Tæknirisar láta undan þrýstingi Kremlverja og fjarlægja kosningaforrit Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2021 08:53 Samtök Navalní þróuðu „Snjallkosningu“, forrit sem hjálpar kjósendum að finna frambjóðendur sem geta skákað Sameinuðu Rússlandi. Nú hafa tvö stærstu tæknifyrirtæki heims fjarlægt forritið úr verslunum sínum. Vísir/AP Bæði Google og Apple, tvö af stærstu tæknifyrirtækjum heims, hafa orðið við kröfum rússneskra stjórnvalda og fjarlægt snjallforrit Alexeis Navalní sem átti að hjálpa kjósendum að finna frambjóðendur til að kjósa sem gætu skákað stjórnarflokki Pútín forseta. Þingkosningar hófust í Rússlandi í dag en þær standa yfir í þrjá daga. Stjórnvöld segja að það sé af sóttvarnasjónarmiðum en stjórnarandstaðan óttast að fyrirkomulagið bjóði upp á enn meira svindl en í undanförnum kosningum. Búist er við að stjórnarflokkurinn Sameinað Rússland sem styður Vladímír Pútín forseta beri sigur úr býtum þrátt fyrir að hann hafi aldrei mælst með minna fylgi í skoðanakönnunum en nú. Navalní, helsti stjórnarandstæðingur Rússlands, hefur síðustu ár hjálpað kjósendum að finna frambjóðendur sem geta ógnað Sameinuðu Rússlandi víða um landið. Rússnesk stjórnvöld kröfðust þess að Google og Apple fjarlægðu snjallforrit Navalní úr forritaverslunum sínum fyrr í þessum mánuði. Að öðrum kosti litu þau svo á að stórfyrirtækin reyndu að skipta sér af kosningunum. „Pólitísk ritskoðun“ Nú hafa bæði fyrirtæki lúffað og fjarlægt snjallforritið. Hvorugt þeirra veitti Reuters-fréttastofunni viðbrögð vegna þeirrar ákvörðunar. Ivan Zhadanov, einn bandamanna Navalní sem er nú í útlegð erlendis, segir að ákvörðun fyrirtækjanna um að fjarlægja forritið jafngildi pólitískri ritskoðun. Rússnesk stjórnvöld höfðu áður bannað Google og rússneskri leitarvél að birta leitarniðurstöður fyrir orðið „snjallkosning“ en það er heitið sem Navalní og félagar gáfu verkefni sínu. Samtök Navalní gegn spillingu voru lýst ólögleg öfgasamtök í sumar. Það þýðir að bandamenn Navalní geta ekki boðið sig fram til þings. Sjálfur situr Navalní í fangelsi vegna máls sem hann fullyrðir að eigi sér pólitískar rætur. Fjöldi stjórnarandstæðinga hefur verið handtekinn, fangelsaður eða ofsóttur af lögreglu í aðdraganda kosninganna. Þá hafa stjórnvöld gengið hart fram gegn frjálsum fjölmiðlum sem hafa verið gagnrýnir á Pútín og stjórn hans. Rússland Google Apple Tengdar fréttir Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku Rússar ættu að kjósa af kænsku í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði til þess að losa tangarhald Sameinaðs Rússlands á rússneskum stjórnmálum. Þetta segir Alexei Navalní, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar. 19. ágúst 2021 15:07 Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku Rússar ættu að kjósa af kænsku í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði til þess að losa tangarhald Sameinaðs Rússlands á rússneskum stjórnmálum. Þetta segir Alexei Navalní, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar. 19. ágúst 2021 15:07 Frelsi talskonu Navalní skert í átján mánuði Rússneskur dómstóll dæmdi Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, til þess að sæta frelsisskerðingu í átján mánuði fyrir brot á sóttvarnareglum. 17. ágúst 2021 14:34 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Þingkosningar hófust í Rússlandi í dag en þær standa yfir í þrjá daga. Stjórnvöld segja að það sé af sóttvarnasjónarmiðum en stjórnarandstaðan óttast að fyrirkomulagið bjóði upp á enn meira svindl en í undanförnum kosningum. Búist er við að stjórnarflokkurinn Sameinað Rússland sem styður Vladímír Pútín forseta beri sigur úr býtum þrátt fyrir að hann hafi aldrei mælst með minna fylgi í skoðanakönnunum en nú. Navalní, helsti stjórnarandstæðingur Rússlands, hefur síðustu ár hjálpað kjósendum að finna frambjóðendur sem geta ógnað Sameinuðu Rússlandi víða um landið. Rússnesk stjórnvöld kröfðust þess að Google og Apple fjarlægðu snjallforrit Navalní úr forritaverslunum sínum fyrr í þessum mánuði. Að öðrum kosti litu þau svo á að stórfyrirtækin reyndu að skipta sér af kosningunum. „Pólitísk ritskoðun“ Nú hafa bæði fyrirtæki lúffað og fjarlægt snjallforritið. Hvorugt þeirra veitti Reuters-fréttastofunni viðbrögð vegna þeirrar ákvörðunar. Ivan Zhadanov, einn bandamanna Navalní sem er nú í útlegð erlendis, segir að ákvörðun fyrirtækjanna um að fjarlægja forritið jafngildi pólitískri ritskoðun. Rússnesk stjórnvöld höfðu áður bannað Google og rússneskri leitarvél að birta leitarniðurstöður fyrir orðið „snjallkosning“ en það er heitið sem Navalní og félagar gáfu verkefni sínu. Samtök Navalní gegn spillingu voru lýst ólögleg öfgasamtök í sumar. Það þýðir að bandamenn Navalní geta ekki boðið sig fram til þings. Sjálfur situr Navalní í fangelsi vegna máls sem hann fullyrðir að eigi sér pólitískar rætur. Fjöldi stjórnarandstæðinga hefur verið handtekinn, fangelsaður eða ofsóttur af lögreglu í aðdraganda kosninganna. Þá hafa stjórnvöld gengið hart fram gegn frjálsum fjölmiðlum sem hafa verið gagnrýnir á Pútín og stjórn hans.
Rússland Google Apple Tengdar fréttir Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku Rússar ættu að kjósa af kænsku í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði til þess að losa tangarhald Sameinaðs Rússlands á rússneskum stjórnmálum. Þetta segir Alexei Navalní, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar. 19. ágúst 2021 15:07 Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku Rússar ættu að kjósa af kænsku í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði til þess að losa tangarhald Sameinaðs Rússlands á rússneskum stjórnmálum. Þetta segir Alexei Navalní, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar. 19. ágúst 2021 15:07 Frelsi talskonu Navalní skert í átján mánuði Rússneskur dómstóll dæmdi Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, til þess að sæta frelsisskerðingu í átján mánuði fyrir brot á sóttvarnareglum. 17. ágúst 2021 14:34 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku Rússar ættu að kjósa af kænsku í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði til þess að losa tangarhald Sameinaðs Rússlands á rússneskum stjórnmálum. Þetta segir Alexei Navalní, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar. 19. ágúst 2021 15:07
Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku Rússar ættu að kjósa af kænsku í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði til þess að losa tangarhald Sameinaðs Rússlands á rússneskum stjórnmálum. Þetta segir Alexei Navalní, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar. 19. ágúst 2021 15:07
Frelsi talskonu Navalní skert í átján mánuði Rússneskur dómstóll dæmdi Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, til þess að sæta frelsisskerðingu í átján mánuði fyrir brot á sóttvarnareglum. 17. ágúst 2021 14:34