Pellegrini skoraði fyrsta mark Roma í gær þegar að liðið vann 5-1 sigur á CSKA Sofia í fyrstu umferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu.
Hann hefur áður skorað fyrir liðið í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni, en nú hefur hann einnig skorað í nýstofnaðri Sambandsdeildinni og er hann sá fyrsti til að skora í öllum þrem stóru Evrópukeppnunum.
Pellegrini hefur farið vel af stað í upphafi tímabilsins með Roma, sem og liðið allt, en félagið hefur unnið alla sex leiki sína á tímabilinu undir stjórn José Mourinho og Pellegrini hefur skorað í þeim fimm mörk og lagt upp tvö önnur fyrir liðsfélaga sína.
⚽️✅✅✅⚽️
— AS Roma English (@ASRomaEN) September 16, 2021
With his goal tonight, @LorePelle7 becomes the first player to score in the main phase of all three current European club competitions! 👏
#UCL #UEL #UECL pic.twitter.com/Wu11RFDqeZ