Boða byltingu með nýju flugskýli fyrir Gæsluna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. september 2021 15:35 Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra LHG Bygging nýs flugskýlis fyrir Landhelgisgæslu Íslands hefst í vetur. Með nýju flugskýli verður bylting í aðbúnaði flugdeildar Landhelgisgæslunnar. Hið nýja flugskýli verður 2822 fermetrar að stærð og er gert ráð fyrir að það verði tilbúið um mitt ár 2022 að því er segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Útboð vegna jarðvinnu hefur verið auglýst en það markar upphafið að framkvæmdinni. Reiknað er með að framkvæmdir hefjist strax við töku tilboðs sem gæti orðið um næstu mánaðamót. Framkvæmdatími þessa verkliðs er áætlaður um átta vikur og á þá öllum uppgreftri að vera lokið og jarðvegspúði tilbúin fyrir bygginguna. „Leiga á stærri og öflugri björgunarþyrlum hefur leitt til þess að loftför Landhelgisgæslunnar rúmast ekki lengur í skýlinu og því óhjákvæmilegt að ráðast í umbætur á húsnæðinu. Nýja flugskýlið mun tengjast flugskýlinu sem fyrir er og kemur einnig til með að hýsa skrifstofur flugdeildar, mötuneyti starfsmanna, búningsklefa og hvíldarrými starfsfólks,“ segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Frá blaðamannafundinum á Reykjavíkurflugvelli í dag.LHG Öryggisfjarskipti ehf. munu annast byggingu flugskýlisins. Samkomulag hefur verið undirritað milli Landhelgisgæslu Íslands og Öryggisfjarskipta um leigu Landhelgisgæslunnar á flugskýlinu. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, segir byggingu flugskýlisins vera mikið framfaraskref enda sé núverandi aðstaða flugdeildar stofnunarinnar barn síns tíma. Loftför Landhelgisgæslunnar rúmist ekki lengur í núverandi flugskýli og því sé mikilvægt að starfseminni sé tryggð viðunandi aðstaða. Gamla flugskýlið á Reykjavíkurflugvelli.LHG „Núverandi flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli var byggt af breska flughernum árið 1943 og þjónaði sínu hlutverki vel framan af. En með öflugri björgunartækjum og auknum öryggiskröfum hafa þarfirnar breyst. Með þeirri ákvörðun sem nú hefur verið tekin er flugdeild Landhelgisgæslunnar tryggð viðunandi aðstaða sem uppfyllir kröfur nútímans,“ segir Georg. „Eftir að þriðja leiguþyrlan af gerðinni Airbus Super Puma H225 var tekin í notkun í maí hefur flugfloti Landhelgisgæslunnar aldrei verið öflugri. Þessi öflugi flugfloti og starfsfólki flugdeildar Landhelgisgæslunnar fá nú viðunandi aðstöðu sem uppfyllir þarfir samtímans. Við hjá Landhelgisgæslunni erum afar þakklát stjórnvöldum og Öryggisfjarskiptum ehf. fyrir að láta byggingu flugskýlisins verða að veruleika. Síðast en ekki síst erum við þakklát borgaryfirvöldum í Reykjavík sem hafa sýnt þeirri mikilvægu starfsemi sem fram fer hjá Landhelgisgæslu Íslands mikinn skilning með því heimila byggingu þess. Bygging nýs flugskýlis markar tímamót í sögu flugrekstrar hjá Landhelgisgæslu Íslands.“ Grunnmynd af nýja flugskýlinu.LHG Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Öryggisfjarskipta ehf. segir byggingu flugskýlisins vera liður í áframhaldandi uppbyggingu öryggisinnviða hér á landi. „Öryggisfjarskipti ehf. hafa undanfarin ár unnið að uppbyggingu öryggisinnviða hér á landi. Bygging nýs flugskýlis fyrir starfsemi Landhelgisgæslu Íslands er liður í þeirri uppbyggingu,“ segir Þórhallur. Landhelgisgæslan Fréttir af flugi Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Sjá meira
Útboð vegna jarðvinnu hefur verið auglýst en það markar upphafið að framkvæmdinni. Reiknað er með að framkvæmdir hefjist strax við töku tilboðs sem gæti orðið um næstu mánaðamót. Framkvæmdatími þessa verkliðs er áætlaður um átta vikur og á þá öllum uppgreftri að vera lokið og jarðvegspúði tilbúin fyrir bygginguna. „Leiga á stærri og öflugri björgunarþyrlum hefur leitt til þess að loftför Landhelgisgæslunnar rúmast ekki lengur í skýlinu og því óhjákvæmilegt að ráðast í umbætur á húsnæðinu. Nýja flugskýlið mun tengjast flugskýlinu sem fyrir er og kemur einnig til með að hýsa skrifstofur flugdeildar, mötuneyti starfsmanna, búningsklefa og hvíldarrými starfsfólks,“ segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Frá blaðamannafundinum á Reykjavíkurflugvelli í dag.LHG Öryggisfjarskipti ehf. munu annast byggingu flugskýlisins. Samkomulag hefur verið undirritað milli Landhelgisgæslu Íslands og Öryggisfjarskipta um leigu Landhelgisgæslunnar á flugskýlinu. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, segir byggingu flugskýlisins vera mikið framfaraskref enda sé núverandi aðstaða flugdeildar stofnunarinnar barn síns tíma. Loftför Landhelgisgæslunnar rúmist ekki lengur í núverandi flugskýli og því sé mikilvægt að starfseminni sé tryggð viðunandi aðstaða. Gamla flugskýlið á Reykjavíkurflugvelli.LHG „Núverandi flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli var byggt af breska flughernum árið 1943 og þjónaði sínu hlutverki vel framan af. En með öflugri björgunartækjum og auknum öryggiskröfum hafa þarfirnar breyst. Með þeirri ákvörðun sem nú hefur verið tekin er flugdeild Landhelgisgæslunnar tryggð viðunandi aðstaða sem uppfyllir kröfur nútímans,“ segir Georg. „Eftir að þriðja leiguþyrlan af gerðinni Airbus Super Puma H225 var tekin í notkun í maí hefur flugfloti Landhelgisgæslunnar aldrei verið öflugri. Þessi öflugi flugfloti og starfsfólki flugdeildar Landhelgisgæslunnar fá nú viðunandi aðstöðu sem uppfyllir þarfir samtímans. Við hjá Landhelgisgæslunni erum afar þakklát stjórnvöldum og Öryggisfjarskiptum ehf. fyrir að láta byggingu flugskýlisins verða að veruleika. Síðast en ekki síst erum við þakklát borgaryfirvöldum í Reykjavík sem hafa sýnt þeirri mikilvægu starfsemi sem fram fer hjá Landhelgisgæslu Íslands mikinn skilning með því heimila byggingu þess. Bygging nýs flugskýlis markar tímamót í sögu flugrekstrar hjá Landhelgisgæslu Íslands.“ Grunnmynd af nýja flugskýlinu.LHG Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Öryggisfjarskipta ehf. segir byggingu flugskýlisins vera liður í áframhaldandi uppbyggingu öryggisinnviða hér á landi. „Öryggisfjarskipti ehf. hafa undanfarin ár unnið að uppbyggingu öryggisinnviða hér á landi. Bygging nýs flugskýlis fyrir starfsemi Landhelgisgæslu Íslands er liður í þeirri uppbyggingu,“ segir Þórhallur.
Landhelgisgæslan Fréttir af flugi Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Sjá meira