Kosningastefna kynnt á Sósíalistaþingi Árni Sæberg skrifar 19. september 2021 20:33 Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar, kynnti kosningastefnuna, en Sanna Magdalena Mörtudóttir, Hildur Vera Sæmundsdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir fjölluðu um uppbyggingu Sósíalistaflokksins. Alda Lóa Leifsdóttir Á Sósíalistaþingi sem haldið var í Tjarnarbíói í dag var afgreidd kosningastefnuskrá Sósíalistaflokksins undir kjörorðinu Stórkostlegt samfélag. Stefnan byggir á einstöku tækifæri Íslendinga til að byggja hér upp réttlátt, öruggt og öflugt samfélag byggt á jöfnuði og samkennd. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Sósíalistaflokknum. Í fréttatilkynningu segir að tækifærið liggi í því að Íslendingar séu fámenn þjóð í stóru landi ríku af auðlindum. Einnig í því að auðvaldið geti ekki hótað því að flytja auð sinn úr landi, þar sem auður á Íslandi byggi á auðlindum sem almenningur eigi. Tækifærið sé núna vegna þess að hrunið árið 2008 og kórónasamdrátturinn hafi afhjúpað hvar aflið liggi til að byggja upp kröftugt samfélag; hjá ríkissjóði, Seðlabanka og almannavaldinu. Nái almenningur ekki yfirráðum yfir ríkisvaldinu muni auðvaldið nota þetta afl til að styrkja enn frekar eigin stöðu, lækka á sér skatta, sækja sér styrki og sölsa undir sig enn meira af eignum og auðlindum almennings. Sósíalistar vilji nota þetta afl til að byggja upp stórkostlegt samfélag byggt á kærleika og samkennd. Þeir vilji endurskipuleggja skattkerfið svo þau sem mest eiga borgi mest en þau sem minnst eiga ekkert og endurheimta auðlindirnar úr höndum auðhringa. Sósíalistar vilji leysa húsnæðisekluna með því að byggja yfir þau sem búa við okur og óöryggi á húsnæðismarkaðinum, innleiða að nýju gjaldfrjálsa grunnþjónustu, lyfta fólki upp úr fátækt og styrkja alla innviði og grunnkerfi. Sósíalistar ætli sér líka að ráðast gegn spillingu og elítustjórnmálum og styrkja hagsmunabaráttu almennings gegn auðvaldinu. Í stuttu máli ætli þeir sér að vinda ofan af nýfrjálshyggjunni og öllum þeim skaða sem hún hafi valdið samfélaginu svo hér verði hægt að byggja upp stórkostlegt samfélag fyrir allt fólk. Lesa má nánar um kosningastefnu Sósílistaflokksins á vefsíðu hans: Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir að tækifærið liggi í því að Íslendingar séu fámenn þjóð í stóru landi ríku af auðlindum. Einnig í því að auðvaldið geti ekki hótað því að flytja auð sinn úr landi, þar sem auður á Íslandi byggi á auðlindum sem almenningur eigi. Tækifærið sé núna vegna þess að hrunið árið 2008 og kórónasamdrátturinn hafi afhjúpað hvar aflið liggi til að byggja upp kröftugt samfélag; hjá ríkissjóði, Seðlabanka og almannavaldinu. Nái almenningur ekki yfirráðum yfir ríkisvaldinu muni auðvaldið nota þetta afl til að styrkja enn frekar eigin stöðu, lækka á sér skatta, sækja sér styrki og sölsa undir sig enn meira af eignum og auðlindum almennings. Sósíalistar vilji nota þetta afl til að byggja upp stórkostlegt samfélag byggt á kærleika og samkennd. Þeir vilji endurskipuleggja skattkerfið svo þau sem mest eiga borgi mest en þau sem minnst eiga ekkert og endurheimta auðlindirnar úr höndum auðhringa. Sósíalistar vilji leysa húsnæðisekluna með því að byggja yfir þau sem búa við okur og óöryggi á húsnæðismarkaðinum, innleiða að nýju gjaldfrjálsa grunnþjónustu, lyfta fólki upp úr fátækt og styrkja alla innviði og grunnkerfi. Sósíalistar ætli sér líka að ráðast gegn spillingu og elítustjórnmálum og styrkja hagsmunabaráttu almennings gegn auðvaldinu. Í stuttu máli ætli þeir sér að vinda ofan af nýfrjálshyggjunni og öllum þeim skaða sem hún hafi valdið samfélaginu svo hér verði hægt að byggja upp stórkostlegt samfélag fyrir allt fólk. Lesa má nánar um kosningastefnu Sósílistaflokksins á vefsíðu hans:
Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira