Rússnesk stjórnvöld talin hafa myrt Litvinenko Kjartan Kjartansson skrifar 21. september 2021 08:59 Alexander Litvinenko veslaðist upp og lést á endanum eftir að tveir útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar byrluðu honum sjaldgæfa og afar hættulega geislavirka samsætu árið 2006. Hann var 43 ára gamall. Vísir/Getty Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í morgun að rússnesk stjórnvöld hefðu staðið að morðinu á Alexander Litvinenko, rússneskum fyrrverandi leyniþjónustumanni, árið 2006. Eitrað var fyrir Litvinenko með geislavirku efni. „Rússland bar ábyrgð á morðinu á Alexander Litvinenko í Bretland,“ segir í yfirlýsingu frá dómstólnum um niðurstöðuna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Rússnesk stjórnvöld hafa alla tíð neitað að þau hafi haft nokkuð að gera með dauða Litvinenko. Fyrrverandi njósnarinn hafði verið afar gagnrýninn á Vladímír Pútín forseta og meðal annars sakað hann um að tengjast skipulögðum glæpasamtökum. Vegna þess var Litvinenko ekki vært í Rússlandi og flúði hann til Bretlands árið 2000. Litvinenko dó kvalarfullum dauðdaga á sjúkrahúsi í London vegna póloneitrunar. Efninu var byrlað út í tebolla hans á hóteli í borginni. Dimtrí Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, sagði niðurstöðu mannréttindadómstólsins „órökstudda“ og dró í efa að hann hefði heimild og tæknilega getu til að meta sönnunargögn í málinu. Engin tilraun gerð til að hrekja niðurstöður Breta Niðurstaða rannsóknar breskra yfirvalda á dauða Litvinenko var að Pútín hefði líklega lagt blessun sína yfir áform rússnesku leyniþjónustunnar um að ráða hann af dögum. Tilræðismennirnir tveir, þeir Andrei Lugovoj og Dmitrí Kovtun, voru útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar FSB, helsta arftaka alræmdu leyniþjónustustofnunarinnar KGB frá tíð Sovétríkjanna. Þeir hafa einnig haldið fast við sakleysi sitt í gegnum tíðina. Mannréttindadómstóllinn telur það þó hafið yfir allan vafa að þeir Lugovoj og Kovtun hafi myrt Litvinenko að skipan leyniþjónustunnar. Ljóst sé að Litvinenko hafi verið skotmark aðgerðirnar sem hafi kostað mikla og flókna skipulagningu. Útvega þurfti geislavirka efnið og skipuleggja ferðir tilræðismannanna til London en tvímenningarnir þurftu fleiri en eina tilraun til þess að eitra fyrir Litvinenko. Taldi dómstóllinn að ef Lugovoj og Kovtun hafi myrt Litvinenko á eigin vegum og gegn vilja leyniþjónustunnar hefðu rússnesk stjórnvöld um það upplýsingar sem þau gætu lagt fram. „Hins vegar gerði stjórnin enga alvarlega tilraun til þess að leggja fram slíkar upplýsingar eða hrekja niðurstöður breskra stjórnvalda,“ sagði mannréttindadómstóllinn. Bar rússnesk stjórnvöld þungum sökum Leiðir Litvinenko og Pútín lágu fyrst saman hjá FSB á 10. áratugnum. Leitaði Litvinenko til Pútín vegna áhyggna sinna af spillingu innan leyniþjónustunnar en verðandi forsetinn sópaði þeim undir teppið. Í kjölfarið sætti Litvinenko ofsóknum í Rússlandi. Árið 1998 var hann handtekinn fyrir að misnota aðstöðu sína þegar hann ljóstraði upp um ráðabrugg um að myrða Boris Berozovskí, rússneskan auðkýfing sem varð andstæðingur Pútín. Berezovskí fannst látinn í Bretlandi árið 2013. Litvinenko var á endanum sýknaður af sökunum sem voru bornar á hann, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Síðar skrifaði Litvinenko bók þar sem hann hélt því fram að útsendarar FSB hefðu borið ábyrgð á sprengjuárásum á íbúðarblokkir í Moskvu og tveimur öðrum borgum árið 1999. Sprengingarnar voru notaðar sem átylla fyrir rússnesk stjórnvöld að ráðast aftur inn í Téténíu. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum talsmanns rússnesku ríkisstjórnarinnar. Rússland Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira
