Örlagarík frammistaða Ingu Sæland kvöldið fyrir kosningar Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. september 2021 12:00 Inga Sæland beygði af í kappræðum leiðtoganna á RÚV kvöldið fyrir kosningar. Hafsteinn telur frammistöðu hennar hafa skipt sköpum fyrir stuðning við Flokk fólksins í kosningunum. Skoðanakannanir fyrir alþingiskosningar 2016 og 2017 vanmátu Sjálfstæðisflokkinn og Flokk fólksins - en fylgi Pírata og Samfylkingarinnar reyndist ofmetið. Þetta sýnir samanburður doktorsnema í félagstölfræði. Miklar fylgisbreytingar geti orðið síðustu viku kosningabaráttunnar - frammistaða í sjónvarpi kvöldið fyrir kosningar geti jafnvel skipt sköpum. Hafsteinn Einarsson doktorsnemi í félagstölfræði við Manchester-háskóla bar á dögunum saman niðurstöður síðustu skoðanakannana fyrir alþingiskosningar 2016 og 17 við niðurstöður kosninganna sjálfra. Í ljós kom að kannanir muni spá nokkurn veginn rétt fyrir um fylgi flestra flokka - en skekkju sé að vænta hjá einstaka flokkum. Píratar voru þannig ofmetnir um næstum 5 prósent 2016 en Sjálfstæðisflokkurinn vanmetinn um 3 prósent. „Svo 2017 þá er það Flokkur fólksins, hann var vanmetinn dálítið mikið, 2,5 prósent sirka, Fjálfstæðisflokkur og Framsókn 2 prósent en á móti voru vinstri flokkarnir, Samfylking og Vinstri grænir, ofmetin aðeins,“ segir Hafsteinn. Ýmislegt geti skýrt þetta; ungt fólk sem líklegra er til að kjósa til vinstri mæti síður á kjörstað. Þá geti hrein tilviljun geti einnig ráðið niðurstöðum, eða að eitthvað gerist eftir að könnunum ljúki. Hátt hlutfall Íslendinga ákveði ekki hvað skuli kjósa fyrr en á kjördag. „Ég er til dæmis alveg sannfærður um það að 2017 þá átti frammistaða Ingu Sæland í lokasjónvarpsþættinum, hún jók fylgi hennar,“ segir Hafsteinn og vísar þar til eftirminnilegra leiðtogakappræðna 27. október 2017, kvöldið fyrir kosningar, þegar Inga beygði af í beinni útsendingu. Þó að kosningabaráttan í ár hafi verið stöðugri en í síðustu kosningum kæmi það Hafsteini ekki á óvart að fylgi flokkanna breytist alveg fram á kjördag. En hvaða flokkar heldur Hafsteinn að standi uppi sem sigurvegarar þegar talið hefur verið uppi úr kjörkössunum? „Það hefur aðeins verið að gefa eftir fylgi ríksstjórnarinnar síðustu daga en við skulum alls ekki afskrifa það að þau sæki í sig veðrið og haldi meirihluta á lokametrunum. En hver vinnur, það er ómögulegt að spá fyrir um það,“ segir Hafsteinn. Samanburð Hafsteins má nálgast í heild hér. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Flokkur fólksins Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Sjá meira
Hafsteinn Einarsson doktorsnemi í félagstölfræði við Manchester-háskóla bar á dögunum saman niðurstöður síðustu skoðanakannana fyrir alþingiskosningar 2016 og 17 við niðurstöður kosninganna sjálfra. Í ljós kom að kannanir muni spá nokkurn veginn rétt fyrir um fylgi flestra flokka - en skekkju sé að vænta hjá einstaka flokkum. Píratar voru þannig ofmetnir um næstum 5 prósent 2016 en Sjálfstæðisflokkurinn vanmetinn um 3 prósent. „Svo 2017 þá er það Flokkur fólksins, hann var vanmetinn dálítið mikið, 2,5 prósent sirka, Fjálfstæðisflokkur og Framsókn 2 prósent en á móti voru vinstri flokkarnir, Samfylking og Vinstri grænir, ofmetin aðeins,“ segir Hafsteinn. Ýmislegt geti skýrt þetta; ungt fólk sem líklegra er til að kjósa til vinstri mæti síður á kjörstað. Þá geti hrein tilviljun geti einnig ráðið niðurstöðum, eða að eitthvað gerist eftir að könnunum ljúki. Hátt hlutfall Íslendinga ákveði ekki hvað skuli kjósa fyrr en á kjördag. „Ég er til dæmis alveg sannfærður um það að 2017 þá átti frammistaða Ingu Sæland í lokasjónvarpsþættinum, hún jók fylgi hennar,“ segir Hafsteinn og vísar þar til eftirminnilegra leiðtogakappræðna 27. október 2017, kvöldið fyrir kosningar, þegar Inga beygði af í beinni útsendingu. Þó að kosningabaráttan í ár hafi verið stöðugri en í síðustu kosningum kæmi það Hafsteini ekki á óvart að fylgi flokkanna breytist alveg fram á kjördag. En hvaða flokkar heldur Hafsteinn að standi uppi sem sigurvegarar þegar talið hefur verið uppi úr kjörkössunum? „Það hefur aðeins verið að gefa eftir fylgi ríksstjórnarinnar síðustu daga en við skulum alls ekki afskrifa það að þau sæki í sig veðrið og haldi meirihluta á lokametrunum. En hver vinnur, það er ómögulegt að spá fyrir um það,“ segir Hafsteinn. Samanburð Hafsteins má nálgast í heild hér.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Flokkur fólksins Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Sjá meira