Litlar líkur á breytingum þegar Rússar ganga að kjörborðinu Atli Ísleifsson skrifar 17. september 2021 08:33 Alls eru fjórtán flokkar í framboði og er búist við að Kómmúnistaflokkurinn, hægri popúlistaflokkurinn LDPR og vinstri þjóðernisflokkurinn Sanngjarnt Rússland munu aftur ná mönnum á þing, auk stjórnarflokksins Sameinaðs Rússlands. EPA Rússar ganga að kjörborðinu í dag þar sem kosið verður um 450 sæti á rússneska þinginu, Dúmunni. Allar líkur eru á að stjórnarflokkurinn Sameinað Rússland muni þar vinna sigur, þó að flokkurinn hafi aldrei mælst minni í könnunum. Kosningarnar munu standa næstu þrjá daga og segja stjórnvöld þetta gert til að tryggja sóttvarnir á tímum heimsfaraldursins en stjórnarandstæðingar segja að fyrirkomulagið opni möguleika á kosningasvindli. Síðustu mánuði hafa stjórnvöld útilokað fjölda stjórnarandstæðinga frá því að bjóða sig fram. Sumir hafa verið dæmdir í fangelsi, aðrir handteknir og þá hefur öðrum einnig verið meinað að bjóða sig fram af ólíkum ástæðum. Guardian segir frá því að sumum fjölmiðlum, en ekki eru stjórnvöldum þóknanlegir, hafi verið lokað þar sem fullyrt er að erlendir aðilar stýri þeim. Ekki verða neinir kosningaeftirlitsmenn á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu til að fylgjast með framkvæmd kosninganna. „Snjallkosning“ Einn helsti stjórnarandstæðingur Rússlands, Alexei Navalní, sem nú situr í fangelsi, hefur reynt að hvetja fólk til að kjósa taktískt, þannig að þeir flykki sig á bakvið þann frambjóðenda sem þykir eiga mesta möguleika að hafa betur gegn frambjóðenda stjórnarflokksins í hverju kjördæmi fyrir sig. Tilheyra flestir frambjóðendurnir Kommúnistaflokknum. Rússnesk yfirvöld bönnuðu í byrjun mánaðar Google og rússnesku leitarsíðunni Yandex að birta leitarniðurstöður fyrir „Umnoje golosowanije“, „snallkosning“ sem Navalní og stuðningsmenn hans hafa verið að hvetja til. Stjórnarflokkurinn, Sameinað Rússland, er nú með 336 þingmenn af 450 í Dúmunni, neðri deild rússneska þingsins. Rússland Tengdar fréttir Pútín einangrar sig vegna smitaðra í hans innsta hring Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur ákveðið að einangra sig eftir að fólk í hans innsta hring greindist með Covid-19. Forsetinn ku vera við góða heilsu en hann hefur fengið tvo skammta af rússneska bóluefninu Sputnik V. 14. september 2021 10:04 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Kosningarnar munu standa næstu þrjá daga og segja stjórnvöld þetta gert til að tryggja sóttvarnir á tímum heimsfaraldursins en stjórnarandstæðingar segja að fyrirkomulagið opni möguleika á kosningasvindli. Síðustu mánuði hafa stjórnvöld útilokað fjölda stjórnarandstæðinga frá því að bjóða sig fram. Sumir hafa verið dæmdir í fangelsi, aðrir handteknir og þá hefur öðrum einnig verið meinað að bjóða sig fram af ólíkum ástæðum. Guardian segir frá því að sumum fjölmiðlum, en ekki eru stjórnvöldum þóknanlegir, hafi verið lokað þar sem fullyrt er að erlendir aðilar stýri þeim. Ekki verða neinir kosningaeftirlitsmenn á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu til að fylgjast með framkvæmd kosninganna. „Snjallkosning“ Einn helsti stjórnarandstæðingur Rússlands, Alexei Navalní, sem nú situr í fangelsi, hefur reynt að hvetja fólk til að kjósa taktískt, þannig að þeir flykki sig á bakvið þann frambjóðenda sem þykir eiga mesta möguleika að hafa betur gegn frambjóðenda stjórnarflokksins í hverju kjördæmi fyrir sig. Tilheyra flestir frambjóðendurnir Kommúnistaflokknum. Rússnesk yfirvöld bönnuðu í byrjun mánaðar Google og rússnesku leitarsíðunni Yandex að birta leitarniðurstöður fyrir „Umnoje golosowanije“, „snallkosning“ sem Navalní og stuðningsmenn hans hafa verið að hvetja til. Stjórnarflokkurinn, Sameinað Rússland, er nú með 336 þingmenn af 450 í Dúmunni, neðri deild rússneska þingsins.
Rússland Tengdar fréttir Pútín einangrar sig vegna smitaðra í hans innsta hring Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur ákveðið að einangra sig eftir að fólk í hans innsta hring greindist með Covid-19. Forsetinn ku vera við góða heilsu en hann hefur fengið tvo skammta af rússneska bóluefninu Sputnik V. 14. september 2021 10:04 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Pútín einangrar sig vegna smitaðra í hans innsta hring Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur ákveðið að einangra sig eftir að fólk í hans innsta hring greindist með Covid-19. Forsetinn ku vera við góða heilsu en hann hefur fengið tvo skammta af rússneska bóluefninu Sputnik V. 14. september 2021 10:04