Er ekki bara best að kjósa eitthvað annað? María Rut Kristinsdóttir skrifar 21. september 2021 09:00 Frá árinu 1995 hefur Framsóknarflokkurinn stýrt félagsmálaráðuneytinu í 20 ár af 26, eða rúmlega 77% tímans. Sjálfstæðisflokkurinn hefur svo stýrt fjármálaráðuneytinu í 22 ár af 26 eða rúmlega 85% tímans. Samt segjast þau vera „rétt að byrja” í „landi tækifæranna”. Við erum með velferðarkerfi sem byggir á að plástra vandamálin. Þar sem öryggisnetið er eins götótt og svissneskur ostur. Þar sem fagfólkið gerir sitt besta í krefjandi aðstæðum en vanrækt kerfið heldur ekki nægilega vel utan um það né notendur þess. Þar sem alls konar hópar samfélagsins falla á milli þilja. Fá ekki úrræði við hæfi eða lifa í fátækt. Í „landi tækifæranna”. Það eru tveggja ára biðlistar fyrir börn til að fá nauðsynlegar greiningar. Börn sem bíða úrræðalaus á meðan. Á sama tíma lifir aðgreiningin góðu lífi í skólakerfinu okkar því stuðningsúrræðin eru oft mjög takmörkuð. Nánast daglega eru sagðar fréttir af alvarlegri stöðu barna sem geta ekki fengið heilbrigðisþjónustu og njóta ekki félagslegs stuðnings. Í „landi tækifæranna”. Um allt heilbrigðiskerfi Vinstri grænna eru biðlistar. Eftir aðgerðum, sérfræðilækningum, sjúkraþjálfurum, talmeinafræðingum, sálfræðingum og geðlæknum. Fólk er sent úr landi í aðgerðir sem er hægt að framkvæma á Íslandi. Krabbameinssýni eru send úr landi til greiningar sem hægt er að gera á Íslandi. En ráðherra vill ekki styðja við sjálfstætt framtak í opinbera heilbrigðiskerfinu, sem gæti létt undir álaginu. En það „skiptir máli hver stjórnar“. „Heilbrigðiskerfið er dýrmætt,“ segir svo Sjálfstæðisflokkurinn en hefur samt sem áður leyft því að drukkna á sinni vakt. Í „landi tækifæranna”. Við dæmum öryrkja og fatlað fólk til að lifa langt undir lágmarkslaunum og refsum þeim sem vilja vinna eins og hægt er. Þessir jaðarsettu hópar hafa kallað eftir kjarabótum í áratugi. Við litlar undirtektir stjórnvalda. Langir biðlistar eru eftir félagslegu húsnæði og fatlað fólk undir 67 ára er svo vistað gegn vilja sínum á hjúkrunarheimilum eða sjúkrahúsum. Átta af hverjum tíu eiga erfitt með að láta enda ná saman um hver mánaðarmót. Í „landi tækifæranna”. Við búum í samfélagi þar sem andlegir sjúkdómar eru ekki meðhöndlaðir til jafns við líkamlega. Fólk bíður mánuðum saman eftir úrræðum á geðdeild, að komast til sálfræðings hjá heilsugæslum eða hjá BUGL og í meðferð hjá SÁÁ. Svo ekki sé talað um aðstöðumuninn á landsbyggðunum gagnvart þessari nauðsynlegu þjónustu. Svo strandar niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingum á fjármagni og pólitískum vilja ríkisstjórnar. En þau eru „rétt að byrja”. Við erum svo með fæðingarorlofskerfi sem einfaldlega grípur ekki öll okkar. 80.341 króna fyrir fólk utan vinnumarkaðar. Námsmenn fá 184.419 krónur. Þetta fólk hefur ekki efni á jafn löngu orlofi og restin, og nú ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að laga þetta. Korteri fyrir kosningar. Í „landi tækifæranna”. Við erum með einu ríkisstjórn Íslands sem hefur farið í mál við konu sem gerði það eitt af sér að leita réttar síns. Þar sem menntamálaráðherra Framsóknarflokksins braut jafnréttislög við ráðningu og höfðaði svo mál á hendur konunni sem hún braut gegn. Og óbreyttur borgari situr uppi með fordæmalausa hörku og skeytingarleysi af hálfu ríkisvaldsins.Það er nefnilega þetta með jafnréttið. Jaðarsettir hópar samfélagsins eru einmitt það – jaðarsettir. Og lítið þokast áfram við að bæta stöðu og tryggja öryggi þeirra. Á meðan hrópað er: „Ekkert um okkur án okkar“, þá þykjast stjórnvöld vita betur en þau sem tilheyra hópunum og hlusta ekki á raddir þeirra. En þeir eru svo sem ekki markhópur eða styrkjendur þessara flokka. „Báknið burt“ ómar svo um allt en þau átta sig ekki á því að þau bjuggu báknið til. Þau eru báknið. Og báknið er kjurrt á meðan þau ráða. Og ég er hér bara að tala um heilbrigðis- velferðar og jafnréttismálin. Ég er ekki einu sinni farin að ræða þá grímulausu sérhagsmunagæslu og þá varðstöðuna sem þessir rótgrónu flokkar stunda um óbreytt kerfi í sjávar- og landbúnaði. Já og skort á framsýnni stefnu í loftslagsmálum og ýmsum frjálslyndismálum. Það væri efni í að minnsta kosti nokkrar greinar í viðbót. Ekki misskilja mig. Það er ekki hræðilegt að búa á Íslandi. Alls ekki. Og margt gott má tileinka fólki og flokkum sem hér hafa verið við völd. En með þessum flokkum í stjórn hefur það orðið að landi tækifæranna fyrir sum - en ekki öll. Er ekki bara best að kjósa eitthvað annað? Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi suður Heilbrigðismál Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Frá árinu 1995 hefur Framsóknarflokkurinn stýrt félagsmálaráðuneytinu í 20 ár af 26, eða rúmlega 77% tímans. Sjálfstæðisflokkurinn hefur svo stýrt fjármálaráðuneytinu í 22 ár af 26 eða rúmlega 85% tímans. Samt segjast þau vera „rétt að byrja” í „landi tækifæranna”. Við erum með velferðarkerfi sem byggir á að plástra vandamálin. Þar sem öryggisnetið er eins götótt og svissneskur ostur. Þar sem fagfólkið gerir sitt besta í krefjandi aðstæðum en vanrækt kerfið heldur ekki nægilega vel utan um það né notendur þess. Þar sem alls konar hópar samfélagsins falla á milli þilja. Fá ekki úrræði við hæfi eða lifa í fátækt. Í „landi tækifæranna”. Það eru tveggja ára biðlistar fyrir börn til að fá nauðsynlegar greiningar. Börn sem bíða úrræðalaus á meðan. Á sama tíma lifir aðgreiningin góðu lífi í skólakerfinu okkar því stuðningsúrræðin eru oft mjög takmörkuð. Nánast daglega eru sagðar fréttir af alvarlegri stöðu barna sem geta ekki fengið heilbrigðisþjónustu og njóta ekki félagslegs stuðnings. Í „landi tækifæranna”. Um allt heilbrigðiskerfi Vinstri grænna eru biðlistar. Eftir aðgerðum, sérfræðilækningum, sjúkraþjálfurum, talmeinafræðingum, sálfræðingum og geðlæknum. Fólk er sent úr landi í aðgerðir sem er hægt að framkvæma á Íslandi. Krabbameinssýni eru send úr landi til greiningar sem hægt er að gera á Íslandi. En ráðherra vill ekki styðja við sjálfstætt framtak í opinbera heilbrigðiskerfinu, sem gæti létt undir álaginu. En það „skiptir máli hver stjórnar“. „Heilbrigðiskerfið er dýrmætt,“ segir svo Sjálfstæðisflokkurinn en hefur samt sem áður leyft því að drukkna á sinni vakt. Í „landi tækifæranna”. Við dæmum öryrkja og fatlað fólk til að lifa langt undir lágmarkslaunum og refsum þeim sem vilja vinna eins og hægt er. Þessir jaðarsettu hópar hafa kallað eftir kjarabótum í áratugi. Við litlar undirtektir stjórnvalda. Langir biðlistar eru eftir félagslegu húsnæði og fatlað fólk undir 67 ára er svo vistað gegn vilja sínum á hjúkrunarheimilum eða sjúkrahúsum. Átta af hverjum tíu eiga erfitt með að láta enda ná saman um hver mánaðarmót. Í „landi tækifæranna”. Við búum í samfélagi þar sem andlegir sjúkdómar eru ekki meðhöndlaðir til jafns við líkamlega. Fólk bíður mánuðum saman eftir úrræðum á geðdeild, að komast til sálfræðings hjá heilsugæslum eða hjá BUGL og í meðferð hjá SÁÁ. Svo ekki sé talað um aðstöðumuninn á landsbyggðunum gagnvart þessari nauðsynlegu þjónustu. Svo strandar niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingum á fjármagni og pólitískum vilja ríkisstjórnar. En þau eru „rétt að byrja”. Við erum svo með fæðingarorlofskerfi sem einfaldlega grípur ekki öll okkar. 80.341 króna fyrir fólk utan vinnumarkaðar. Námsmenn fá 184.419 krónur. Þetta fólk hefur ekki efni á jafn löngu orlofi og restin, og nú ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að laga þetta. Korteri fyrir kosningar. Í „landi tækifæranna”. Við erum með einu ríkisstjórn Íslands sem hefur farið í mál við konu sem gerði það eitt af sér að leita réttar síns. Þar sem menntamálaráðherra Framsóknarflokksins braut jafnréttislög við ráðningu og höfðaði svo mál á hendur konunni sem hún braut gegn. Og óbreyttur borgari situr uppi með fordæmalausa hörku og skeytingarleysi af hálfu ríkisvaldsins.Það er nefnilega þetta með jafnréttið. Jaðarsettir hópar samfélagsins eru einmitt það – jaðarsettir. Og lítið þokast áfram við að bæta stöðu og tryggja öryggi þeirra. Á meðan hrópað er: „Ekkert um okkur án okkar“, þá þykjast stjórnvöld vita betur en þau sem tilheyra hópunum og hlusta ekki á raddir þeirra. En þeir eru svo sem ekki markhópur eða styrkjendur þessara flokka. „Báknið burt“ ómar svo um allt en þau átta sig ekki á því að þau bjuggu báknið til. Þau eru báknið. Og báknið er kjurrt á meðan þau ráða. Og ég er hér bara að tala um heilbrigðis- velferðar og jafnréttismálin. Ég er ekki einu sinni farin að ræða þá grímulausu sérhagsmunagæslu og þá varðstöðuna sem þessir rótgrónu flokkar stunda um óbreytt kerfi í sjávar- og landbúnaði. Já og skort á framsýnni stefnu í loftslagsmálum og ýmsum frjálslyndismálum. Það væri efni í að minnsta kosti nokkrar greinar í viðbót. Ekki misskilja mig. Það er ekki hræðilegt að búa á Íslandi. Alls ekki. Og margt gott má tileinka fólki og flokkum sem hér hafa verið við völd. En með þessum flokkum í stjórn hefur það orðið að landi tækifæranna fyrir sum - en ekki öll. Er ekki bara best að kjósa eitthvað annað? Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun