Velsældin í „landi tækifæranna“ Aldís Schram skrifar 21. september 2021 21:00 Vegna bílslyss árið 2020 missti Una Bjarnhéðinsdóttir vinnuna og fór á örorkubætur þess valdandi að hún, einstæð móðirin, hefur nú ekki efni á hollustumat, tannlækni, læknum, sálfræðingi, sjúkraþjálfun, tryggingum, líkamsrækt, hárgreiðslu, fatnaði, strætómiðum, námskeiðum, leikhúsmiðum, tónleikamiðum, gjöfum, utanbæjarferðum og utanlandsferðum og getur ekki efnt það loforð við átta ára dóttur sína að hún megi fara í tónlistarskóla í vetur. Hvað á Una að gera? 1) Setja barnið í tónlistarskóla og lifa sjálf á loftinu? 2) Hækka yfirdráttarheimildina? 3) Betla mataraðstoð? 4) Gerast vændiskona? 5) Efna ekki loforðið við barnið sitt? Kvótakóngurinn í bænum hans Einars Benediktssonar seldi kvótann burt árið 2018, með þeim lyktum að Jón missti vinnuna og húsið og gerðist bæjarómagi, þess valdandi að hann á nú ekki fyrir útskriftargjöf handa sonarsyninum. Hvað á hann að gera? 1) Mæta með gjöf upp á 10.000 krónur og borða ekki í fimm daga í staðinn? 2) Taka lán hjá banka? 3) Ræna Samherja? 4) Mæta tómhentur í veisluna? 5) Mæta ekki í veisluna? Jón Sigurðsson, sem gert er að lifa af ellilífeyri, á ekki fyrir lyfjum. Hvað á hann að gera? 1) Leysa út lyfin og lifa á kattamat í staðinn? 2) Láta loka fyrir rafmagn, síma, hita, sjónvarp og tryggingar og leysa út lyfin? 3) Kaupa flugmiða til Danmerkur, aðra leiðina? 4) Leysa ekki út lyfin? 5) Bjóða til síðustu kvöldmáltíðar á Hótel Íslandi og láta skrifa hjá fjármálaráðherra? Er nema von að kjósendur spyrji sig hvað stjórnarflokksmenn ætli sér að gera, haldi þeir velli? 1) Svíkja gefin loforð um að bæta hag eldri borgara? 2) Skeyta ekki um skýrslu Vörðu um örbirgð fatlaðs fólks? 3) Hækka beina skatta á lág- og millitekjufólk en lækka veiðigjöldin og skatta á kvótakóngana? 4) Virða að vettugi skoðanakannanir sem m.a. sýna að meirihluti þjóðarinnar vill að markaðsgjald verði greitt fyrir afnot af fiskimiðum landsins, hátekjufólkið borgi stærri hluta í skatt og að ríkisvaldið beiti sér fyrir því að minnka tekjumun í landinu? 5) Hunsa enn og aftur tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnskipunarlaga sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 - m.a. þess efnis að 10% kjósenda geti lagt frumvarp til laga fyrir Alþingi, og þar með hindra að lýðræðislegur vilji landsmanna nái fram að ganga? Við vitum nú þegar svarið, því af ávöxtunum þekkjum við þá. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokksins í NV-kjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Vegna bílslyss árið 2020 missti Una Bjarnhéðinsdóttir vinnuna og fór á örorkubætur þess valdandi að hún, einstæð móðirin, hefur nú ekki efni á hollustumat, tannlækni, læknum, sálfræðingi, sjúkraþjálfun, tryggingum, líkamsrækt, hárgreiðslu, fatnaði, strætómiðum, námskeiðum, leikhúsmiðum, tónleikamiðum, gjöfum, utanbæjarferðum og utanlandsferðum og getur ekki efnt það loforð við átta ára dóttur sína að hún megi fara í tónlistarskóla í vetur. Hvað á Una að gera? 1) Setja barnið í tónlistarskóla og lifa sjálf á loftinu? 2) Hækka yfirdráttarheimildina? 3) Betla mataraðstoð? 4) Gerast vændiskona? 5) Efna ekki loforðið við barnið sitt? Kvótakóngurinn í bænum hans Einars Benediktssonar seldi kvótann burt árið 2018, með þeim lyktum að Jón missti vinnuna og húsið og gerðist bæjarómagi, þess valdandi að hann á nú ekki fyrir útskriftargjöf handa sonarsyninum. Hvað á hann að gera? 1) Mæta með gjöf upp á 10.000 krónur og borða ekki í fimm daga í staðinn? 2) Taka lán hjá banka? 3) Ræna Samherja? 4) Mæta tómhentur í veisluna? 5) Mæta ekki í veisluna? Jón Sigurðsson, sem gert er að lifa af ellilífeyri, á ekki fyrir lyfjum. Hvað á hann að gera? 1) Leysa út lyfin og lifa á kattamat í staðinn? 2) Láta loka fyrir rafmagn, síma, hita, sjónvarp og tryggingar og leysa út lyfin? 3) Kaupa flugmiða til Danmerkur, aðra leiðina? 4) Leysa ekki út lyfin? 5) Bjóða til síðustu kvöldmáltíðar á Hótel Íslandi og láta skrifa hjá fjármálaráðherra? Er nema von að kjósendur spyrji sig hvað stjórnarflokksmenn ætli sér að gera, haldi þeir velli? 1) Svíkja gefin loforð um að bæta hag eldri borgara? 2) Skeyta ekki um skýrslu Vörðu um örbirgð fatlaðs fólks? 3) Hækka beina skatta á lág- og millitekjufólk en lækka veiðigjöldin og skatta á kvótakóngana? 4) Virða að vettugi skoðanakannanir sem m.a. sýna að meirihluti þjóðarinnar vill að markaðsgjald verði greitt fyrir afnot af fiskimiðum landsins, hátekjufólkið borgi stærri hluta í skatt og að ríkisvaldið beiti sér fyrir því að minnka tekjumun í landinu? 5) Hunsa enn og aftur tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnskipunarlaga sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 - m.a. þess efnis að 10% kjósenda geti lagt frumvarp til laga fyrir Alþingi, og þar með hindra að lýðræðislegur vilji landsmanna nái fram að ganga? Við vitum nú þegar svarið, því af ávöxtunum þekkjum við þá. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokksins í NV-kjördæmi
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun