Vanda býður sig fram til formanns KSÍ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. september 2021 10:13 Vanda Sigurgeirsdóttir hefur verið afar virk í knattspyrnuhreyfingunni undanfarna áratugi. Fyrst sem leikmaður og síðar þjálfari. KVAN.is Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við mennta-vísindasvið Háskóla Íslands og knattspyrnuþjálfari, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Hún greinir frá ákvörðun sinni á Facebook. Guðni Bergsson hætti sem formaður KSÍ á dögunum eftir að viðbrögð forystunnar við ásökunum um kynferðisofbeldi af hálfu landsliðsmanna í knattspyrnu sætti gagnrýni. „Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Ég hef fengið fjölda áskorana frá fjölskyldu og vinum, frá fjölbreyttum hópi fólks í samfélaginu og úr knattspyrnuhreyfingunni sjálfri,“ segir Vanda. Hún segist mjög þakklát fyrir þessa hvatningu. „Þetta var ekki einföld ákörðun en að vandlega íhuguðu máli ákvað ég bjóða mig fram. Mér þykir vænt um þessa hreyfingu og hef verið partur af henni stóran hluta ævi minnar. Ég tel að ég sé vel til þess fallinn að leiða þá vinnu sem framundan er,“ segir Vanda. Stjórnin sagði sömu leiðis af sér og boðaði til aukaársþings KSÍ sem fram laugardaginn 2. október. Þar verður kjörinn nýr formaður og kosið í stjórn á nýjan leik. Hávær krafa hefur verið um að jafna kynjahlutfall í stjórn sambandsins þar sem nýlega voru tvær konur en á annan tug karla. Vanda er fyrrverandi landsliðskona en hún spilaði 37 sinnum fyrir Ísland og skoraði eitt mark. Hún var lykilmaður í liði Breiðabliks um árabil og vann til allra verðlauna sem hægt er hér innanlands. Alls spilaði hún 118 leiki í meistaraflokki og skoraði 13 mörk. Jakob Frímann Þorsteinsson, eiginmaður Vöndu, er meðal fjölmargra sem deila færslu Vöndu og lýsa yfir stuðningi við hana. „Ég stend með Vöndu minni og er með djúpa sannfæringu fyrir því að hún hafi reynslu, þekkingu og siðferðislega dómgreind til að leiða sambandið í þeim vandasömu málum sem þarf að taka á. Alla tíð hefur Vanda verið ötul baráttukona fyrir jafnrétti í víðum skilningi og verið tilbúin að takast á við erfið mál með það að leiðarljósi að finna lausnir,“ segir Jakob Frímann. „Hvert þetta ferðalag leiðir okkur kemur í ljós en ég tel það ábyrgt hjá Vöndu að bjóða sig fram og nú er það í höndum annara að ákveða hvort liðsinni hennar sé óskað.“ Fréttin hefur verið uppfærð. KSÍ Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Fleiri fréttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sjá meira
Guðni Bergsson hætti sem formaður KSÍ á dögunum eftir að viðbrögð forystunnar við ásökunum um kynferðisofbeldi af hálfu landsliðsmanna í knattspyrnu sætti gagnrýni. „Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Ég hef fengið fjölda áskorana frá fjölskyldu og vinum, frá fjölbreyttum hópi fólks í samfélaginu og úr knattspyrnuhreyfingunni sjálfri,“ segir Vanda. Hún segist mjög þakklát fyrir þessa hvatningu. „Þetta var ekki einföld ákörðun en að vandlega íhuguðu máli ákvað ég bjóða mig fram. Mér þykir vænt um þessa hreyfingu og hef verið partur af henni stóran hluta ævi minnar. Ég tel að ég sé vel til þess fallinn að leiða þá vinnu sem framundan er,“ segir Vanda. Stjórnin sagði sömu leiðis af sér og boðaði til aukaársþings KSÍ sem fram laugardaginn 2. október. Þar verður kjörinn nýr formaður og kosið í stjórn á nýjan leik. Hávær krafa hefur verið um að jafna kynjahlutfall í stjórn sambandsins þar sem nýlega voru tvær konur en á annan tug karla. Vanda er fyrrverandi landsliðskona en hún spilaði 37 sinnum fyrir Ísland og skoraði eitt mark. Hún var lykilmaður í liði Breiðabliks um árabil og vann til allra verðlauna sem hægt er hér innanlands. Alls spilaði hún 118 leiki í meistaraflokki og skoraði 13 mörk. Jakob Frímann Þorsteinsson, eiginmaður Vöndu, er meðal fjölmargra sem deila færslu Vöndu og lýsa yfir stuðningi við hana. „Ég stend með Vöndu minni og er með djúpa sannfæringu fyrir því að hún hafi reynslu, þekkingu og siðferðislega dómgreind til að leiða sambandið í þeim vandasömu málum sem þarf að taka á. Alla tíð hefur Vanda verið ötul baráttukona fyrir jafnrétti í víðum skilningi og verið tilbúin að takast á við erfið mál með það að leiðarljósi að finna lausnir,“ segir Jakob Frímann. „Hvert þetta ferðalag leiðir okkur kemur í ljós en ég tel það ábyrgt hjá Vöndu að bjóða sig fram og nú er það í höndum annara að ákveða hvort liðsinni hennar sé óskað.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
KSÍ Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Fleiri fréttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sjá meira