Stúlkum bannað að sækja miðskóla í Afganistan Eiður Þór Árnason skrifar 18. september 2021 12:00 Mikil óvissa ríkir um réttindi kvenna í Afganistan eftir yfirtöku Talibana. Getty/Louise OLIGNY Stjórn Talibana í Afganistan tilkynnti í gær að miðskólar yrðu opnaðir á ný eftir mánaðarlangt hlé. Hvergi er minnst á stúlkur í yfirlýsingunni og er talið að stjórnarliðar vilji þar með banna stelpum að sækja miðskóla í landinu. Menntamálaráðuneyti Talibana hefur gefið út að nám muni hefjast aftur næsta laugardag fyrir drengi í sjöunda til tólfta bekk miðskóla. „Allir karlkyns kennarar og nemendur eiga að sækja sínar menntastofnanir,“ kemur fram í tilkynningunni en ekki er heldur minnst á framtíð kvenna í kennarastéttinni. Eru tilmælin sögð minna á aðferðir Talibana á tíunda áratugnum þegar komið var í veg fyrir að stelpur stunduðu nám án þess að banna þeim það með formlegum hætti. Búið að loka kvennamálaráðuneytinu Nýja tilskipunin gerir Afganistan að eina ríkinu í heiminum sem bannar stúlkum að sækja sér framhaldsmenntun og er sögð frekari staðfesting á því að ný stjórn Talibana hyggist þrengja að réttindum kvenna í landinu. Nýverið var greint frá því að byggingin sem hýsti kvennamálaráðuneyti síðustu ríkisstjórna sé nú á forræði ráðuneytis sem kennir sig við eflingu dygða og að aftra lastafullu líferni. Fulltrúar sama ráðuneytis sáu um að refsa konum á tíunda áratugnum með ofbeldisfullum hætti ef þær sáust opinberlega án þess að vera í fylgd karlmanns eða brjóta íhaldssamar reglur um klæðaburð. Fjölmargir Afganar hafa flúið landið með aðstoð erlendra herliða.Getty/Pablo Blazquez Dominguez Óttast afturhvarf til fortíðar The Guardian hefur eftir Kate Clark, framkvæmdastjóra Afghanistan Analysts Network, að yfirlýst stefna Talibana á tíunda áratugnum hafi verið að opna kvennaskóla aftur þegar öryggisaðstæður leyfðu. Aldrei varð af því í stjórnartíð þeirra. Clark segir að einhverjar stelpur hafi stundað nám í heimahúsum eða í litlum skólum sem hafi verið starfræktir af góðgerðasamtökum en því hafi ávallt fylgt mikil áhætta að kenna stúlkum. „Sá ótti var alltaf fyrir hendi að skólunum yrði lokað eða kennarar handteknir og barðir. Og það gerðist,“ segir Clark sem starfaði í Afganistan þegar landið var síðast undir stjórn Talibana. Menntun kvenna jókst eftir að Talibanar voru hraktir frá völdum árið 2001 og sömuleiðis hlutur þeirra í áhrifastöðum. Talibanastjórnin hefur lofað bót, betrun og mildari stjórnarháttum að þessu sinni og meðal annars lýst því yfir að réttindi kvenna verði virt. Sameinuðu þjóðirnar óttast þrátt fyrir það um stöðu mannréttinda og réttindi kvenna í Afganistan eftir valdatöku þeirra í ágúst. Fjölmargir hafa reynt að flýja landið á síðustu vikum. Afganistan Mannréttindi Tengdar fréttir Talibanar hljómi eins og ótrúverðugur ofbeldismaki sem lofi bót og betrun Íslenskur sérfræðingur sem starfað hefur í Afganistan hefur ekki mikla trú á því að tangarhald Talibana á Afganistan verði mildara en fyrir um tveimur áratugum, líkt og talsmenn Talibana hafa ýjað að. 16. ágúst 2021 20:33 Óttast um öryggi gamals nemanda sem er enn fastur í Afganistan Alls hafa 33 einstaklingar komið til Íslands frá Afganistan með aðstoð stjórnvalda eftir að ríkisstjórnin samþykkti tillögur um móttöku flóttafólks frá landinu. Hefur sú tala haldist óbreytt frá því að herafli Vesturlanda yfirgaf Afganistan um síðustu mánaðamót. 14. september 2021 07:01 Talibanar aðskilja háskólanema eftir kyni Afganskir stúdentar verða aðskildir eftir kyni og nýjar reglur um klæðaburð í háskólum verða settar í landinu. Þetta tilkynntu Talibanar í dag og sögðu að konum í landinu verði leyft að mennta sig, en ekki á sama stað og karlar. 12. september 2021 17:52 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Menntamálaráðuneyti Talibana hefur gefið út að nám muni hefjast aftur næsta laugardag fyrir drengi í sjöunda til tólfta bekk miðskóla. „Allir karlkyns kennarar og nemendur eiga að sækja sínar menntastofnanir,“ kemur fram í tilkynningunni en ekki er heldur minnst á framtíð kvenna í kennarastéttinni. Eru tilmælin sögð minna á aðferðir Talibana á tíunda áratugnum þegar komið var í veg fyrir að stelpur stunduðu nám án þess að banna þeim það með formlegum hætti. Búið að loka kvennamálaráðuneytinu Nýja tilskipunin gerir Afganistan að eina ríkinu í heiminum sem bannar stúlkum að sækja sér framhaldsmenntun og er sögð frekari staðfesting á því að ný stjórn Talibana hyggist þrengja að réttindum kvenna í landinu. Nýverið var greint frá því að byggingin sem hýsti kvennamálaráðuneyti síðustu ríkisstjórna sé nú á forræði ráðuneytis sem kennir sig við eflingu dygða og að aftra lastafullu líferni. Fulltrúar sama ráðuneytis sáu um að refsa konum á tíunda áratugnum með ofbeldisfullum hætti ef þær sáust opinberlega án þess að vera í fylgd karlmanns eða brjóta íhaldssamar reglur um klæðaburð. Fjölmargir Afganar hafa flúið landið með aðstoð erlendra herliða.Getty/Pablo Blazquez Dominguez Óttast afturhvarf til fortíðar The Guardian hefur eftir Kate Clark, framkvæmdastjóra Afghanistan Analysts Network, að yfirlýst stefna Talibana á tíunda áratugnum hafi verið að opna kvennaskóla aftur þegar öryggisaðstæður leyfðu. Aldrei varð af því í stjórnartíð þeirra. Clark segir að einhverjar stelpur hafi stundað nám í heimahúsum eða í litlum skólum sem hafi verið starfræktir af góðgerðasamtökum en því hafi ávallt fylgt mikil áhætta að kenna stúlkum. „Sá ótti var alltaf fyrir hendi að skólunum yrði lokað eða kennarar handteknir og barðir. Og það gerðist,“ segir Clark sem starfaði í Afganistan þegar landið var síðast undir stjórn Talibana. Menntun kvenna jókst eftir að Talibanar voru hraktir frá völdum árið 2001 og sömuleiðis hlutur þeirra í áhrifastöðum. Talibanastjórnin hefur lofað bót, betrun og mildari stjórnarháttum að þessu sinni og meðal annars lýst því yfir að réttindi kvenna verði virt. Sameinuðu þjóðirnar óttast þrátt fyrir það um stöðu mannréttinda og réttindi kvenna í Afganistan eftir valdatöku þeirra í ágúst. Fjölmargir hafa reynt að flýja landið á síðustu vikum.
Afganistan Mannréttindi Tengdar fréttir Talibanar hljómi eins og ótrúverðugur ofbeldismaki sem lofi bót og betrun Íslenskur sérfræðingur sem starfað hefur í Afganistan hefur ekki mikla trú á því að tangarhald Talibana á Afganistan verði mildara en fyrir um tveimur áratugum, líkt og talsmenn Talibana hafa ýjað að. 16. ágúst 2021 20:33 Óttast um öryggi gamals nemanda sem er enn fastur í Afganistan Alls hafa 33 einstaklingar komið til Íslands frá Afganistan með aðstoð stjórnvalda eftir að ríkisstjórnin samþykkti tillögur um móttöku flóttafólks frá landinu. Hefur sú tala haldist óbreytt frá því að herafli Vesturlanda yfirgaf Afganistan um síðustu mánaðamót. 14. september 2021 07:01 Talibanar aðskilja háskólanema eftir kyni Afganskir stúdentar verða aðskildir eftir kyni og nýjar reglur um klæðaburð í háskólum verða settar í landinu. Þetta tilkynntu Talibanar í dag og sögðu að konum í landinu verði leyft að mennta sig, en ekki á sama stað og karlar. 12. september 2021 17:52 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Talibanar hljómi eins og ótrúverðugur ofbeldismaki sem lofi bót og betrun Íslenskur sérfræðingur sem starfað hefur í Afganistan hefur ekki mikla trú á því að tangarhald Talibana á Afganistan verði mildara en fyrir um tveimur áratugum, líkt og talsmenn Talibana hafa ýjað að. 16. ágúst 2021 20:33
Óttast um öryggi gamals nemanda sem er enn fastur í Afganistan Alls hafa 33 einstaklingar komið til Íslands frá Afganistan með aðstoð stjórnvalda eftir að ríkisstjórnin samþykkti tillögur um móttöku flóttafólks frá landinu. Hefur sú tala haldist óbreytt frá því að herafli Vesturlanda yfirgaf Afganistan um síðustu mánaðamót. 14. september 2021 07:01
Talibanar aðskilja háskólanema eftir kyni Afganskir stúdentar verða aðskildir eftir kyni og nýjar reglur um klæðaburð í háskólum verða settar í landinu. Þetta tilkynntu Talibanar í dag og sögðu að konum í landinu verði leyft að mennta sig, en ekki á sama stað og karlar. 12. september 2021 17:52