Bullsjóðandi sundlaugar og húsþök sem gægjast út úr hrauninu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. september 2021 14:30 Hér voru eitt sinn hús og ekkert hraun. AP Photo/Emilio Morenatti) Um sex þúsund íbúar af þeim áttatíu þúsund sem búa á eyjunni La Palma þar sem eldgos hófst á sunnudaginn hafa þurft að flýja heimili sín vegna gossins. Myndir og myndbönd sýna hvernig þykkur hraunstraumurinn hefur mulið allt það sem fyrir verður undir sig. Gosið hófst á sunnudaginn og er það fyrsta á eyjunni í fimmtíu ár. Búið er að rýma nærliggjandi þorp og bæi og yfirvöld hafa eindregið hvatt þá sem vilja kíkja á gosið til þess að gera það ekki. Á myndum sem birtar hafa verið sjást gríðarháir kvikustrókar, allt að hundrað metrar að hæð. Að sögn Þorvaldar Þórðarsonar eldfjallafræðings er ástæðan sú að meira vatn finnst í kvikunni en til að mynda í gosinu við Fagradalsfjalli. „Þetta er heldur aflmeira gos og helsta ástæðan fyrir því að það er meira vatn í kvikunni. Þegar þetta vatn leysist úr kvikunni keyrir það kvikustrókana og hefur myndað ansi öfluga og háa kvikustróka sem eru að mynda líka gjóskufall,“ sagði Þorvaldur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þessi sundlaug er nú undir hrauni.Europa Press via Getty Images. Hraunið sem flæðir er þó þykkara en það sem runnið hefur í Geldingadölum. Hús og önnur mannvirki eru því lítil fyrirstaða fyrir hraunið „Þegar það fer yfir hús og aðra innviði þá gjörsamlega þekur það og gjöreyðileggur það sem fer yfir.“ Það er fátt sem stöðvar þetta.AcfiPress/NurPhoto via Getty Images. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum og myndböndum er þetta raunin, en alls er talið að um hundrað hús hafi eyðilagst það sem af er eldgosinu. Sjá má glitta í húsþök upp úr hrauninu og bullsjóðandi sundlaugar þegar hraunstraumurinn rennur út í sundlaugarnar. Hraunstramurinn flæðir áfram.Europa Press via Getty Images Spánn Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Kanaríeyjar Eldgos á La Palma Tengdar fréttir Óhætt að fara til Tenerife þrátt fyrir gos á La Palma „Það er alveg óhætt fyrir fólk að fara á Tenerife,“ segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, í samtali við Vísi hvort óhætt sé að ferðast til Tenerife á meðan gosið á La Palma stendur yfir. 21. september 2021 10:23 Nýtt gosop opnaðist nærri þorpi Nýtt gosop hefur opnast í eldfjallinu Rajada nálægt Cabeza de Vaca í Cumbre Vieja þjóðgarðinum á suðurhluta La Palma í Kanaríeyjum. Nýja opið opnaðist nærri bænum Tacande í El Paso og hefur það leitt til frekari rýmingar. 20. september 2021 21:23 „Fólk er að horfa á húsin sín hverfa ofan í jörðina“ Hjónin Hafsteinn Helgi Halldórsson og Guðrún Agla Egilsdóttir bjuggu á La Palma í tvö ár en eru nýflutt heim til Íslands. Þau segja eldgosið sem nú gengur yfir eyjuna enn eitt áfallið fyrir íbúana sem hafa nýlega glímt við bæði skógarelda og hitabeltisstorm. 20. september 2021 11:54 Hraunstraumurinn gleypir fjölmörg hús á La Palma Yfirvöld á Kanaríeyjum segja að um fimm þúsund manns, þar af fimm hundruð ferðamenn, þurft að flýja heimili sín og dvalarstaði vegna eldgossins á La Palma. Talið er að um eitt hundrað hús hafi þegar eyðilagst í eldgosinu. 20. september 2021 10:19 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Gosið hófst á sunnudaginn og er það fyrsta á eyjunni í fimmtíu ár. Búið er að rýma nærliggjandi þorp og bæi og yfirvöld hafa eindregið hvatt þá sem vilja kíkja á gosið til þess að gera það ekki. Á myndum sem birtar hafa verið sjást gríðarháir kvikustrókar, allt að hundrað metrar að hæð. Að sögn Þorvaldar Þórðarsonar eldfjallafræðings er ástæðan sú að meira vatn finnst í kvikunni en til að mynda í gosinu við Fagradalsfjalli. „Þetta er heldur aflmeira gos og helsta ástæðan fyrir því að það er meira vatn í kvikunni. Þegar þetta vatn leysist úr kvikunni keyrir það kvikustrókana og hefur myndað ansi öfluga og háa kvikustróka sem eru að mynda líka gjóskufall,“ sagði Þorvaldur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þessi sundlaug er nú undir hrauni.Europa Press via Getty Images. Hraunið sem flæðir er þó þykkara en það sem runnið hefur í Geldingadölum. Hús og önnur mannvirki eru því lítil fyrirstaða fyrir hraunið „Þegar það fer yfir hús og aðra innviði þá gjörsamlega þekur það og gjöreyðileggur það sem fer yfir.“ Það er fátt sem stöðvar þetta.AcfiPress/NurPhoto via Getty Images. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum og myndböndum er þetta raunin, en alls er talið að um hundrað hús hafi eyðilagst það sem af er eldgosinu. Sjá má glitta í húsþök upp úr hrauninu og bullsjóðandi sundlaugar þegar hraunstraumurinn rennur út í sundlaugarnar. Hraunstramurinn flæðir áfram.Europa Press via Getty Images
Spánn Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Kanaríeyjar Eldgos á La Palma Tengdar fréttir Óhætt að fara til Tenerife þrátt fyrir gos á La Palma „Það er alveg óhætt fyrir fólk að fara á Tenerife,“ segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, í samtali við Vísi hvort óhætt sé að ferðast til Tenerife á meðan gosið á La Palma stendur yfir. 21. september 2021 10:23 Nýtt gosop opnaðist nærri þorpi Nýtt gosop hefur opnast í eldfjallinu Rajada nálægt Cabeza de Vaca í Cumbre Vieja þjóðgarðinum á suðurhluta La Palma í Kanaríeyjum. Nýja opið opnaðist nærri bænum Tacande í El Paso og hefur það leitt til frekari rýmingar. 20. september 2021 21:23 „Fólk er að horfa á húsin sín hverfa ofan í jörðina“ Hjónin Hafsteinn Helgi Halldórsson og Guðrún Agla Egilsdóttir bjuggu á La Palma í tvö ár en eru nýflutt heim til Íslands. Þau segja eldgosið sem nú gengur yfir eyjuna enn eitt áfallið fyrir íbúana sem hafa nýlega glímt við bæði skógarelda og hitabeltisstorm. 20. september 2021 11:54 Hraunstraumurinn gleypir fjölmörg hús á La Palma Yfirvöld á Kanaríeyjum segja að um fimm þúsund manns, þar af fimm hundruð ferðamenn, þurft að flýja heimili sín og dvalarstaði vegna eldgossins á La Palma. Talið er að um eitt hundrað hús hafi þegar eyðilagst í eldgosinu. 20. september 2021 10:19 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Óhætt að fara til Tenerife þrátt fyrir gos á La Palma „Það er alveg óhætt fyrir fólk að fara á Tenerife,“ segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, í samtali við Vísi hvort óhætt sé að ferðast til Tenerife á meðan gosið á La Palma stendur yfir. 21. september 2021 10:23
Nýtt gosop opnaðist nærri þorpi Nýtt gosop hefur opnast í eldfjallinu Rajada nálægt Cabeza de Vaca í Cumbre Vieja þjóðgarðinum á suðurhluta La Palma í Kanaríeyjum. Nýja opið opnaðist nærri bænum Tacande í El Paso og hefur það leitt til frekari rýmingar. 20. september 2021 21:23
„Fólk er að horfa á húsin sín hverfa ofan í jörðina“ Hjónin Hafsteinn Helgi Halldórsson og Guðrún Agla Egilsdóttir bjuggu á La Palma í tvö ár en eru nýflutt heim til Íslands. Þau segja eldgosið sem nú gengur yfir eyjuna enn eitt áfallið fyrir íbúana sem hafa nýlega glímt við bæði skógarelda og hitabeltisstorm. 20. september 2021 11:54
Hraunstraumurinn gleypir fjölmörg hús á La Palma Yfirvöld á Kanaríeyjum segja að um fimm þúsund manns, þar af fimm hundruð ferðamenn, þurft að flýja heimili sín og dvalarstaði vegna eldgossins á La Palma. Talið er að um eitt hundrað hús hafi þegar eyðilagst í eldgosinu. 20. september 2021 10:19