Tæknirisar láta undan þrýstingi Kremlverja og fjarlægja kosningaforrit Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2021 08:53 Samtök Navalní þróuðu „Snjallkosningu“, forrit sem hjálpar kjósendum að finna frambjóðendur sem geta skákað Sameinuðu Rússlandi. Nú hafa tvö stærstu tæknifyrirtæki heims fjarlægt forritið úr verslunum sínum. Vísir/AP Bæði Google og Apple, tvö af stærstu tæknifyrirtækjum heims, hafa orðið við kröfum rússneskra stjórnvalda og fjarlægt snjallforrit Alexeis Navalní sem átti að hjálpa kjósendum að finna frambjóðendur til að kjósa sem gætu skákað stjórnarflokki Pútín forseta. Þingkosningar hófust í Rússlandi í dag en þær standa yfir í þrjá daga. Stjórnvöld segja að það sé af sóttvarnasjónarmiðum en stjórnarandstaðan óttast að fyrirkomulagið bjóði upp á enn meira svindl en í undanförnum kosningum. Búist er við að stjórnarflokkurinn Sameinað Rússland sem styður Vladímír Pútín forseta beri sigur úr býtum þrátt fyrir að hann hafi aldrei mælst með minna fylgi í skoðanakönnunum en nú. Navalní, helsti stjórnarandstæðingur Rússlands, hefur síðustu ár hjálpað kjósendum að finna frambjóðendur sem geta ógnað Sameinuðu Rússlandi víða um landið. Rússnesk stjórnvöld kröfðust þess að Google og Apple fjarlægðu snjallforrit Navalní úr forritaverslunum sínum fyrr í þessum mánuði. Að öðrum kosti litu þau svo á að stórfyrirtækin reyndu að skipta sér af kosningunum. „Pólitísk ritskoðun“ Nú hafa bæði fyrirtæki lúffað og fjarlægt snjallforritið. Hvorugt þeirra veitti Reuters-fréttastofunni viðbrögð vegna þeirrar ákvörðunar. Ivan Zhadanov, einn bandamanna Navalní sem er nú í útlegð erlendis, segir að ákvörðun fyrirtækjanna um að fjarlægja forritið jafngildi pólitískri ritskoðun. Rússnesk stjórnvöld höfðu áður bannað Google og rússneskri leitarvél að birta leitarniðurstöður fyrir orðið „snjallkosning“ en það er heitið sem Navalní og félagar gáfu verkefni sínu. Samtök Navalní gegn spillingu voru lýst ólögleg öfgasamtök í sumar. Það þýðir að bandamenn Navalní geta ekki boðið sig fram til þings. Sjálfur situr Navalní í fangelsi vegna máls sem hann fullyrðir að eigi sér pólitískar rætur. Fjöldi stjórnarandstæðinga hefur verið handtekinn, fangelsaður eða ofsóttur af lögreglu í aðdraganda kosninganna. Þá hafa stjórnvöld gengið hart fram gegn frjálsum fjölmiðlum sem hafa verið gagnrýnir á Pútín og stjórn hans. Rússland Google Apple Tengdar fréttir Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku Rússar ættu að kjósa af kænsku í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði til þess að losa tangarhald Sameinaðs Rússlands á rússneskum stjórnmálum. Þetta segir Alexei Navalní, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar. 19. ágúst 2021 15:07 Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku Rússar ættu að kjósa af kænsku í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði til þess að losa tangarhald Sameinaðs Rússlands á rússneskum stjórnmálum. Þetta segir Alexei Navalní, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar. 19. ágúst 2021 15:07 Frelsi talskonu Navalní skert í átján mánuði Rússneskur dómstóll dæmdi Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, til þess að sæta frelsisskerðingu í átján mánuði fyrir brot á sóttvarnareglum. 17. ágúst 2021 14:34 Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Fleiri fréttir Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Sjá meira
Þingkosningar hófust í Rússlandi í dag en þær standa yfir í þrjá daga. Stjórnvöld segja að það sé af sóttvarnasjónarmiðum en stjórnarandstaðan óttast að fyrirkomulagið bjóði upp á enn meira svindl en í undanförnum kosningum. Búist er við að stjórnarflokkurinn Sameinað Rússland sem styður Vladímír Pútín forseta beri sigur úr býtum þrátt fyrir að hann hafi aldrei mælst með minna fylgi í skoðanakönnunum en nú. Navalní, helsti stjórnarandstæðingur Rússlands, hefur síðustu ár hjálpað kjósendum að finna frambjóðendur sem geta ógnað Sameinuðu Rússlandi víða um landið. Rússnesk stjórnvöld kröfðust þess að Google og Apple fjarlægðu snjallforrit Navalní úr forritaverslunum sínum fyrr í þessum mánuði. Að öðrum kosti litu þau svo á að stórfyrirtækin reyndu að skipta sér af kosningunum. „Pólitísk ritskoðun“ Nú hafa bæði fyrirtæki lúffað og fjarlægt snjallforritið. Hvorugt þeirra veitti Reuters-fréttastofunni viðbrögð vegna þeirrar ákvörðunar. Ivan Zhadanov, einn bandamanna Navalní sem er nú í útlegð erlendis, segir að ákvörðun fyrirtækjanna um að fjarlægja forritið jafngildi pólitískri ritskoðun. Rússnesk stjórnvöld höfðu áður bannað Google og rússneskri leitarvél að birta leitarniðurstöður fyrir orðið „snjallkosning“ en það er heitið sem Navalní og félagar gáfu verkefni sínu. Samtök Navalní gegn spillingu voru lýst ólögleg öfgasamtök í sumar. Það þýðir að bandamenn Navalní geta ekki boðið sig fram til þings. Sjálfur situr Navalní í fangelsi vegna máls sem hann fullyrðir að eigi sér pólitískar rætur. Fjöldi stjórnarandstæðinga hefur verið handtekinn, fangelsaður eða ofsóttur af lögreglu í aðdraganda kosninganna. Þá hafa stjórnvöld gengið hart fram gegn frjálsum fjölmiðlum sem hafa verið gagnrýnir á Pútín og stjórn hans.
Rússland Google Apple Tengdar fréttir Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku Rússar ættu að kjósa af kænsku í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði til þess að losa tangarhald Sameinaðs Rússlands á rússneskum stjórnmálum. Þetta segir Alexei Navalní, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar. 19. ágúst 2021 15:07 Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku Rússar ættu að kjósa af kænsku í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði til þess að losa tangarhald Sameinaðs Rússlands á rússneskum stjórnmálum. Þetta segir Alexei Navalní, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar. 19. ágúst 2021 15:07 Frelsi talskonu Navalní skert í átján mánuði Rússneskur dómstóll dæmdi Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, til þess að sæta frelsisskerðingu í átján mánuði fyrir brot á sóttvarnareglum. 17. ágúst 2021 14:34 Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Fleiri fréttir Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Sjá meira
Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku Rússar ættu að kjósa af kænsku í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði til þess að losa tangarhald Sameinaðs Rússlands á rússneskum stjórnmálum. Þetta segir Alexei Navalní, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar. 19. ágúst 2021 15:07
Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku Rússar ættu að kjósa af kænsku í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði til þess að losa tangarhald Sameinaðs Rússlands á rússneskum stjórnmálum. Þetta segir Alexei Navalní, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar. 19. ágúst 2021 15:07
Frelsi talskonu Navalní skert í átján mánuði Rússneskur dómstóll dæmdi Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, til þess að sæta frelsisskerðingu í átján mánuði fyrir brot á sóttvarnareglum. 17. ágúst 2021 14:34