„Rússland bar ábyrgð á morðinu á Alexander Litvinenko í Bretland,“ segir í yfirlýsingu frá dómstólnum um niðurstöðuna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Rússnesk stjórnvöld hafa alla tíð neitað að þau hafi haft nokkuð að gera með dauða Litvinenko. Fyrrverandi njósnarinn hafði verið afar gagnrýninn á Vladímír Pútín forseta og meðal annars sakað hann um að tengjast skipulögðum glæpasamtökum. Vegna þess var Litvinenko ekki vært í Rússlandi og flúði hann til Bretlands árið 2000. Litvinenko dó kvalarfullum dauðdaga á sjúkrahúsi í London vegna póloneitrunar. Efninu var byrlað út í tebolla hans á hóteli í borginni. Dimtrí Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, sagði niðurstöðu mannréttindadómstólsins „órökstudda“ og dró í efa að hann hefði heimild og tæknilega getu til að meta sönnunargögn í málinu. Engin tilraun gerð til að hrekja niðurstöður Breta Niðurstaða rannsóknar breskra yfirvalda á dauða Litvinenko var að Pútín hefði líklega lagt blessun sína yfir áform rússnesku leyniþjónustunnar um að ráða hann af dögum. Tilræðismennirnir tveir, þeir Andrei Lugovoj og Dmitrí Kovtun, voru útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar FSB, helsta arftaka alræmdu leyniþjónustustofnunarinnar KGB frá tíð Sovétríkjanna. Þeir hafa einnig haldið fast við sakleysi sitt í gegnum tíðina. Mannréttindadómstóllinn telur það þó hafið yfir allan vafa að þeir Lugovoj og Kovtun hafi myrt Litvinenko að skipan leyniþjónustunnar. Ljóst sé að Litvinenko hafi verið skotmark aðgerðirnar sem hafi kostað mikla og flókna skipulagningu. Útvega þurfti geislavirka efnið og skipuleggja ferðir tilræðismannanna til London en tvímenningarnir þurftu fleiri en eina tilraun til þess að eitra fyrir Litvinenko. Taldi dómstóllinn að ef Lugovoj og Kovtun hafi myrt Litvinenko á eigin vegum og gegn vilja leyniþjónustunnar hefðu rússnesk stjórnvöld um það upplýsingar sem þau gætu lagt fram. „Hins vegar gerði stjórnin enga alvarlega tilraun til þess að leggja fram slíkar upplýsingar eða hrekja niðurstöður breskra stjórnvalda,“ sagði mannréttindadómstóllinn. Bar rússnesk stjórnvöld þungum sökum Leiðir Litvinenko og Pútín lágu fyrst saman hjá FSB á 10. áratugnum. Leitaði Litvinenko til Pútín vegna áhyggna sinna af spillingu innan leyniþjónustunnar en verðandi forsetinn sópaði þeim undir teppið. Í kjölfarið sætti Litvinenko ofsóknum í Rússlandi. Árið 1998 var hann handtekinn fyrir að misnota aðstöðu sína þegar hann ljóstraði upp um ráðabrugg um að myrða Boris Berozovskí, rússneskan auðkýfing sem varð andstæðingur Pútín. Berezovskí fannst látinn í Bretlandi árið 2013. Litvinenko var á endanum sýknaður af sökunum sem voru bornar á hann, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Síðar skrifaði Litvinenko bók þar sem hann hélt því fram að útsendarar FSB hefðu borið ábyrgð á sprengjuárásum á íbúðarblokkir í Moskvu og tveimur öðrum borgum árið 1999. Sprengingarnar voru notaðar sem átylla fyrir rússnesk stjórnvöld að ráðast aftur inn í Téténíu. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum talsmanns rússnesku ríkisstjórnarinnar.
Rússland Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira