Afglæpavæðing er kjaftæði Sigurður Páll Jónsson skrifar 22. september 2021 12:00 Sumir eru tilbúnir að ráðast í samfélagstilraunir og skiptir engu þó þær tilraunir beinist að viðkvæmustu hópum samfélagsins og fólki sem getur ekki borið hönd yfir höfuð sér. Ein slík tilraun ber heitið „afglæpavæðing“ þó það sé hið mesta öfugmæli því engin barátta vinnst með því að gefast upp. Hér á Vísi birtist um helgina grein sem bar heitið „Afglæpavæðing - Ekkert kjaftæði.“ Greinina skrifaði ung kona sem ég efast ekki um að vill vel. Ég get meira að segja tekið undir sumt af því sem hún skrifar, svo sem það að viðhorf samfélagsins í garð vímuefnaneytenda hefur breyst á undanförnum árum og að skaðaminnkun hefur sannað gildi sitt. En það leysir okkur ekki undan þeim vanda að takast á við fíknina og afleiðingar hennar. Það er ekkert nýtt að það sé rætt um að lögleiða fíkniefni en það er seinnitíma skilgreining að tala um „afglæpavæðingu“. Í leiðara Læknablaðsins fyrir tæpum tveimur áratugum voru menn að bregðast við slíkum hugmyndum sem snérust einkum að kannabisefnum sem áttu að vera skaðlítil þó annað hafi komið á daginn. Í leiðaranum var hvatning til lækna um að benda á skaðsemina. „Það er mikilvægt að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk tileinki sér þessa nýju þekkingu um skaðsemi kannabisneyslu og komi henni áfram til sjúklinga, almennings og þó einkum til unglinga og ungs fólks.“ Það er nefnilega svo að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk er ekki tilbúið að taka þetta skref yfir í að lögleiðinga neysluskammta og afglæpavæðingu fíkniefna. Því er þessi leið röng. Ekki aðeins vegna þess að hún sendir ungu og óhörnuðu fólki röng skilaboð um þær hættur sem fylgja fíkniefnaneyslu heldur ekki síður vegna þess að útfærslan eins og hún hefur birst til þessa er nánast glæpsamlega vanhugsuð. Alvarlegt mein Neysla fíkniefna er eitt alvarlegasta mein okkar þjóðfélags, í flestum tilfellum má rekja aðra glæpi til þeirra, einfaldlega vegna þess að gerandinn veit ekki í þennan heim eða annan eða hefur misst stjórn á gerðum sínum. Neyslan getur síðan leitt persónulegar hörmungar yfir neytandann og hans nánustu. Það mun ekkert breytast þó að neysluskammtar verði leyfðir. Nánast daglega erum við minnt á afleiðingar fíkniefna þar sem neytandinn hefur stefnt sjálfum sér eða öðrum í voða. Þetta er stríð sem ekki vinnst í einni orrustu heldur þarf stöðugt að halda áfram við að reyna að halda í horfinu með mannúð og gæsku að vopni. Það er verið að byrja á röngum enda með því að ráðast í að lögleiða neyslu fíkniefna án þess að hafa tryggt heildstæða stefnu í vímuefnamálum. Þetta vita allir heilbrigðisstarfsmenn og þeir sem vinna með vímuefnasjúklingum eða hafa reynslu af þeim. Þess vegna eru þeir á móti frumvarpi því sem heilbrigðisráðherra kynnti fyrir Alþingi fyrr í vetur. Það væri líklega ráð fyrir þá sem hæst tala að kynna sér þær vönduðu umsagnir sem borist hafa inn í samráðsgátt stjórnvalda undanfarið. Það er mikilvægt að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk tileinki sér þessa þekkingu um skaðsemi kannabisneyslu og komi henni áfram til sjúklinga, almennings og þó einkum til unglinga og ungs fólks. Því miður virðist hafa orðið misbrestur á þessari fræðslu undanfarin ár. Hlutunum snúið á haus Látum ekki blekkjast af fagurgala þeirra sem halda því fram að hægt sé að vinna þessa baráttu með því að hætta henni og smíða ný hugtök eða umorða þau eldri. Það er risastökk milli þess að milda refsingar fyrir neysluskammta og að sleppa þessum markaði lausum. Afglæpavæðingin felst í að lögreglan þarf að útskýra afskipti sín af fólki í vímu og neyslu, alveg sama við hvaða aðstæður þau eru. Þannig er hlutverkunum snúið á haus og sjúklingurinn stýrir ferðinni. Hverjum dettur í hug að það sé til góðs? Höfundur er þingmaður Miðflokksins og skipar annað sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Fíkn Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sumir eru tilbúnir að ráðast í samfélagstilraunir og skiptir engu þó þær tilraunir beinist að viðkvæmustu hópum samfélagsins og fólki sem getur ekki borið hönd yfir höfuð sér. Ein slík tilraun ber heitið „afglæpavæðing“ þó það sé hið mesta öfugmæli því engin barátta vinnst með því að gefast upp. Hér á Vísi birtist um helgina grein sem bar heitið „Afglæpavæðing - Ekkert kjaftæði.“ Greinina skrifaði ung kona sem ég efast ekki um að vill vel. Ég get meira að segja tekið undir sumt af því sem hún skrifar, svo sem það að viðhorf samfélagsins í garð vímuefnaneytenda hefur breyst á undanförnum árum og að skaðaminnkun hefur sannað gildi sitt. En það leysir okkur ekki undan þeim vanda að takast á við fíknina og afleiðingar hennar. Það er ekkert nýtt að það sé rætt um að lögleiða fíkniefni en það er seinnitíma skilgreining að tala um „afglæpavæðingu“. Í leiðara Læknablaðsins fyrir tæpum tveimur áratugum voru menn að bregðast við slíkum hugmyndum sem snérust einkum að kannabisefnum sem áttu að vera skaðlítil þó annað hafi komið á daginn. Í leiðaranum var hvatning til lækna um að benda á skaðsemina. „Það er mikilvægt að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk tileinki sér þessa nýju þekkingu um skaðsemi kannabisneyslu og komi henni áfram til sjúklinga, almennings og þó einkum til unglinga og ungs fólks.“ Það er nefnilega svo að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk er ekki tilbúið að taka þetta skref yfir í að lögleiðinga neysluskammta og afglæpavæðingu fíkniefna. Því er þessi leið röng. Ekki aðeins vegna þess að hún sendir ungu og óhörnuðu fólki röng skilaboð um þær hættur sem fylgja fíkniefnaneyslu heldur ekki síður vegna þess að útfærslan eins og hún hefur birst til þessa er nánast glæpsamlega vanhugsuð. Alvarlegt mein Neysla fíkniefna er eitt alvarlegasta mein okkar þjóðfélags, í flestum tilfellum má rekja aðra glæpi til þeirra, einfaldlega vegna þess að gerandinn veit ekki í þennan heim eða annan eða hefur misst stjórn á gerðum sínum. Neyslan getur síðan leitt persónulegar hörmungar yfir neytandann og hans nánustu. Það mun ekkert breytast þó að neysluskammtar verði leyfðir. Nánast daglega erum við minnt á afleiðingar fíkniefna þar sem neytandinn hefur stefnt sjálfum sér eða öðrum í voða. Þetta er stríð sem ekki vinnst í einni orrustu heldur þarf stöðugt að halda áfram við að reyna að halda í horfinu með mannúð og gæsku að vopni. Það er verið að byrja á röngum enda með því að ráðast í að lögleiða neyslu fíkniefna án þess að hafa tryggt heildstæða stefnu í vímuefnamálum. Þetta vita allir heilbrigðisstarfsmenn og þeir sem vinna með vímuefnasjúklingum eða hafa reynslu af þeim. Þess vegna eru þeir á móti frumvarpi því sem heilbrigðisráðherra kynnti fyrir Alþingi fyrr í vetur. Það væri líklega ráð fyrir þá sem hæst tala að kynna sér þær vönduðu umsagnir sem borist hafa inn í samráðsgátt stjórnvalda undanfarið. Það er mikilvægt að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk tileinki sér þessa þekkingu um skaðsemi kannabisneyslu og komi henni áfram til sjúklinga, almennings og þó einkum til unglinga og ungs fólks. Því miður virðist hafa orðið misbrestur á þessari fræðslu undanfarin ár. Hlutunum snúið á haus Látum ekki blekkjast af fagurgala þeirra sem halda því fram að hægt sé að vinna þessa baráttu með því að hætta henni og smíða ný hugtök eða umorða þau eldri. Það er risastökk milli þess að milda refsingar fyrir neysluskammta og að sleppa þessum markaði lausum. Afglæpavæðingin felst í að lögreglan þarf að útskýra afskipti sín af fólki í vímu og neyslu, alveg sama við hvaða aðstæður þau eru. Þannig er hlutverkunum snúið á haus og sjúklingurinn stýrir ferðinni. Hverjum dettur í hug að það sé til góðs? Höfundur er þingmaður Miðflokksins og skipar annað sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun