Rússnesk stjórnvöld talin hafa myrt Litvinenko Kjartan Kjartansson skrifar 21. september 2021 08:59 Alexander Litvinenko veslaðist upp og lést á endanum eftir að tveir útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar byrluðu honum sjaldgæfa og afar hættulega geislavirka samsætu árið 2006. Hann var 43 ára gamall. Vísir/Getty Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í morgun að rússnesk stjórnvöld hefðu staðið að morðinu á Alexander Litvinenko, rússneskum fyrrverandi leyniþjónustumanni, árið 2006. Eitrað var fyrir Litvinenko með geislavirku efni. „Rússland bar ábyrgð á morðinu á Alexander Litvinenko í Bretland,“ segir í yfirlýsingu frá dómstólnum um niðurstöðuna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Rússnesk stjórnvöld hafa alla tíð neitað að þau hafi haft nokkuð að gera með dauða Litvinenko. Fyrrverandi njósnarinn hafði verið afar gagnrýninn á Vladímír Pútín forseta og meðal annars sakað hann um að tengjast skipulögðum glæpasamtökum. Vegna þess var Litvinenko ekki vært í Rússlandi og flúði hann til Bretlands árið 2000. Litvinenko dó kvalarfullum dauðdaga á sjúkrahúsi í London vegna póloneitrunar. Efninu var byrlað út í tebolla hans á hóteli í borginni. Dimtrí Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, sagði niðurstöðu mannréttindadómstólsins „órökstudda“ og dró í efa að hann hefði heimild og tæknilega getu til að meta sönnunargögn í málinu. Engin tilraun gerð til að hrekja niðurstöður Breta Niðurstaða rannsóknar breskra yfirvalda á dauða Litvinenko var að Pútín hefði líklega lagt blessun sína yfir áform rússnesku leyniþjónustunnar um að ráða hann af dögum. Tilræðismennirnir tveir, þeir Andrei Lugovoj og Dmitrí Kovtun, voru útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar FSB, helsta arftaka alræmdu leyniþjónustustofnunarinnar KGB frá tíð Sovétríkjanna. Þeir hafa einnig haldið fast við sakleysi sitt í gegnum tíðina. Mannréttindadómstóllinn telur það þó hafið yfir allan vafa að þeir Lugovoj og Kovtun hafi myrt Litvinenko að skipan leyniþjónustunnar. Ljóst sé að Litvinenko hafi verið skotmark aðgerðirnar sem hafi kostað mikla og flókna skipulagningu. Útvega þurfti geislavirka efnið og skipuleggja ferðir tilræðismannanna til London en tvímenningarnir þurftu fleiri en eina tilraun til þess að eitra fyrir Litvinenko. Taldi dómstóllinn að ef Lugovoj og Kovtun hafi myrt Litvinenko á eigin vegum og gegn vilja leyniþjónustunnar hefðu rússnesk stjórnvöld um það upplýsingar sem þau gætu lagt fram. „Hins vegar gerði stjórnin enga alvarlega tilraun til þess að leggja fram slíkar upplýsingar eða hrekja niðurstöður breskra stjórnvalda,“ sagði mannréttindadómstóllinn. Bar rússnesk stjórnvöld þungum sökum Leiðir Litvinenko og Pútín lágu fyrst saman hjá FSB á 10. áratugnum. Leitaði Litvinenko til Pútín vegna áhyggna sinna af spillingu innan leyniþjónustunnar en verðandi forsetinn sópaði þeim undir teppið. Í kjölfarið sætti Litvinenko ofsóknum í Rússlandi. Árið 1998 var hann handtekinn fyrir að misnota aðstöðu sína þegar hann ljóstraði upp um ráðabrugg um að myrða Boris Berozovskí, rússneskan auðkýfing sem varð andstæðingur Pútín. Berezovskí fannst látinn í Bretlandi árið 2013. Litvinenko var á endanum sýknaður af sökunum sem voru bornar á hann, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Síðar skrifaði Litvinenko bók þar sem hann hélt því fram að útsendarar FSB hefðu borið ábyrgð á sprengjuárásum á íbúðarblokkir í Moskvu og tveimur öðrum borgum árið 1999. Sprengingarnar voru notaðar sem átylla fyrir rússnesk stjórnvöld að ráðast aftur inn í Téténíu. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum talsmanns rússnesku ríkisstjórnarinnar. Rússland Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
„Rússland bar ábyrgð á morðinu á Alexander Litvinenko í Bretland,“ segir í yfirlýsingu frá dómstólnum um niðurstöðuna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Rússnesk stjórnvöld hafa alla tíð neitað að þau hafi haft nokkuð að gera með dauða Litvinenko. Fyrrverandi njósnarinn hafði verið afar gagnrýninn á Vladímír Pútín forseta og meðal annars sakað hann um að tengjast skipulögðum glæpasamtökum. Vegna þess var Litvinenko ekki vært í Rússlandi og flúði hann til Bretlands árið 2000. Litvinenko dó kvalarfullum dauðdaga á sjúkrahúsi í London vegna póloneitrunar. Efninu var byrlað út í tebolla hans á hóteli í borginni. Dimtrí Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, sagði niðurstöðu mannréttindadómstólsins „órökstudda“ og dró í efa að hann hefði heimild og tæknilega getu til að meta sönnunargögn í málinu. Engin tilraun gerð til að hrekja niðurstöður Breta Niðurstaða rannsóknar breskra yfirvalda á dauða Litvinenko var að Pútín hefði líklega lagt blessun sína yfir áform rússnesku leyniþjónustunnar um að ráða hann af dögum. Tilræðismennirnir tveir, þeir Andrei Lugovoj og Dmitrí Kovtun, voru útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar FSB, helsta arftaka alræmdu leyniþjónustustofnunarinnar KGB frá tíð Sovétríkjanna. Þeir hafa einnig haldið fast við sakleysi sitt í gegnum tíðina. Mannréttindadómstóllinn telur það þó hafið yfir allan vafa að þeir Lugovoj og Kovtun hafi myrt Litvinenko að skipan leyniþjónustunnar. Ljóst sé að Litvinenko hafi verið skotmark aðgerðirnar sem hafi kostað mikla og flókna skipulagningu. Útvega þurfti geislavirka efnið og skipuleggja ferðir tilræðismannanna til London en tvímenningarnir þurftu fleiri en eina tilraun til þess að eitra fyrir Litvinenko. Taldi dómstóllinn að ef Lugovoj og Kovtun hafi myrt Litvinenko á eigin vegum og gegn vilja leyniþjónustunnar hefðu rússnesk stjórnvöld um það upplýsingar sem þau gætu lagt fram. „Hins vegar gerði stjórnin enga alvarlega tilraun til þess að leggja fram slíkar upplýsingar eða hrekja niðurstöður breskra stjórnvalda,“ sagði mannréttindadómstóllinn. Bar rússnesk stjórnvöld þungum sökum Leiðir Litvinenko og Pútín lágu fyrst saman hjá FSB á 10. áratugnum. Leitaði Litvinenko til Pútín vegna áhyggna sinna af spillingu innan leyniþjónustunnar en verðandi forsetinn sópaði þeim undir teppið. Í kjölfarið sætti Litvinenko ofsóknum í Rússlandi. Árið 1998 var hann handtekinn fyrir að misnota aðstöðu sína þegar hann ljóstraði upp um ráðabrugg um að myrða Boris Berozovskí, rússneskan auðkýfing sem varð andstæðingur Pútín. Berezovskí fannst látinn í Bretlandi árið 2013. Litvinenko var á endanum sýknaður af sökunum sem voru bornar á hann, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Síðar skrifaði Litvinenko bók þar sem hann hélt því fram að útsendarar FSB hefðu borið ábyrgð á sprengjuárásum á íbúðarblokkir í Moskvu og tveimur öðrum borgum árið 1999. Sprengingarnar voru notaðar sem átylla fyrir rússnesk stjórnvöld að ráðast aftur inn í Téténíu. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum talsmanns rússnesku ríkisstjórnarinnar.
Rússland Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira