Breiðablik getur tryggt sér titilinn í dag með smá hjálp frá KR Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2021 08:01 Breiðablik getur orðið Íslandsmeistari í dag. Vísir/Hulda Margrét Fimm leikir fara fram í Pepsi Max deild karla í fótbolta í dag og gæti farið svo að Breiðablik sé orðið Íslandsmeistari áður en það fer að myrkva um kvöldmatarleytið. Tveir leikir eru á dagskrá klukkan 16.15 í dag. Breiðablik heimsækir FH í Kaplakrika á meðan Víkingur heimsækir KR í Frostaskjól. Ekki er langt síðan það voru KR og FH sem voru að berjast um Íslandsmeistaratitilinn en tímarnir breytast og mennirnir með. Eins og staðan er í dag eru Blikar með tveggja stiga forskot á Víkinga ásamt því að vera með mun betri markatölu, 32 mörk í plús gegn 14 mörkum hjá Víkingum. Jafntefli gæti því jafnvel svo gott sem tryggt Blikum titilinn ef KR vinnur Víking. Blikar hafa verið hreint út sagt magnaðir undanfarnar vikur eða allt síðan liðið tapaði 2-0 gegn Keflavík þann 25. júlí. Síðan þá hafa Blikar spilað sjö leiki og unnið þá alla. 4-0 gegn Víkingum 3-1 gegn Stjörnunni 2-1 gegn ÍA 2-0 gegn KA 2-0 gegn KA 7-0 gegn Fylki 3-0 gegn Val Þá vann Breiðablik fyrri leik liðanna í sumar 4-0 og því hallast allar spár að því að Blikar fari heim í Kópavog með þrjú stig í pokanum síðar í dag. Hvort það dugi til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn verður að koma í ljós. Víkinga bíður erfitt verkefni síðar í dag. Þó liðið hafi unnið 3-1 sigur á KR í Mjólkurbikarnum fyrr á leiktíðinni þá gerðu liðin jafntefli er þau mættust í Fossvogi fyrr í sumar. Fyrir tímabilið í ár höfðu Víkingar tapað sex leikjum í röð gegn KR með markatölunni 10-0. Þeir stefna eflaust á aðra eins frammistöðu og í Mjólkurbikarnum til að eiga möguleika á fyrsta Íslandsmeistaratitli félagsins frá árinu 1991. Báðir leikir verða sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 15.45 og leikirnir síðan klukkan 16.15. Farið verður yfir báða leiki, sama hver niðurstaða þeirra verður, í Pepsi Max Stúkunni klukkan 20.30. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Leifur Andri leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Fótbolti Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Körfubolti Fleiri fréttir Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Sjá meira
Tveir leikir eru á dagskrá klukkan 16.15 í dag. Breiðablik heimsækir FH í Kaplakrika á meðan Víkingur heimsækir KR í Frostaskjól. Ekki er langt síðan það voru KR og FH sem voru að berjast um Íslandsmeistaratitilinn en tímarnir breytast og mennirnir með. Eins og staðan er í dag eru Blikar með tveggja stiga forskot á Víkinga ásamt því að vera með mun betri markatölu, 32 mörk í plús gegn 14 mörkum hjá Víkingum. Jafntefli gæti því jafnvel svo gott sem tryggt Blikum titilinn ef KR vinnur Víking. Blikar hafa verið hreint út sagt magnaðir undanfarnar vikur eða allt síðan liðið tapaði 2-0 gegn Keflavík þann 25. júlí. Síðan þá hafa Blikar spilað sjö leiki og unnið þá alla. 4-0 gegn Víkingum 3-1 gegn Stjörnunni 2-1 gegn ÍA 2-0 gegn KA 2-0 gegn KA 7-0 gegn Fylki 3-0 gegn Val Þá vann Breiðablik fyrri leik liðanna í sumar 4-0 og því hallast allar spár að því að Blikar fari heim í Kópavog með þrjú stig í pokanum síðar í dag. Hvort það dugi til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn verður að koma í ljós. Víkinga bíður erfitt verkefni síðar í dag. Þó liðið hafi unnið 3-1 sigur á KR í Mjólkurbikarnum fyrr á leiktíðinni þá gerðu liðin jafntefli er þau mættust í Fossvogi fyrr í sumar. Fyrir tímabilið í ár höfðu Víkingar tapað sex leikjum í röð gegn KR með markatölunni 10-0. Þeir stefna eflaust á aðra eins frammistöðu og í Mjólkurbikarnum til að eiga möguleika á fyrsta Íslandsmeistaratitli félagsins frá árinu 1991. Báðir leikir verða sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 15.45 og leikirnir síðan klukkan 16.15. Farið verður yfir báða leiki, sama hver niðurstaða þeirra verður, í Pepsi Max Stúkunni klukkan 20.30. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Leifur Andri leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Fótbolti Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Körfubolti Fleiri fréttir Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Sjá meira