Hættir á þingi og segir „eitraða hreyfingu“ innan Repúblikanaflokksins Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2021 11:54 Anthony Gonzalez taldi sér ekki lengur vært innan Repúblikanaflokksins eftir að hann greiddi atkvæði með því að Trump yrði kærður fyrir embættisbrot í janúar. AP/Susan Walsh Fulltrúardeildarþingmaður Repúblikanaflokksins sem greiddi atkvæði með því að kæra Donald Trump fyrir embættisbrot í vetur ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs. Hann vísar meðal annars til „eitraðrar hreyfingar“ innan Repúblikanaflokksins. Anthony Gonzalez var einn aðeins tíu fulltrúadeildarþingmanna repúblikana sem greiddu atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot í kjölfar árásar stuðningsmanna þáverandi forsetans á bandaríska þinghúsið 6. janúar. Hann er sá fyrsti þeirra sem tilkynnir að hann sækist ekki eftir endurkjöri. Áður en atkvæðagreiðslan um kæruna fór fram í fulltrúadeildinni hafði Gonzalez verið talinn einn af vonarstjörnum Repúblikanaflokksins, að sögn Washington Post.. Atkvæði hans með kæru kallaði hins vegar yfir hann reiði Trump og stuðningsmanna hans. Stóð Gonzalez frammi fyrir hörðum prófkjörsslag í heimaríki sínu Ohio gegn fyrrverandi aðstoðarmanni Trump. Trump lýsti yfir stuðningi við mótframbjóðandann í febrúar. Telur Trump „krabbamein á landinu“ Í yfirlýsingu þar sem Gonzalez greindi frá ákvörðun sinni um að bjóða sig ekki fram aftur sagði hann að best væri fyrir fjölskyldu sína að hann yrði ekki í framboði á næsta ári. „Þó að ósk mín um að eiga meira fjölskyldulíf liggi til grundvallar ákvörðunar minnar, þá er það einnig satt að núverandi ástand í stjórnmálunum, sérstaklega margar eitraðar hreyfingar innan okkar eigin flokks leikur verulegt hlutverk í ákvörðun minni,“ sagði Gonzalez. Í viðtali við New York Times sagði Gonzalez að augu sín hafi opnast þegar hann og fjölskylda hans þurftu aukna öryggisgæslu vegna hótana stuðningsmanna Trump eftir kæruna fyrir embættisbrot á flugvellinum í Cleveland fyrr á þessu ári. Lýsti Gonzalez Trump sem „krabbameini á landinu“ og að hann ætlaði sér að verja öllum sínum pólitísku kröftum í að tryggja að hann verði aldrei aftur forseti. Trump hefur lengi látið í veðri vaka að hann ætli að bjóða sig fram til forseta aftur árið 2024. See my full statement below regarding my decision not to seek re-election. pic.twitter.com/vsggxjD1FI— Rep. Anthony Gonzalez (@RepAGonzalez) September 17, 2021 Sæta afleiðingum fyrir að ögra Trump Þeir fáu repúblikana á þingi sem snerust gegn Trump eftir að hann eggjaði áfram stuðningsmenn sína með lygum um að stórfelld svik hefðu kostað hann sigurinn í forsetakosningunum í fyrra hafa fengið að kenna á því hjá kjósendum Repúblikanaflokksins í ár. Liz Cheney, fulltrúadeildarþingmanni flokksins frá Wyoming, var úthýst úr forystusveit þingflokksins eftir að hún greiddi atkvæði með því að Trump yrði kærður. Trump lýsti yfir stuðningi við keppinaut Cheney í prófkjöri í síðustu viku, að sögn AP-fréttastofunnar. Lygar Trump um kosningarnar hafa síðan orðið að rétttrúnaði innan stórs hluta flokksins. Sumir þingmenn repúblikana hafa jafnframt komið múgnum sem réðst á þinghúsið til varnar. Meirihluti þeirra greiddi þannig atkvæði gegn því að óháð rannsóknarnefnd kannað atburðina 6. janúar fyrr á þessu ári. Bandaríkin Ákæruferli þingsins gegn Trump Donald Trump Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Anthony Gonzalez var einn aðeins tíu fulltrúadeildarþingmanna repúblikana sem greiddu atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot í kjölfar árásar stuðningsmanna þáverandi forsetans á bandaríska þinghúsið 6. janúar. Hann er sá fyrsti þeirra sem tilkynnir að hann sækist ekki eftir endurkjöri. Áður en atkvæðagreiðslan um kæruna fór fram í fulltrúadeildinni hafði Gonzalez verið talinn einn af vonarstjörnum Repúblikanaflokksins, að sögn Washington Post.. Atkvæði hans með kæru kallaði hins vegar yfir hann reiði Trump og stuðningsmanna hans. Stóð Gonzalez frammi fyrir hörðum prófkjörsslag í heimaríki sínu Ohio gegn fyrrverandi aðstoðarmanni Trump. Trump lýsti yfir stuðningi við mótframbjóðandann í febrúar. Telur Trump „krabbamein á landinu“ Í yfirlýsingu þar sem Gonzalez greindi frá ákvörðun sinni um að bjóða sig ekki fram aftur sagði hann að best væri fyrir fjölskyldu sína að hann yrði ekki í framboði á næsta ári. „Þó að ósk mín um að eiga meira fjölskyldulíf liggi til grundvallar ákvörðunar minnar, þá er það einnig satt að núverandi ástand í stjórnmálunum, sérstaklega margar eitraðar hreyfingar innan okkar eigin flokks leikur verulegt hlutverk í ákvörðun minni,“ sagði Gonzalez. Í viðtali við New York Times sagði Gonzalez að augu sín hafi opnast þegar hann og fjölskylda hans þurftu aukna öryggisgæslu vegna hótana stuðningsmanna Trump eftir kæruna fyrir embættisbrot á flugvellinum í Cleveland fyrr á þessu ári. Lýsti Gonzalez Trump sem „krabbameini á landinu“ og að hann ætlaði sér að verja öllum sínum pólitísku kröftum í að tryggja að hann verði aldrei aftur forseti. Trump hefur lengi látið í veðri vaka að hann ætli að bjóða sig fram til forseta aftur árið 2024. See my full statement below regarding my decision not to seek re-election. pic.twitter.com/vsggxjD1FI— Rep. Anthony Gonzalez (@RepAGonzalez) September 17, 2021 Sæta afleiðingum fyrir að ögra Trump Þeir fáu repúblikana á þingi sem snerust gegn Trump eftir að hann eggjaði áfram stuðningsmenn sína með lygum um að stórfelld svik hefðu kostað hann sigurinn í forsetakosningunum í fyrra hafa fengið að kenna á því hjá kjósendum Repúblikanaflokksins í ár. Liz Cheney, fulltrúadeildarþingmanni flokksins frá Wyoming, var úthýst úr forystusveit þingflokksins eftir að hún greiddi atkvæði með því að Trump yrði kærður. Trump lýsti yfir stuðningi við keppinaut Cheney í prófkjöri í síðustu viku, að sögn AP-fréttastofunnar. Lygar Trump um kosningarnar hafa síðan orðið að rétttrúnaði innan stórs hluta flokksins. Sumir þingmenn repúblikana hafa jafnframt komið múgnum sem réðst á þinghúsið til varnar. Meirihluti þeirra greiddi þannig atkvæði gegn því að óháð rannsóknarnefnd kannað atburðina 6. janúar fyrr á þessu ári.
Bandaríkin Ákæruferli þingsins gegn Trump Donald Trump Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira