Að venju er varist Heiða Guðný Ásgeirsdóttir skrifar 16. september 2021 16:31 Nú í sumar sótti Landsvirkjun um virkjunarleyfi frá Orkustofnun vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar í Þjórsá. Saga þessarar virkjunarhugmyndar og annarra virkjana og fyrirætlana í Þjórsá er löng og þyrnum stráð, klofningur í samfélagi, deilur í fjölskyldum, vinslit og nágrannaerjur. Hljómar ef til vill kunnuglega í dálítið mörgum eyrum, þessi er nefnilega saga svo margra vatnsfalla hér á landi, og nú er þetta einnig orðin saga vindmylla. Trúlega verður það framtíðar hlutskipti margra að berjast við vindmyllur, nema hvað að öfugt við Don Kíkóti þá eru engir ímyndaðir andstæðingar að þessu sinni heldur afar raunverulegir. Grunn meinsemdin í þessu öllu er að mínu mati sú ævaforna stjórnsýslu skekkja að það er alltaf barist á heimavelli framkvæmda aðilans, alveg sama hvort sá aðili er íslensk ríkisstofnun, s.s. Landsvirkjun, einkafyrirtæki í orkugeiranum, erlendir fjárfestar, íslenskir lífeyrissjóðir o.s.frv. Alltaf kemur það í hlut þeirra sem vilja vernda náttúruna eða standa gegn framkvæmdum af einhverjum ástæðum að verjast. Sönnunarbyrðin er alltaf þeim megin, okkar er að gera athugasemdir, lesa skýrslur, finna glufur. Allt í sjálfboðavinnu í eigin tíma á meðan fólk á vegum framkvæmdaaðila, með fjárfesta á bak við sig vinnur að framkvæmdinni á vinnutíma og gegn launum. Síðan elstu menn muna hefur umhverfið í þessum málum verið það að sjái aðili, ríkið eða einkaaðili, stað þar sem færa má rök fyrir því að hægt sé að virkja þá getur viðkomandi hrundið því ferli í gang, og við tekur baráttan, varnarbaráttan. Eitt nærtækt dæmi um þessa nálgun mála. Skaftárhreppur hefur nú í sumar verið að kanna þann möguleika að Vatnajökulsþjóðgarður stækki innan sveitarfélagsins. Þegar farið var að skoða kort vegna þeirrar vinnu kom í ljós ca fimmtíu ára gömul hugmynd um svokallaða Kaldbaksvirkjun, hugmynd sem varla hefur heyrst svo mikið sem hvíslað um í áratugi. En vegna þessarar gömlu og gleymdu hugmyndar, sem samkvæmt lögum um orkuvinnslu er með marga ferkílómetra lands frátekið, er ekki hægt að setja hluta af þjóðlendum innan Skaftárhrepps undir þjóðgarð. Við hugsanlegum virkjanastæðum má ekki hrugga, hversu langsótt sem hugmyndin er. Ég þekki hins vegar engin dæmi þess að einkaaðili hafi fundið stað sem færa mætti rök fyrir því að vernda og hafi getað tekið hann frá til frambúðar með þeim rökum að einhverntíman í framtíðinni mætti þar, að fundnu fjármagni, friðlýsa. Þekki einhver lesandi þess dæmi þá væri áhugavert að heyra af því. Þessi nálgun var að mörgu leyti skiljanleg á þeim stigum þegar verið var að rafvæða landið, þörfin var brýn og þekking og áherslur öðruvísi en eru í dag. Að þetta skuli ennþá snúa svona er aftur á móti torskiljanlegt. Að mínu mati ætti náttúran nú á tímum algerlega sjálfkrafa og skilyrðislaust að vera friðuð gegn virkjanaframkvæmdum, hvort sem er vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum eða vindorku, nema óhrekjandi sannanir séu fyrir því að það skorti rafmagn. Rafmagn fyrir fólkið í landinu, ekki til fleiri mengandi stóriðja. Orkuskipti innanlands og græn framtíð hlýtur á þessum tímum að vera forgangsmál. Ef framleiða þarf meira rafmagn þess vegna ætti einnig að nálgast það út frá forsendum náttúrunnar, ekki út frá áhuga erlendra fjáfesta eða af öðrum gróðasjónarmiðum, eins ætti sönnunarbyrðin alltaf að vera þeirra sem vilja virkja en ekki þeirra sem vilja vernda. Lög um Rammaáætlun kveða á um að friðlýsa skuli gegn orkuvirkjun þá kosti innan hennar sem falla í verndarflokk. Annar áfangi Rammaáætlunar var staðfestur á Alþingi 2013 en rólega hefur gengið að hrinda í framkvæmd lögboðnum friðlýsingum í kjölfarið, enn og aftur vinna kerfin ekki með þeim okkar sem vilja vernda en ekki virkja. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra VG hefur hins vegar gert stórt átak í þessum friðlýsingum í sinni ráðherratíð. „Það skiptir máli hver stjórnar.“ Höfundur er bóndi og sveitarstjórnarfulltrúi sem skipar annað sæti á lista VG í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Heiða Guðný Ásgeirsdóttir Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Nú í sumar sótti Landsvirkjun um virkjunarleyfi frá Orkustofnun vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar í Þjórsá. Saga þessarar virkjunarhugmyndar og annarra virkjana og fyrirætlana í Þjórsá er löng og þyrnum stráð, klofningur í samfélagi, deilur í fjölskyldum, vinslit og nágrannaerjur. Hljómar ef til vill kunnuglega í dálítið mörgum eyrum, þessi er nefnilega saga svo margra vatnsfalla hér á landi, og nú er þetta einnig orðin saga vindmylla. Trúlega verður það framtíðar hlutskipti margra að berjast við vindmyllur, nema hvað að öfugt við Don Kíkóti þá eru engir ímyndaðir andstæðingar að þessu sinni heldur afar raunverulegir. Grunn meinsemdin í þessu öllu er að mínu mati sú ævaforna stjórnsýslu skekkja að það er alltaf barist á heimavelli framkvæmda aðilans, alveg sama hvort sá aðili er íslensk ríkisstofnun, s.s. Landsvirkjun, einkafyrirtæki í orkugeiranum, erlendir fjárfestar, íslenskir lífeyrissjóðir o.s.frv. Alltaf kemur það í hlut þeirra sem vilja vernda náttúruna eða standa gegn framkvæmdum af einhverjum ástæðum að verjast. Sönnunarbyrðin er alltaf þeim megin, okkar er að gera athugasemdir, lesa skýrslur, finna glufur. Allt í sjálfboðavinnu í eigin tíma á meðan fólk á vegum framkvæmdaaðila, með fjárfesta á bak við sig vinnur að framkvæmdinni á vinnutíma og gegn launum. Síðan elstu menn muna hefur umhverfið í þessum málum verið það að sjái aðili, ríkið eða einkaaðili, stað þar sem færa má rök fyrir því að hægt sé að virkja þá getur viðkomandi hrundið því ferli í gang, og við tekur baráttan, varnarbaráttan. Eitt nærtækt dæmi um þessa nálgun mála. Skaftárhreppur hefur nú í sumar verið að kanna þann möguleika að Vatnajökulsþjóðgarður stækki innan sveitarfélagsins. Þegar farið var að skoða kort vegna þeirrar vinnu kom í ljós ca fimmtíu ára gömul hugmynd um svokallaða Kaldbaksvirkjun, hugmynd sem varla hefur heyrst svo mikið sem hvíslað um í áratugi. En vegna þessarar gömlu og gleymdu hugmyndar, sem samkvæmt lögum um orkuvinnslu er með marga ferkílómetra lands frátekið, er ekki hægt að setja hluta af þjóðlendum innan Skaftárhrepps undir þjóðgarð. Við hugsanlegum virkjanastæðum má ekki hrugga, hversu langsótt sem hugmyndin er. Ég þekki hins vegar engin dæmi þess að einkaaðili hafi fundið stað sem færa mætti rök fyrir því að vernda og hafi getað tekið hann frá til frambúðar með þeim rökum að einhverntíman í framtíðinni mætti þar, að fundnu fjármagni, friðlýsa. Þekki einhver lesandi þess dæmi þá væri áhugavert að heyra af því. Þessi nálgun var að mörgu leyti skiljanleg á þeim stigum þegar verið var að rafvæða landið, þörfin var brýn og þekking og áherslur öðruvísi en eru í dag. Að þetta skuli ennþá snúa svona er aftur á móti torskiljanlegt. Að mínu mati ætti náttúran nú á tímum algerlega sjálfkrafa og skilyrðislaust að vera friðuð gegn virkjanaframkvæmdum, hvort sem er vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum eða vindorku, nema óhrekjandi sannanir séu fyrir því að það skorti rafmagn. Rafmagn fyrir fólkið í landinu, ekki til fleiri mengandi stóriðja. Orkuskipti innanlands og græn framtíð hlýtur á þessum tímum að vera forgangsmál. Ef framleiða þarf meira rafmagn þess vegna ætti einnig að nálgast það út frá forsendum náttúrunnar, ekki út frá áhuga erlendra fjáfesta eða af öðrum gróðasjónarmiðum, eins ætti sönnunarbyrðin alltaf að vera þeirra sem vilja virkja en ekki þeirra sem vilja vernda. Lög um Rammaáætlun kveða á um að friðlýsa skuli gegn orkuvirkjun þá kosti innan hennar sem falla í verndarflokk. Annar áfangi Rammaáætlunar var staðfestur á Alþingi 2013 en rólega hefur gengið að hrinda í framkvæmd lögboðnum friðlýsingum í kjölfarið, enn og aftur vinna kerfin ekki með þeim okkar sem vilja vernda en ekki virkja. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra VG hefur hins vegar gert stórt átak í þessum friðlýsingum í sinni ráðherratíð. „Það skiptir máli hver stjórnar.“ Höfundur er bóndi og sveitarstjórnarfulltrúi sem skipar annað sæti á lista VG í Suðurkjördæmi
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun