Fundirnir sem leiddu til falls Guðna og stjórnar KSÍ Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2021 10:05 Guðni Bergsson neyddist til að segja af sér sem formaður KSÍ í lok síðasta mánaðar eftir að hafa verið formaður frá árinu 2017. mynd/skjáskot Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði til að hann myndi víkja sæti tímabundið en stjórn sambandsins samþykkti ekki þá tillögu. Í kjölfarið ákvað Guðni að segja af sér. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fundargerðum frá krísufundum stjórnar KSÍ í lok síðasta mánaðar, þegar Guðni og öll stjórn KSÍ sögðu af sér. Fundargerðirnar hafa nú fyrst verið birtar en samkvæmt tilkynningu frá KSÍ tafðist það vegna „óvenjulegra kringumstæðna“ þar sem formaður var hættur og framkvæmdastjórinn Klara Bjartmarz í leyfi. Hún hefur nú snúið aftur til starfa. Eina stærstu ástæðuna fyrir afsögn Guðna má telja ummæli hans í Kastljóssviðtali fimmtudagskvöldið 26. ágúst, þar sem hann neitaði því að hafa nokkurn tímann fengið tilkynningu um kynferðisbrot af hálfu landsliðsmanns í fótbolta. Degi síðar viðurkenndi hann að það hefði verið rangt, eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá broti landsliðsmanns sem reyndist vera Kolbeinn Sigþórsson. Á fundi stjórnar KSÍ 26. ágúst, rétt áður en Kastljóssviðtalið birtist, „ræddi Guðni um þá gagnrýni sem hefur komið fram á sambandið m.a. í greinarskrifum og eftir yfirlýsingu stjórnar þann 17. ágúst s.l. Stjórn sammála um að leita leiða með fagfólki til að bæta enn frekar starfsemi sambandsins, m.a. með samskiptafræðslu til landsliðanna, með átaki gegn neikvæðri menningu í búningsklefum og byggja undir jákvæða menningu. Þá var rætt um hvernig sambandið geti með aðgerðum unnið gegn hvers kyns ofbeldi og hvernig bæta mætti sýnileika forvarna og fræðslu um ofbeldismál á heimasíðu sambandsins og um réttan farveg til að tilkynna um slík mál.“ Stjórnin samþykkti ekki að Guðni hætti tímabundið Guðni boðaði til nýs fundar laugardaginn 28. ágúst, þegar mjög hafði verið þrýst á afsögn hans. Stjórnin fundaði frá klukkan 12-19 á laugardeginum, með samtals tæplega þriggja tíma hléum, en lítið sem ekkert kemur fram í fundargerð um hvað fór fram annað en umræður um „næstu skref til að bregðast við þeirri stöðu sem upp var komin“. Áfram var fundað á sunnudeginum þar sem Guðni endaði svo á að segja af sér. Hann lagði fyrst fram þá tillögu að hann myndi stíga tímabundið til hliðar sem formaður „á meðan að úttekt væri gerð á viðbrögðum sambandsins við þeim málum sem upp hafa komið í tengslum við þær upplýsingar sem fram komu í Kastljósi og fréttum RÚV um kynferðisbrot.“ Guðni og Klara viku svo af fundi tímabundið og á meðan komst stjórn að þeirri niðurstöðu að samþykkja ekki tillögu Guðna. Samkvæmt fundargerð tók Guðni í kjölfarið þá ákvörðun að segja af sér þegar í stað og ganga frá yfirlýsingu þess efnis, og vék hann svo af fundinum, eins og segir í fundargerð: Formaður sambandsins, Guðni Bergsson tók aftur sæti á fundi stjórnar og var þá rætt um tillögu hans. Fram kom að tillaga formanns næði ekki fram að ganga og tók hann í kjölfarið þá ákvörðun að segja af sér embætti formanns þegar í stað vegna meðhöndlunar og stöðu þeirra mála sem um ræðir og kvaðst munu ganga frá yfirlýsingu þess efnis. Vék hann að þá þegar af fundi. Fram kemur í fundargerð að fulltrúar stjórnar KSÍ hafi svo fundað með fulltrúum Stígamóta og Hönnu Björg Vilhjálmsdóttur, sem gagnrýnt höfðu sambandið fyrir skort á aðgerðum vegna frásagna af ofbeldismálum landsliðsmanna. Mánudaginn 30. ágúst ákvað stjórn KSÍ svo að segja af sér og boða til aukaþings, sem haldið verður 2. október. Var það gert eftir áskorun frá stjórn Íslensks toppfótbolta sem og frá níu félögum í neðri deildum. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í fundargerðum frá krísufundum stjórnar KSÍ í lok síðasta mánaðar, þegar Guðni og öll stjórn KSÍ sögðu af sér. Fundargerðirnar hafa nú fyrst verið birtar en samkvæmt tilkynningu frá KSÍ tafðist það vegna „óvenjulegra kringumstæðna“ þar sem formaður var hættur og framkvæmdastjórinn Klara Bjartmarz í leyfi. Hún hefur nú snúið aftur til starfa. Eina stærstu ástæðuna fyrir afsögn Guðna má telja ummæli hans í Kastljóssviðtali fimmtudagskvöldið 26. ágúst, þar sem hann neitaði því að hafa nokkurn tímann fengið tilkynningu um kynferðisbrot af hálfu landsliðsmanns í fótbolta. Degi síðar viðurkenndi hann að það hefði verið rangt, eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá broti landsliðsmanns sem reyndist vera Kolbeinn Sigþórsson. Á fundi stjórnar KSÍ 26. ágúst, rétt áður en Kastljóssviðtalið birtist, „ræddi Guðni um þá gagnrýni sem hefur komið fram á sambandið m.a. í greinarskrifum og eftir yfirlýsingu stjórnar þann 17. ágúst s.l. Stjórn sammála um að leita leiða með fagfólki til að bæta enn frekar starfsemi sambandsins, m.a. með samskiptafræðslu til landsliðanna, með átaki gegn neikvæðri menningu í búningsklefum og byggja undir jákvæða menningu. Þá var rætt um hvernig sambandið geti með aðgerðum unnið gegn hvers kyns ofbeldi og hvernig bæta mætti sýnileika forvarna og fræðslu um ofbeldismál á heimasíðu sambandsins og um réttan farveg til að tilkynna um slík mál.“ Stjórnin samþykkti ekki að Guðni hætti tímabundið Guðni boðaði til nýs fundar laugardaginn 28. ágúst, þegar mjög hafði verið þrýst á afsögn hans. Stjórnin fundaði frá klukkan 12-19 á laugardeginum, með samtals tæplega þriggja tíma hléum, en lítið sem ekkert kemur fram í fundargerð um hvað fór fram annað en umræður um „næstu skref til að bregðast við þeirri stöðu sem upp var komin“. Áfram var fundað á sunnudeginum þar sem Guðni endaði svo á að segja af sér. Hann lagði fyrst fram þá tillögu að hann myndi stíga tímabundið til hliðar sem formaður „á meðan að úttekt væri gerð á viðbrögðum sambandsins við þeim málum sem upp hafa komið í tengslum við þær upplýsingar sem fram komu í Kastljósi og fréttum RÚV um kynferðisbrot.“ Guðni og Klara viku svo af fundi tímabundið og á meðan komst stjórn að þeirri niðurstöðu að samþykkja ekki tillögu Guðna. Samkvæmt fundargerð tók Guðni í kjölfarið þá ákvörðun að segja af sér þegar í stað og ganga frá yfirlýsingu þess efnis, og vék hann svo af fundinum, eins og segir í fundargerð: Formaður sambandsins, Guðni Bergsson tók aftur sæti á fundi stjórnar og var þá rætt um tillögu hans. Fram kom að tillaga formanns næði ekki fram að ganga og tók hann í kjölfarið þá ákvörðun að segja af sér embætti formanns þegar í stað vegna meðhöndlunar og stöðu þeirra mála sem um ræðir og kvaðst munu ganga frá yfirlýsingu þess efnis. Vék hann að þá þegar af fundi. Fram kemur í fundargerð að fulltrúar stjórnar KSÍ hafi svo fundað með fulltrúum Stígamóta og Hönnu Björg Vilhjálmsdóttur, sem gagnrýnt höfðu sambandið fyrir skort á aðgerðum vegna frásagna af ofbeldismálum landsliðsmanna. Mánudaginn 30. ágúst ákvað stjórn KSÍ svo að segja af sér og boða til aukaþings, sem haldið verður 2. október. Var það gert eftir áskorun frá stjórn Íslensks toppfótbolta sem og frá níu félögum í neðri deildum.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn