„Vonandi verður þetta bara passlegt, gott, íslenskt veður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. september 2021 13:00 Landsliðsþjalfarinn liggur ekki yfir veðurspánni. stöð 2 Veðrið er Þorsteini Halldórssyni, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, ekki efst í huga fyrir leikinn gegn Hollandi í undankeppni HM 2023 annað kvöld. Spáin fyrir morgundaginn er ekki góð en það truflar Þorstein lítið. „Veðurspáin var ekkert sérstök fyrir æfinguna í dag. Veðrið átti að versna eftir því sem leið á æfinguna en það lagaðist. Þetta er bara líkindareikningur hjá veðurfræðingunum og þeir klúðruðu einhverju. Ég get ekki svarað til um morgundaginn,“ sagði Þorsteinn léttur. „Þetta lítur ekkert ofboðslega vel út, ég skal viðurkenna það. En miðað við hvernig hlutirnir þróuðust núna og svo á lægðin að koma yfir seinna í dag er ég ekkert að hafa áhyggjur af því núna. Vonandi verður þetta bara passlegt, gott, íslenskt veður.“ Þorsteinn var svo spurður hvort slæmar veðuraðstæður kæmu íslenska liðinu vel. „Ég veit ekki hvort Hollendingar séu mjög vanir því að spila í vondu veðri. Flestar eru held ég að spila við ágætis aðstæður. En flestallir leikmennirnir okkar spila líka erlendis. Þær eru kannski aldar upp við ýmislegt en vanar góðum veðuraðstæðum undanfarið,“ sagði Þorsteinn. „Það er eitthvað sem maður tæklar bara á morgun. Veðurfréttamennirnir hafa oft klikkað og er ekki í þessari djúpu pælingu eins og er. Ég var aðallega að spá í æfinguna áðan, hvað við gætum gert. En veðrið var bara frábært. Ég hef engar áhyggjur af veðrinu eins og staðan er í dag.“ Leikur Íslands og Hollands hefst klukkan 18:45 á morgun. Þetta er fyrsti keppnisleikur íslenska liðsins undir stjórn Þorsteins. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Sjá meira
Spáin fyrir morgundaginn er ekki góð en það truflar Þorstein lítið. „Veðurspáin var ekkert sérstök fyrir æfinguna í dag. Veðrið átti að versna eftir því sem leið á æfinguna en það lagaðist. Þetta er bara líkindareikningur hjá veðurfræðingunum og þeir klúðruðu einhverju. Ég get ekki svarað til um morgundaginn,“ sagði Þorsteinn léttur. „Þetta lítur ekkert ofboðslega vel út, ég skal viðurkenna það. En miðað við hvernig hlutirnir þróuðust núna og svo á lægðin að koma yfir seinna í dag er ég ekkert að hafa áhyggjur af því núna. Vonandi verður þetta bara passlegt, gott, íslenskt veður.“ Þorsteinn var svo spurður hvort slæmar veðuraðstæður kæmu íslenska liðinu vel. „Ég veit ekki hvort Hollendingar séu mjög vanir því að spila í vondu veðri. Flestar eru held ég að spila við ágætis aðstæður. En flestallir leikmennirnir okkar spila líka erlendis. Þær eru kannski aldar upp við ýmislegt en vanar góðum veðuraðstæðum undanfarið,“ sagði Þorsteinn. „Það er eitthvað sem maður tæklar bara á morgun. Veðurfréttamennirnir hafa oft klikkað og er ekki í þessari djúpu pælingu eins og er. Ég var aðallega að spá í æfinguna áðan, hvað við gætum gert. En veðrið var bara frábært. Ég hef engar áhyggjur af veðrinu eins og staðan er í dag.“ Leikur Íslands og Hollands hefst klukkan 18:45 á morgun. Þetta er fyrsti keppnisleikur íslenska liðsins undir stjórn Þorsteins.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Sjá meira