Þrjú fórnarlambanna í Perm voru innan við tvítugt Kjartan Kjartansson skrifar 21. september 2021 14:22 Tvær stúlkur hugga hvor aðra fyrir utan ríkisháskólann í Perm. Fimm nemendur og einn kennari var skotinn til bana í árásinni þar í gærmorgun. AP/Dmitrí Lovetskí Íbúar í borginni Perm í Rússlandi eru í áfalli eftir að nemandi við ríkisháskólann þar skaut sex manns til bana í gær. Þrjú þeirra látnu voru innan við tvítug að aldri. Vitni lýsa því að morðinginn, sem er átján ára gamall piltur, hafi hafið skothríð á skólalóðinni en síðan fært sig inn í skólabyggingarnar. Um þrjú þúsund nemendur og kennarar voru í skólanum þegar fjöldamorðið var framið. Nemendur og kennarar birgðu fyrir dyr að skólastofum og sumir stukku út um glugga á annarri hæð til þess að komast undan byssumanninum. Aðrir földu sig á gólfinu og undir skrifborðum. Margir voru minnugir skotárásar sem framin var í skóla í Kazan fyrr á þessu ári og vissu því hvernig ætti að bregðast við. Þrátt fyrir það náði byssumaðurinn að skjóta sex manns til bana og særa mun fleiri. Sjö nemendur sem særðust voru fluttir með sjúkraflugi á sjúkrahús í Moskvu í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Perm er um 1.300 kílómetra austur af höfuðborginni. Flest fórnarlömbin voru nemendur við skólann. Þau Ksenia Samtsjenkó, Jekaterína Shakirova og Jaroslav Aramelev voru átján til nítján ára gömul. Alexandra Mokhova var tvítug en Anna Aigeldina 26 ára. Elsta fórnarlambið var Margarita Engaus en hún var 66 ára gömul. Mynd af einu fórnarlamba árásarinnar við hlið ríkisháskólans í Perm. Margir hafa lagt blóm og kerti til minningar um fórnarlömbin í dag.AP/Dmitrí Lovetskí Lögreglumenn hylltir sem hetjur Fólk hefur lagt blóm og kveikt á kertum við hlið háskólans sem voru lokuð og læst í dag. Nemendur sem fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC ræddi við segja að þeir séu þjakaðir af harmi. Flestir kusu þó frekar að bera harm sinn í hljóði en að ræða við fréttamann. Talið er að morðinginn hafi keypt haglabyssuna sem hann notaði við ódæðið með löglegum hætti í maí. Hann hafi jafnframt verið með leyfi fyrir vopninu sem gildir til 2026. Hann hafi fengið leyfið áður en reglur um skotvopnaeign voru hertar eftir skotárásin í Kazan. Svo virðist sem að byssumaðurinn hafi verið drifinn áfram af hatri á skólafélögum sínum. Hann birti myndband á samfélagsmiðlum fyrir skotárásina þar sem hann sagðist lengi hafa dreymt um að láta til skarar skríða. Tveir lögreglumenn hafa verið hylltir sem hetjur vegna viðbragða sinna við árásinni. Einn þeirra leiddi nemendur og kennara í öruggt skjól en annar mætti árásarmanninum og tókst að særa hann. „Ungi maðurinn féll niður. Ég hljóp að honum, hélt honum föstum, ýtti burt rifflinum, skothylkjum og hnífi og byrjaði svo að veita honum fyrstu hjálp,“ sagði Konstantín Kalinin, liðsforingi, í myndbandi sem innanríkisráðuneyti Rússlands birti. Árásarmaðurinn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Rússland Tengdar fréttir Sex nú sagðir látnir í skotárásinni í Rússlandi Háskólanemi sem hóf skothríð á skólafélaga sína í borginni Perm í Rússlandi í morgun drap að minnsta kosti sex manns og særði fjöldi annarra. Hann særðist sjálfur þegar hann streittist gegn handtöku og liggur á sjúkrahúsi. 20. september 2021 13:02 Átta féllu í skotárás í rússneskum háskóla Byssumaður skaut átta til bana og særði marga til viðbótar í háskóla í rússnesku borginni Perm í morgun. Að sögn innanríkisráðuneytis landsins er árásarmaðurinn í haldi en talsmaður skólans segir að hann hafi verið felldur. 20. september 2021 08:56 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira
Vitni lýsa því að morðinginn, sem er átján ára gamall piltur, hafi hafið skothríð á skólalóðinni en síðan fært sig inn í skólabyggingarnar. Um þrjú þúsund nemendur og kennarar voru í skólanum þegar fjöldamorðið var framið. Nemendur og kennarar birgðu fyrir dyr að skólastofum og sumir stukku út um glugga á annarri hæð til þess að komast undan byssumanninum. Aðrir földu sig á gólfinu og undir skrifborðum. Margir voru minnugir skotárásar sem framin var í skóla í Kazan fyrr á þessu ári og vissu því hvernig ætti að bregðast við. Þrátt fyrir það náði byssumaðurinn að skjóta sex manns til bana og særa mun fleiri. Sjö nemendur sem særðust voru fluttir með sjúkraflugi á sjúkrahús í Moskvu í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Perm er um 1.300 kílómetra austur af höfuðborginni. Flest fórnarlömbin voru nemendur við skólann. Þau Ksenia Samtsjenkó, Jekaterína Shakirova og Jaroslav Aramelev voru átján til nítján ára gömul. Alexandra Mokhova var tvítug en Anna Aigeldina 26 ára. Elsta fórnarlambið var Margarita Engaus en hún var 66 ára gömul. Mynd af einu fórnarlamba árásarinnar við hlið ríkisháskólans í Perm. Margir hafa lagt blóm og kerti til minningar um fórnarlömbin í dag.AP/Dmitrí Lovetskí Lögreglumenn hylltir sem hetjur Fólk hefur lagt blóm og kveikt á kertum við hlið háskólans sem voru lokuð og læst í dag. Nemendur sem fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC ræddi við segja að þeir séu þjakaðir af harmi. Flestir kusu þó frekar að bera harm sinn í hljóði en að ræða við fréttamann. Talið er að morðinginn hafi keypt haglabyssuna sem hann notaði við ódæðið með löglegum hætti í maí. Hann hafi jafnframt verið með leyfi fyrir vopninu sem gildir til 2026. Hann hafi fengið leyfið áður en reglur um skotvopnaeign voru hertar eftir skotárásin í Kazan. Svo virðist sem að byssumaðurinn hafi verið drifinn áfram af hatri á skólafélögum sínum. Hann birti myndband á samfélagsmiðlum fyrir skotárásina þar sem hann sagðist lengi hafa dreymt um að láta til skarar skríða. Tveir lögreglumenn hafa verið hylltir sem hetjur vegna viðbragða sinna við árásinni. Einn þeirra leiddi nemendur og kennara í öruggt skjól en annar mætti árásarmanninum og tókst að særa hann. „Ungi maðurinn féll niður. Ég hljóp að honum, hélt honum föstum, ýtti burt rifflinum, skothylkjum og hnífi og byrjaði svo að veita honum fyrstu hjálp,“ sagði Konstantín Kalinin, liðsforingi, í myndbandi sem innanríkisráðuneyti Rússlands birti. Árásarmaðurinn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.
Rússland Tengdar fréttir Sex nú sagðir látnir í skotárásinni í Rússlandi Háskólanemi sem hóf skothríð á skólafélaga sína í borginni Perm í Rússlandi í morgun drap að minnsta kosti sex manns og særði fjöldi annarra. Hann særðist sjálfur þegar hann streittist gegn handtöku og liggur á sjúkrahúsi. 20. september 2021 13:02 Átta féllu í skotárás í rússneskum háskóla Byssumaður skaut átta til bana og særði marga til viðbótar í háskóla í rússnesku borginni Perm í morgun. Að sögn innanríkisráðuneytis landsins er árásarmaðurinn í haldi en talsmaður skólans segir að hann hafi verið felldur. 20. september 2021 08:56 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira
Sex nú sagðir látnir í skotárásinni í Rússlandi Háskólanemi sem hóf skothríð á skólafélaga sína í borginni Perm í Rússlandi í morgun drap að minnsta kosti sex manns og særði fjöldi annarra. Hann særðist sjálfur þegar hann streittist gegn handtöku og liggur á sjúkrahúsi. 20. september 2021 13:02
Átta féllu í skotárás í rússneskum háskóla Byssumaður skaut átta til bana og særði marga til viðbótar í háskóla í rússnesku borginni Perm í morgun. Að sögn innanríkisráðuneytis landsins er árásarmaðurinn í haldi en talsmaður skólans segir að hann hafi verið felldur. 20. september 2021 08:56