Er ekki bara best að kjósa eitthvað annað? María Rut Kristinsdóttir skrifar 21. september 2021 09:00 Frá árinu 1995 hefur Framsóknarflokkurinn stýrt félagsmálaráðuneytinu í 20 ár af 26, eða rúmlega 77% tímans. Sjálfstæðisflokkurinn hefur svo stýrt fjármálaráðuneytinu í 22 ár af 26 eða rúmlega 85% tímans. Samt segjast þau vera „rétt að byrja” í „landi tækifæranna”. Við erum með velferðarkerfi sem byggir á að plástra vandamálin. Þar sem öryggisnetið er eins götótt og svissneskur ostur. Þar sem fagfólkið gerir sitt besta í krefjandi aðstæðum en vanrækt kerfið heldur ekki nægilega vel utan um það né notendur þess. Þar sem alls konar hópar samfélagsins falla á milli þilja. Fá ekki úrræði við hæfi eða lifa í fátækt. Í „landi tækifæranna”. Það eru tveggja ára biðlistar fyrir börn til að fá nauðsynlegar greiningar. Börn sem bíða úrræðalaus á meðan. Á sama tíma lifir aðgreiningin góðu lífi í skólakerfinu okkar því stuðningsúrræðin eru oft mjög takmörkuð. Nánast daglega eru sagðar fréttir af alvarlegri stöðu barna sem geta ekki fengið heilbrigðisþjónustu og njóta ekki félagslegs stuðnings. Í „landi tækifæranna”. Um allt heilbrigðiskerfi Vinstri grænna eru biðlistar. Eftir aðgerðum, sérfræðilækningum, sjúkraþjálfurum, talmeinafræðingum, sálfræðingum og geðlæknum. Fólk er sent úr landi í aðgerðir sem er hægt að framkvæma á Íslandi. Krabbameinssýni eru send úr landi til greiningar sem hægt er að gera á Íslandi. En ráðherra vill ekki styðja við sjálfstætt framtak í opinbera heilbrigðiskerfinu, sem gæti létt undir álaginu. En það „skiptir máli hver stjórnar“. „Heilbrigðiskerfið er dýrmætt,“ segir svo Sjálfstæðisflokkurinn en hefur samt sem áður leyft því að drukkna á sinni vakt. Í „landi tækifæranna”. Við dæmum öryrkja og fatlað fólk til að lifa langt undir lágmarkslaunum og refsum þeim sem vilja vinna eins og hægt er. Þessir jaðarsettu hópar hafa kallað eftir kjarabótum í áratugi. Við litlar undirtektir stjórnvalda. Langir biðlistar eru eftir félagslegu húsnæði og fatlað fólk undir 67 ára er svo vistað gegn vilja sínum á hjúkrunarheimilum eða sjúkrahúsum. Átta af hverjum tíu eiga erfitt með að láta enda ná saman um hver mánaðarmót. Í „landi tækifæranna”. Við búum í samfélagi þar sem andlegir sjúkdómar eru ekki meðhöndlaðir til jafns við líkamlega. Fólk bíður mánuðum saman eftir úrræðum á geðdeild, að komast til sálfræðings hjá heilsugæslum eða hjá BUGL og í meðferð hjá SÁÁ. Svo ekki sé talað um aðstöðumuninn á landsbyggðunum gagnvart þessari nauðsynlegu þjónustu. Svo strandar niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingum á fjármagni og pólitískum vilja ríkisstjórnar. En þau eru „rétt að byrja”. Við erum svo með fæðingarorlofskerfi sem einfaldlega grípur ekki öll okkar. 80.341 króna fyrir fólk utan vinnumarkaðar. Námsmenn fá 184.419 krónur. Þetta fólk hefur ekki efni á jafn löngu orlofi og restin, og nú ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að laga þetta. Korteri fyrir kosningar. Í „landi tækifæranna”. Við erum með einu ríkisstjórn Íslands sem hefur farið í mál við konu sem gerði það eitt af sér að leita réttar síns. Þar sem menntamálaráðherra Framsóknarflokksins braut jafnréttislög við ráðningu og höfðaði svo mál á hendur konunni sem hún braut gegn. Og óbreyttur borgari situr uppi með fordæmalausa hörku og skeytingarleysi af hálfu ríkisvaldsins.Það er nefnilega þetta með jafnréttið. Jaðarsettir hópar samfélagsins eru einmitt það – jaðarsettir. Og lítið þokast áfram við að bæta stöðu og tryggja öryggi þeirra. Á meðan hrópað er: „Ekkert um okkur án okkar“, þá þykjast stjórnvöld vita betur en þau sem tilheyra hópunum og hlusta ekki á raddir þeirra. En þeir eru svo sem ekki markhópur eða styrkjendur þessara flokka. „Báknið burt“ ómar svo um allt en þau átta sig ekki á því að þau bjuggu báknið til. Þau eru báknið. Og báknið er kjurrt á meðan þau ráða. Og ég er hér bara að tala um heilbrigðis- velferðar og jafnréttismálin. Ég er ekki einu sinni farin að ræða þá grímulausu sérhagsmunagæslu og þá varðstöðuna sem þessir rótgrónu flokkar stunda um óbreytt kerfi í sjávar- og landbúnaði. Já og skort á framsýnni stefnu í loftslagsmálum og ýmsum frjálslyndismálum. Það væri efni í að minnsta kosti nokkrar greinar í viðbót. Ekki misskilja mig. Það er ekki hræðilegt að búa á Íslandi. Alls ekki. Og margt gott má tileinka fólki og flokkum sem hér hafa verið við völd. En með þessum flokkum í stjórn hefur það orðið að landi tækifæranna fyrir sum - en ekki öll. Er ekki bara best að kjósa eitthvað annað? Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi suður Heilbrigðismál Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Frá árinu 1995 hefur Framsóknarflokkurinn stýrt félagsmálaráðuneytinu í 20 ár af 26, eða rúmlega 77% tímans. Sjálfstæðisflokkurinn hefur svo stýrt fjármálaráðuneytinu í 22 ár af 26 eða rúmlega 85% tímans. Samt segjast þau vera „rétt að byrja” í „landi tækifæranna”. Við erum með velferðarkerfi sem byggir á að plástra vandamálin. Þar sem öryggisnetið er eins götótt og svissneskur ostur. Þar sem fagfólkið gerir sitt besta í krefjandi aðstæðum en vanrækt kerfið heldur ekki nægilega vel utan um það né notendur þess. Þar sem alls konar hópar samfélagsins falla á milli þilja. Fá ekki úrræði við hæfi eða lifa í fátækt. Í „landi tækifæranna”. Það eru tveggja ára biðlistar fyrir börn til að fá nauðsynlegar greiningar. Börn sem bíða úrræðalaus á meðan. Á sama tíma lifir aðgreiningin góðu lífi í skólakerfinu okkar því stuðningsúrræðin eru oft mjög takmörkuð. Nánast daglega eru sagðar fréttir af alvarlegri stöðu barna sem geta ekki fengið heilbrigðisþjónustu og njóta ekki félagslegs stuðnings. Í „landi tækifæranna”. Um allt heilbrigðiskerfi Vinstri grænna eru biðlistar. Eftir aðgerðum, sérfræðilækningum, sjúkraþjálfurum, talmeinafræðingum, sálfræðingum og geðlæknum. Fólk er sent úr landi í aðgerðir sem er hægt að framkvæma á Íslandi. Krabbameinssýni eru send úr landi til greiningar sem hægt er að gera á Íslandi. En ráðherra vill ekki styðja við sjálfstætt framtak í opinbera heilbrigðiskerfinu, sem gæti létt undir álaginu. En það „skiptir máli hver stjórnar“. „Heilbrigðiskerfið er dýrmætt,“ segir svo Sjálfstæðisflokkurinn en hefur samt sem áður leyft því að drukkna á sinni vakt. Í „landi tækifæranna”. Við dæmum öryrkja og fatlað fólk til að lifa langt undir lágmarkslaunum og refsum þeim sem vilja vinna eins og hægt er. Þessir jaðarsettu hópar hafa kallað eftir kjarabótum í áratugi. Við litlar undirtektir stjórnvalda. Langir biðlistar eru eftir félagslegu húsnæði og fatlað fólk undir 67 ára er svo vistað gegn vilja sínum á hjúkrunarheimilum eða sjúkrahúsum. Átta af hverjum tíu eiga erfitt með að láta enda ná saman um hver mánaðarmót. Í „landi tækifæranna”. Við búum í samfélagi þar sem andlegir sjúkdómar eru ekki meðhöndlaðir til jafns við líkamlega. Fólk bíður mánuðum saman eftir úrræðum á geðdeild, að komast til sálfræðings hjá heilsugæslum eða hjá BUGL og í meðferð hjá SÁÁ. Svo ekki sé talað um aðstöðumuninn á landsbyggðunum gagnvart þessari nauðsynlegu þjónustu. Svo strandar niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingum á fjármagni og pólitískum vilja ríkisstjórnar. En þau eru „rétt að byrja”. Við erum svo með fæðingarorlofskerfi sem einfaldlega grípur ekki öll okkar. 80.341 króna fyrir fólk utan vinnumarkaðar. Námsmenn fá 184.419 krónur. Þetta fólk hefur ekki efni á jafn löngu orlofi og restin, og nú ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að laga þetta. Korteri fyrir kosningar. Í „landi tækifæranna”. Við erum með einu ríkisstjórn Íslands sem hefur farið í mál við konu sem gerði það eitt af sér að leita réttar síns. Þar sem menntamálaráðherra Framsóknarflokksins braut jafnréttislög við ráðningu og höfðaði svo mál á hendur konunni sem hún braut gegn. Og óbreyttur borgari situr uppi með fordæmalausa hörku og skeytingarleysi af hálfu ríkisvaldsins.Það er nefnilega þetta með jafnréttið. Jaðarsettir hópar samfélagsins eru einmitt það – jaðarsettir. Og lítið þokast áfram við að bæta stöðu og tryggja öryggi þeirra. Á meðan hrópað er: „Ekkert um okkur án okkar“, þá þykjast stjórnvöld vita betur en þau sem tilheyra hópunum og hlusta ekki á raddir þeirra. En þeir eru svo sem ekki markhópur eða styrkjendur þessara flokka. „Báknið burt“ ómar svo um allt en þau átta sig ekki á því að þau bjuggu báknið til. Þau eru báknið. Og báknið er kjurrt á meðan þau ráða. Og ég er hér bara að tala um heilbrigðis- velferðar og jafnréttismálin. Ég er ekki einu sinni farin að ræða þá grímulausu sérhagsmunagæslu og þá varðstöðuna sem þessir rótgrónu flokkar stunda um óbreytt kerfi í sjávar- og landbúnaði. Já og skort á framsýnni stefnu í loftslagsmálum og ýmsum frjálslyndismálum. Það væri efni í að minnsta kosti nokkrar greinar í viðbót. Ekki misskilja mig. Það er ekki hræðilegt að búa á Íslandi. Alls ekki. Og margt gott má tileinka fólki og flokkum sem hér hafa verið við völd. En með þessum flokkum í stjórn hefur það orðið að landi tækifæranna fyrir sum - en ekki öll. Er ekki bara best að kjósa eitthvað annað? Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun