanförnum árum. Sjá einnig: Rafmagnsskortur í Kína rakinn til deilu við Ástrala Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa á undanförnum árum beint sjónum sínum í meira mæli að Kína, nútímavæðingu hersins þar og auknum umsvifum Kína í vestanverðu Kyrrahafi. Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninum Undanfarin ár hafa yfirvöld í Kína dælt milljörðum dala í her landsins sem býr nú yfir háþróuðum búnaði og vopnum. Hernaðargeta Kína hefur aukist til muna og eru sum vopn þeirra orðin þróaðri en vopn Bandaríkjanna. Ástralía Frakkland Suður-Kínahaf Bandaríkin Kína Taívan Tengdar fréttir Kínverskir námsmenn reiðir yfir því að vera bendlaðir við njósnir Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa meinað hundruðum kínverskra nemenda um vegabréfsáritun eða rift þeim að undanförnu. Það hefur verið gert á grundvelli stefnu frá stjórnartíð Donalds Trump, fyrrverandi forseta, sem ætlað var að gera Kínverjum erfiðara að stunda njósnir í Bandaríkjunum. 14. september 2021 14:41 Taívanar kvarta yfir umferð kínverskra herþota Yfirvöld í Taívan segja að nítján kínverskar herþotur hafi flogið inn fyrir skilgreint varnarsvæði Taívans í gær. Varnamálaráðuneyti landsins segir að þeirra á meðal hafi verið orrustuþotur og sprengjuflugvélar sem borið geti kjarnorkusprengjur. 6. september 2021 06:55 Ósætti innan njósnabandalagsins Ósætti er innan „Five Eyes“, stærsta njósnabandalags heims, eftir að Nýja-Sjáland neitaði að taka þátt í gagnrýni á meint mannréttindabrot Kínverja. 5. maí 2021 20:01 Áströlsk fréttakona sögð hafa ljóstrað upp kínverskum ríkisleyndarmálum Ástralski fréttamaðurinn Cheng Lei hefur formlega verið ákærð í Kína eftir marga mánuði í haldi lögregluyfirvalda. Henni er gert það að sök að hafa sagt erlendum aðilum frá kínverskum ríkisleyndarmálum. 8. febrúar 2021 11:40 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Samningurinn, sem Ástralar gerðu við fyrirtækið DCNS eða Naval Group, var rúmlega fjörutíu milljarða króna virði. Fyrirtækið er að mestu í eigu franska ríkisins en samningurinn var mjög verðmætur fyrir Frakka. Ástralar hafa unnið að því að endurnýja kafbátaflota sinn en hann er nú rúmlega tuttugu ára gamall. Sjá einnig: Þríhöfða samkomulag til höfuðs Kína á Kyrrahafi Einungis tvær vikur eru síðan varnarmála- og utanríkisráðherrar Ástralíu ítrekuðu við Frakka að samningurinn stæði enn. France24 segir þó frá því að Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hafi sagt við Emmanuel Macron, forseta Frakklands, í sumar að Ástralar hefðu áhyggjur af því hvort að dísel-kafbátar væru nægjanlegir til að sinna öryggisþörfum Ástralíu. Kjarnorkuknúnir kafbátar eru mun öflugri en kafbátar sem eru keyrðir af díselolíu og rafmagni. Hægt er að sigla þeim mun hraðar, lengur og lengra og þar að auki þarf ekki að sigla þeim reglulega við yfirborðið til að hlaða rafgeyma. Kafbátarnir verða ekki búnir kjarnorkuvopnum. Hér má sjá stutta sjónvarpsfrétt ABC News frá Ástralíu um muninn á kafbátategundum. Morrison sagði í dag að kaup á kjarnorkuknúnum kafbátum frá Bandaríkjunum hefðu ekki verið í boði þegar samkomulagið við Frakka var gert. Þar til nú hafa Bandaríkin einungis deilt þeirri tækni sem til þarf með Bretum. „Auðvitað eru þeir vonsviknir,“ sagði Morrison um Frakka. „Þeir hafa verið góðir samstarfsmenn.“ Forsætisráðherrann sagði ákvörðunina snúast um þarfir Ástralíu. Þá hernaðargetu sem Ástralar þyrftu að byggja upp. Enn hefur ekki verið ákveðið hvernig kafbáta Ástralar ætla að kaupa af Bandaríkjunum, né hvað minnst átta slíkir muni kosta. Frakkar eru líka reiðir Bandaríkjunum og saka Joe Biden um að stinga þá í bakið með einhliða viðræðum við Ástrala um kafbátana. „Þessi grófa, einhliða og ófyrirsjáanlega ákvörðun minni mig mjög á það sem Donald Trump átti til að gera,“ sagði Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands, í útvarpsviðtali í dag, samkvæmt frétt Reuters. „Ég er reiður og ég er sár. Þetta gerir þú ekki við bandamenn þína. Le Drian sagði einnig að Frakkar hefðu verið stungnir í bakið. Það traust sem hefði náðst milli Frakklands og Ástralíu væri nú fyrir bí. Mikil spenna í Kyrrahafi Spenna milli Bandaríkjanna og Kína hefur aukist verulega á undanförnum árum. Meðal annars vegna ólöglegs tilkalls Kína til nánast alls Suður-Kínahafs, kórónuveirunnar, Taívans og annarra málefna. Samband Kína og Ástralíu hefur sömuleiðis beðið hnekki á undanförnum árum. Sjá einnig: Rafmagnsskortur í Kína rakinn til deilu við Ástrala Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa á undanförnum árum beint sjónum sínum í meira mæli að Kína, nútímavæðingu hersins þar og auknum umsvifum Kína í vestanverðu Kyrrahafi. Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninum Undanfarin ár hafa yfirvöld í Kína dælt milljörðum dala í her landsins sem býr nú yfir háþróuðum búnaði og vopnum. Hernaðargeta Kína hefur aukist til muna og eru sum vopn þeirra orðin þróaðri en vopn Bandaríkjanna.
Ástralía Frakkland Suður-Kínahaf Bandaríkin Kína Taívan Tengdar fréttir Kínverskir námsmenn reiðir yfir því að vera bendlaðir við njósnir Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa meinað hundruðum kínverskra nemenda um vegabréfsáritun eða rift þeim að undanförnu. Það hefur verið gert á grundvelli stefnu frá stjórnartíð Donalds Trump, fyrrverandi forseta, sem ætlað var að gera Kínverjum erfiðara að stunda njósnir í Bandaríkjunum. 14. september 2021 14:41 Taívanar kvarta yfir umferð kínverskra herþota Yfirvöld í Taívan segja að nítján kínverskar herþotur hafi flogið inn fyrir skilgreint varnarsvæði Taívans í gær. Varnamálaráðuneyti landsins segir að þeirra á meðal hafi verið orrustuþotur og sprengjuflugvélar sem borið geti kjarnorkusprengjur. 6. september 2021 06:55 Ósætti innan njósnabandalagsins Ósætti er innan „Five Eyes“, stærsta njósnabandalags heims, eftir að Nýja-Sjáland neitaði að taka þátt í gagnrýni á meint mannréttindabrot Kínverja. 5. maí 2021 20:01 Áströlsk fréttakona sögð hafa ljóstrað upp kínverskum ríkisleyndarmálum Ástralski fréttamaðurinn Cheng Lei hefur formlega verið ákærð í Kína eftir marga mánuði í haldi lögregluyfirvalda. Henni er gert það að sök að hafa sagt erlendum aðilum frá kínverskum ríkisleyndarmálum. 8. febrúar 2021 11:40 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Kínverskir námsmenn reiðir yfir því að vera bendlaðir við njósnir Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa meinað hundruðum kínverskra nemenda um vegabréfsáritun eða rift þeim að undanförnu. Það hefur verið gert á grundvelli stefnu frá stjórnartíð Donalds Trump, fyrrverandi forseta, sem ætlað var að gera Kínverjum erfiðara að stunda njósnir í Bandaríkjunum. 14. september 2021 14:41
Taívanar kvarta yfir umferð kínverskra herþota Yfirvöld í Taívan segja að nítján kínverskar herþotur hafi flogið inn fyrir skilgreint varnarsvæði Taívans í gær. Varnamálaráðuneyti landsins segir að þeirra á meðal hafi verið orrustuþotur og sprengjuflugvélar sem borið geti kjarnorkusprengjur. 6. september 2021 06:55
Ósætti innan njósnabandalagsins Ósætti er innan „Five Eyes“, stærsta njósnabandalags heims, eftir að Nýja-Sjáland neitaði að taka þátt í gagnrýni á meint mannréttindabrot Kínverja. 5. maí 2021 20:01
Áströlsk fréttakona sögð hafa ljóstrað upp kínverskum ríkisleyndarmálum Ástralski fréttamaðurinn Cheng Lei hefur formlega verið ákærð í Kína eftir marga mánuði í haldi lögregluyfirvalda. Henni er gert það að sök að hafa sagt erlendum aðilum frá kínverskum ríkisleyndarmálum. 8. febrúar 2021 11:40