Hvers vegna ekki Samfylkingu? Þór Saari skrifar 19. september 2021 12:00 Samfylkingin sem stjórnmálaflokkur á sér merkilegar rætur eða allt aftur til hugmynda Nóbelsskáldsins okkar um samfylkingu allra vinstri manna, og var á sínum tíma mikill vonarneisti í stjórnmálum, meðal annars minn. Það rættist hins vegar ekki úr og klækjastjórnmálin urðu til þess að flokkurinn komst ekki að í landsmálunum í allt of langan tíma og hefur hann liðið fyrir það alla tíð síðan. Það kvarnaðist síðan ört úr fylginu þegar Blairisminn, sem var í raun ekkert annað en nýfrjálshyggja í bleikum kjól, varð að hugmyndafræði flokksins undir stjórn Ingibjargar Sólrunar og það var sú hugmyndafræði sem sigldi flokkunum í algert strand hvað áhrif og fylgi varðar, þar til Sjálfstæðisflokkurinn tók hann upp á arma sína árið 2007. Samfylkingin á við langan og erfiðan trúverðugleikavanda að etja, allt frá Blairismanum sem enn loðar við flokkinn, til stjórnarsetu flokksins í Hrunstjórninni 2007 til 2009, en það kemur meðal annars fram skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis að þingflokkur Samfylkingarinnar hélt tvo fundi í febrúar 2008 um hið óhjákvæmilega hrun fjármálakerfisins. Þingmenn og ráðherrar flokksins gerðu samt ekkert í því að aðvara almenning og ef eitthvað var, blekktu þeir fólk og hvöttu almenning til að taka enn meiri lán. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur gerði hvað hún gat til að laga efnahagsmálin eftir Hrunið, en réði ekki við vandann, enda var verið að reyna að lækna sjúklinginn með sömu meðulum og höfðu nærri drepið hann og þegar upp var staðið voru það um 15.000 fjölskyldur sem misstu allt sitt. Þótt Stjórnarskrármálið hafi vissulega verið stór og falleg fjöður í hatt flokksins þá varð til lítil klíka í flokkum sem saknaði mjög samstarfsins við Sjálfstæðisflokkinn og einhenti sér í það að koma Árna Páli að sem formanni og næstu brúði í því bixi, vegferð sem gerði nánast útaf við flokkinn og stórskaðaði stjórnarskrármálið. Flokkurinn hefur vart borið barr sitt síðan og þótt núverandi formaður sé skeleggur og röggsamur og tali eins og alvöru jafnaðarmaður, sem og margt af framlínufólkinu, þá sér þess því miður ekki stað í stefnumálum flokksins, sem flest öll eru frekar froðukennd þegar kemur að innihaldi. Það er athyglisvert í þessu samhengi hugmyndafræðinnar við Blairismann, að Margaret Thatcher sagði eitt sinn að hennar helsta afrek hefði verið Tony Blair. Það er líka leitt að verða vitni að kafbátahernaði Samfylkingarinnar gagnvart Sósíalistaflokknum, en eins og við höfum orðið vör við og komið hefur fram í fjölmiðlum, þá er símaherferð Samfylkingarinnar sem og einkasamtöl áhrifamanna innan hennar við fólk, gíruð inn á það að atkvæði greitt Sósíalistaflokknum minnki líkurnar á vinstri stjórn. Furðuleg röksemdarfærsla í pólitísku landslagi dagsins, þar sem það er augljóst að það verður engin vinstri stjórn mynduð án Sósíalistaflokksins. Þessi neðanjarðarherferð minnir á það sem virðist vera eðlislægt hugleysi Samfylkingarinnar gagnvart því að þora að stíga fram sem hugrakkur og rökfastur jafnaðarmannaflokkur, að þau skuli kjósa að berjast með þessum hætti í lævísum einkasamtölum. Þetta minnir því miður líka á það siðleysi sem einkenndi Samfylkinguna í Hrunstjórninni 2007-2009, eitthvað sem að ég held flestir vildu að hún losaði sig við. Sjálfur átti ég gott samstarf við báða utanríkisráðherra flokksins á sínum tíma og einnig við Jóhönnu Sigurðardóttur og ég efaðist aldrei um að þar færi heilindafólk með virðingu fyrir almannahag að leiðarljósi. Það var hins vegar hin veika hugmyndafræði sem var, og er enn, Samfylkingunni fjötur um fót. Stefnuleysið er enn of áberandi. Maður lagar bara ekki kjötsúpu öðruvísi en með kjöti og í góðum potti. Samfylkingin kemur mér fyrir sjónir í dag sem flokkur sem hefur verið að reyna að endurnýja sig hugmyndafræðilega, en er samt ragur við að stíga stóra skrefið til fulls og hafna nýfrjálshyggju kapítalismanum alfarið. Ragur við að berjast fyrir auknum jöfnuði með þeim handvirku aðferðum sem einar duga til að dreifa sameignlegum auð samfélagsins til fleiri en þeirra fáu sem nú hafa hann. Sem flokkur er hún kærkominn félagi í meirihlutasamstarfi. Flokkurinn er með sterkt bakland og fært fólk á sínum snærum og þekkir stjórnskipanina, stjórnsýsluna og stjórnmálin út í hörgul og gæti í meirihlutasamstarfi með öðrum vinstri flokkum gert alveg feikilega góða hluti og fundið sínar rætur á ný. Vegna hugmyndafræðilegs máttleysis ætti Samfylkingin þó ekki að leiða slíkt samstarf, en heldur nýta slíkt samstarf til að byggja sig upp enn frekar og sem öflugur félagi, að vera með í því mjög mikilvæga verkefni sem framundan er, að jafna kjörin svo um munar. Höfundur skipar annað sætið á lista Sósíalistaflokksins í suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Samfylkingin Þór Saari Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Samfylkingin sem stjórnmálaflokkur á sér merkilegar rætur eða allt aftur til hugmynda Nóbelsskáldsins okkar um samfylkingu allra vinstri manna, og var á sínum tíma mikill vonarneisti í stjórnmálum, meðal annars minn. Það rættist hins vegar ekki úr og klækjastjórnmálin urðu til þess að flokkurinn komst ekki að í landsmálunum í allt of langan tíma og hefur hann liðið fyrir það alla tíð síðan. Það kvarnaðist síðan ört úr fylginu þegar Blairisminn, sem var í raun ekkert annað en nýfrjálshyggja í bleikum kjól, varð að hugmyndafræði flokksins undir stjórn Ingibjargar Sólrunar og það var sú hugmyndafræði sem sigldi flokkunum í algert strand hvað áhrif og fylgi varðar, þar til Sjálfstæðisflokkurinn tók hann upp á arma sína árið 2007. Samfylkingin á við langan og erfiðan trúverðugleikavanda að etja, allt frá Blairismanum sem enn loðar við flokkinn, til stjórnarsetu flokksins í Hrunstjórninni 2007 til 2009, en það kemur meðal annars fram skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis að þingflokkur Samfylkingarinnar hélt tvo fundi í febrúar 2008 um hið óhjákvæmilega hrun fjármálakerfisins. Þingmenn og ráðherrar flokksins gerðu samt ekkert í því að aðvara almenning og ef eitthvað var, blekktu þeir fólk og hvöttu almenning til að taka enn meiri lán. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur gerði hvað hún gat til að laga efnahagsmálin eftir Hrunið, en réði ekki við vandann, enda var verið að reyna að lækna sjúklinginn með sömu meðulum og höfðu nærri drepið hann og þegar upp var staðið voru það um 15.000 fjölskyldur sem misstu allt sitt. Þótt Stjórnarskrármálið hafi vissulega verið stór og falleg fjöður í hatt flokksins þá varð til lítil klíka í flokkum sem saknaði mjög samstarfsins við Sjálfstæðisflokkinn og einhenti sér í það að koma Árna Páli að sem formanni og næstu brúði í því bixi, vegferð sem gerði nánast útaf við flokkinn og stórskaðaði stjórnarskrármálið. Flokkurinn hefur vart borið barr sitt síðan og þótt núverandi formaður sé skeleggur og röggsamur og tali eins og alvöru jafnaðarmaður, sem og margt af framlínufólkinu, þá sér þess því miður ekki stað í stefnumálum flokksins, sem flest öll eru frekar froðukennd þegar kemur að innihaldi. Það er athyglisvert í þessu samhengi hugmyndafræðinnar við Blairismann, að Margaret Thatcher sagði eitt sinn að hennar helsta afrek hefði verið Tony Blair. Það er líka leitt að verða vitni að kafbátahernaði Samfylkingarinnar gagnvart Sósíalistaflokknum, en eins og við höfum orðið vör við og komið hefur fram í fjölmiðlum, þá er símaherferð Samfylkingarinnar sem og einkasamtöl áhrifamanna innan hennar við fólk, gíruð inn á það að atkvæði greitt Sósíalistaflokknum minnki líkurnar á vinstri stjórn. Furðuleg röksemdarfærsla í pólitísku landslagi dagsins, þar sem það er augljóst að það verður engin vinstri stjórn mynduð án Sósíalistaflokksins. Þessi neðanjarðarherferð minnir á það sem virðist vera eðlislægt hugleysi Samfylkingarinnar gagnvart því að þora að stíga fram sem hugrakkur og rökfastur jafnaðarmannaflokkur, að þau skuli kjósa að berjast með þessum hætti í lævísum einkasamtölum. Þetta minnir því miður líka á það siðleysi sem einkenndi Samfylkinguna í Hrunstjórninni 2007-2009, eitthvað sem að ég held flestir vildu að hún losaði sig við. Sjálfur átti ég gott samstarf við báða utanríkisráðherra flokksins á sínum tíma og einnig við Jóhönnu Sigurðardóttur og ég efaðist aldrei um að þar færi heilindafólk með virðingu fyrir almannahag að leiðarljósi. Það var hins vegar hin veika hugmyndafræði sem var, og er enn, Samfylkingunni fjötur um fót. Stefnuleysið er enn of áberandi. Maður lagar bara ekki kjötsúpu öðruvísi en með kjöti og í góðum potti. Samfylkingin kemur mér fyrir sjónir í dag sem flokkur sem hefur verið að reyna að endurnýja sig hugmyndafræðilega, en er samt ragur við að stíga stóra skrefið til fulls og hafna nýfrjálshyggju kapítalismanum alfarið. Ragur við að berjast fyrir auknum jöfnuði með þeim handvirku aðferðum sem einar duga til að dreifa sameignlegum auð samfélagsins til fleiri en þeirra fáu sem nú hafa hann. Sem flokkur er hún kærkominn félagi í meirihlutasamstarfi. Flokkurinn er með sterkt bakland og fært fólk á sínum snærum og þekkir stjórnskipanina, stjórnsýsluna og stjórnmálin út í hörgul og gæti í meirihlutasamstarfi með öðrum vinstri flokkum gert alveg feikilega góða hluti og fundið sínar rætur á ný. Vegna hugmyndafræðilegs máttleysis ætti Samfylkingin þó ekki að leiða slíkt samstarf, en heldur nýta slíkt samstarf til að byggja sig upp enn frekar og sem öflugur félagi, að vera með í því mjög mikilvæga verkefni sem framundan er, að jafna kjörin svo um munar. Höfundur skipar annað sætið á lista Sósíalistaflokksins í suðvesturkjördæmi.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun