Fjársveltar rannsóknir á efnahagsbrotum Oddný G. Harðardóttir skrifar 21. september 2021 12:45 Á síðustu árum hafa komið upp nokkur stór mál þar sem rökstuddur grunur leikur á um stórfelld efnahagsbrot. Það er mikið áhyggjuefni hversu lengi þessi mál eru til meðferðar hjá yfirvöldum. Á síðasta kjörtímabili veikti ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vg afar mikilvægar eftirlitsstofnanir í íslensku samfélagi, með skipulegum hætti og gróf þannig undan heilbrigðum viðskiptaháttum. Á þessu vöktum við í Samfylkingunni þráfaldlega athygli. Óþarfi ætti að vera að benda á að það veikir samkeppnisstöðu þegar eftirlit er vanfjármagnað og ekki fast tekið á efnahagsbrotum. Það kemur niður á þeim sem fylgja reglum og stunda heiðarlega viðskiptahætti. Í júní 2019 voru samþykkt á Alþingi lög sem veikja Fjármálaeftirlitið. Vorið 2020 var Samkeppniseftirlitið veikt með lagasetningu og svo voru tennurnar dregnar úr skattrannsóknum með því að leggja niður embætti Skattrannsóknarstjóra. Í umfjöllun Kveiks í febrúar komu fram áhyggjur af skorti á mannskap hjá Héraðssaksóknara til að rannsaka mál sem koma inn á borð hans, m.a. Samherjamálið. Í umræðum um fjármögnun eftirlitsaðila vegna Samherjaskjalanna hélt fjármálaráðherra því ítrekað fram að eftirlitsstofnanir væru ekki undirfjármagnaðar og að þær fengju fjármagn úr varasjóðum ef þörf væri talin á. En það hefur ekki verið staðið við þau orð. Ráðamenn geta stýrt rannsóknum með því að svelta embættin sem þeim sinna. Stór mál og ekkert að frétta Rannsókn á Samherjaskjölunum er gríðarlega stórt mál sem krefst mikillar samvinnu á milli a.m.k. þriggja landa og tekur vissulega tíma. Það vekur hins vegar furðu hversu lítið fréttist af þeirri rannsókn. Lítið er sömuleiðis að frétta af öðrum alvarlegum málum sem hafa komið upp. Hvernig ætli til dæmis gangi að rannsaka mútugreiðslur til framkvæmdastjóra Upphafs fasteignafélags sem kom fram í mars 2020? Og hvað með svik bílaleigufyrirtækisins Procar, en það eru tvö og hálft ár síðan flett var ofan af því máli, þar sem stórfelld og skipulögð svik voru beinlínis viðurkennd á skjánum fyrir framan alþjóð í umfjöllun Kveiks. Það er komið að almenningi Á meðan langflestir landsmenn axla sína samfélagslegu ábyrgð af samviskusemi er fullkomlega óásættanlegt að einstakir aðilar skjóti sér undan ábyrgð og njóti forréttinda og samkeppnisforskots með svikum án afleiðinga. Það er í almannaþágu að snúa þessu við. Samfylkingin vill að eftirlitsstofnanir verði styrktar. Við viljum efla skatteftirlit og -rannsóknir, herða viðurlög við alvarlegum brotum og leggja baráttunni lið á alþjóðlegum vettvangi. Við viljum að kennitöluflakk verði bannað eins og samtök launafólks og atvinnulífs hafa kallað eftir. Við höfum lagt til að embætti skattrannsóknarstjóra ríkisins verði breytt þannig að embættinu verði veitt ákæruvald og heimild til saksóknar í þeim málum sem það rannsakar. Áframhaldandi samstarf núverandi ríkisstjórnarflokka mun ekki skila neinum breytingum, þvert á móti mun umburðarlyndi með efnhagsbrotum áfram ríkja með tilheyrandi tjóni fyrir almenning og samkeppnisaðila. Það er komið nóg af dekstri við sérhagsmunaöflin, nú er komið að almenningi. Höfum það í huga þegar við göngum til kosninga. Höfundur skipar 1. sæti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Suðurkjördæmi Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hafa komið upp nokkur stór mál þar sem rökstuddur grunur leikur á um stórfelld efnahagsbrot. Það er mikið áhyggjuefni hversu lengi þessi mál eru til meðferðar hjá yfirvöldum. Á síðasta kjörtímabili veikti ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vg afar mikilvægar eftirlitsstofnanir í íslensku samfélagi, með skipulegum hætti og gróf þannig undan heilbrigðum viðskiptaháttum. Á þessu vöktum við í Samfylkingunni þráfaldlega athygli. Óþarfi ætti að vera að benda á að það veikir samkeppnisstöðu þegar eftirlit er vanfjármagnað og ekki fast tekið á efnahagsbrotum. Það kemur niður á þeim sem fylgja reglum og stunda heiðarlega viðskiptahætti. Í júní 2019 voru samþykkt á Alþingi lög sem veikja Fjármálaeftirlitið. Vorið 2020 var Samkeppniseftirlitið veikt með lagasetningu og svo voru tennurnar dregnar úr skattrannsóknum með því að leggja niður embætti Skattrannsóknarstjóra. Í umfjöllun Kveiks í febrúar komu fram áhyggjur af skorti á mannskap hjá Héraðssaksóknara til að rannsaka mál sem koma inn á borð hans, m.a. Samherjamálið. Í umræðum um fjármögnun eftirlitsaðila vegna Samherjaskjalanna hélt fjármálaráðherra því ítrekað fram að eftirlitsstofnanir væru ekki undirfjármagnaðar og að þær fengju fjármagn úr varasjóðum ef þörf væri talin á. En það hefur ekki verið staðið við þau orð. Ráðamenn geta stýrt rannsóknum með því að svelta embættin sem þeim sinna. Stór mál og ekkert að frétta Rannsókn á Samherjaskjölunum er gríðarlega stórt mál sem krefst mikillar samvinnu á milli a.m.k. þriggja landa og tekur vissulega tíma. Það vekur hins vegar furðu hversu lítið fréttist af þeirri rannsókn. Lítið er sömuleiðis að frétta af öðrum alvarlegum málum sem hafa komið upp. Hvernig ætli til dæmis gangi að rannsaka mútugreiðslur til framkvæmdastjóra Upphafs fasteignafélags sem kom fram í mars 2020? Og hvað með svik bílaleigufyrirtækisins Procar, en það eru tvö og hálft ár síðan flett var ofan af því máli, þar sem stórfelld og skipulögð svik voru beinlínis viðurkennd á skjánum fyrir framan alþjóð í umfjöllun Kveiks. Það er komið að almenningi Á meðan langflestir landsmenn axla sína samfélagslegu ábyrgð af samviskusemi er fullkomlega óásættanlegt að einstakir aðilar skjóti sér undan ábyrgð og njóti forréttinda og samkeppnisforskots með svikum án afleiðinga. Það er í almannaþágu að snúa þessu við. Samfylkingin vill að eftirlitsstofnanir verði styrktar. Við viljum efla skatteftirlit og -rannsóknir, herða viðurlög við alvarlegum brotum og leggja baráttunni lið á alþjóðlegum vettvangi. Við viljum að kennitöluflakk verði bannað eins og samtök launafólks og atvinnulífs hafa kallað eftir. Við höfum lagt til að embætti skattrannsóknarstjóra ríkisins verði breytt þannig að embættinu verði veitt ákæruvald og heimild til saksóknar í þeim málum sem það rannsakar. Áframhaldandi samstarf núverandi ríkisstjórnarflokka mun ekki skila neinum breytingum, þvert á móti mun umburðarlyndi með efnhagsbrotum áfram ríkja með tilheyrandi tjóni fyrir almenning og samkeppnisaðila. Það er komið nóg af dekstri við sérhagsmunaöflin, nú er komið að almenningi. Höfum það í huga þegar við göngum til kosninga. Höfundur skipar 1. sæti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun