Umhverfisráðherra segir þingmenn Sjálfstæðisflokks vinna gegn náttúruvernd Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. september 2021 12:13 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir friðlýsingar unnar í samræmi við lög. Hann hafnar ásökunum Jóns Gunnarssonar og Vilhjálms Árnasonar, þingmanna Sjálfstæðisflokksins, um annað. vísir/samett Umhverfisráðherra hafnar alfarið ásökunum þingmanna Sjálfstæðisflokksins um siðleysi og lögbrot í tengslum við fjölda friðlýsinga á lokaspretti kjörtímabilsins. Hann segir þingmenninga vera að sýna sitt raunverulega andlit og vinna gegn náttúruvernd. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði harðorðan pistil á Facebook í gær þar sem hann sakar Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfisráðherra um lögbrot og siðleysi í tengslum við stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs fyrr í sumar og nýlegar friðlýsingar á grundvelli rammaáætlunar. Umhverfisráðherra hafnar þessu alfarið. „Ég held að þetta sé fyrst og fremst að draga fram raunverulegt andlit sjálfstæðismannansins Vilhjálms Árnasonar og Jón Gunnarsson hefur talað á sömu nótum. Þeir eru greinilega að vinna leynt og ljóst gegn náttúruvernd, gegn þjóðgörðum, gegn styrkingu byggðanna og gegn fjölgun starfa úti á landi,“ segir Guðmundur Ingi. Jón Gunnarsson sagði á dögunum að hann myndi hætta að styðja ríkisstjórnina, ef ekki væri svo stutt til kosninga, vegna málsins og fullyrti að ráðherra hefði ekki lagagrundvöll til friðlýsingar vatnasviðs Jökulsár á fjöllum án aðkomu þingisns. Guðmundur Ingi segir yfirlýsinguna hjákátlega og ekki á sig fá. „Að sjálfsögðu hafa stækkanir á þjóðgörðum og friðlýsingar verið unnar í samræmi við lög. Eins og við tökum t.d. stækkun á Vatnajökulsþjóðgarði. Þar hefur sveitafélagið samþykkkt friðlýsinguna. Þar hefur forsætisráðuneytið sem sér um þjóðlendurnar samþykkt stækkunina. Þannig það hefur að sjálfsögðu verið unnið að þessu í lög og í samráði við viðkomandi sveitastjórnir.“ Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs var stækkað í sumar. vísir/Vilhelm Hann bendir á að Viljálmur Árnason sitji í varastjórn Vatnajökulsþjóðgarðs og sitji flesta stjórnarfundi. „Og ég hef ekki séð hann hreyfa við mótmælum í bókunum stjórnar vegna stækkana sem hafa verið í umræðunni hjá þjóðgarðinum eða inni í stjórn þjóðgarðsins. Það að þetta sé að koma fram núna hlýtur að þýða að þingmaðurinn er á móti þeirri náttúruverndarstefnu sem ég hef rekið á kjörtímabilinu. Talar þar með gegn styrkingu byggðanna og fjölgun starfa.“ Hann segir fjölda friðlýsinga á síðustu mánuðum til komnar eftir langan undirbúningstíma. „Þær voru hreinlega ekki tilbúnar fyrr en á þessum tímapunkti en það búið að vera að vinna að þeim sumum hverjum allt kjörtímabilið í nánu samstarfi við landeigendur og sveitarfélög. Ávextirnir af því átaki sem var ráðist í árið 2018 eru flestir að koma fram á þessu ári. Ef ég man þetta rétt eru þetta rúmlega fimmtán friðlýsingar á þessu ári, og hvort það voru átta í fyrra og fjórar í hitteðfyrra. Það er mjög eðlilegt að þetta sé afturhlaðið,“ segir Guðmundur Ingi. Umhverfismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði harðorðan pistil á Facebook í gær þar sem hann sakar Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfisráðherra um lögbrot og siðleysi í tengslum við stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs fyrr í sumar og nýlegar friðlýsingar á grundvelli rammaáætlunar. Umhverfisráðherra hafnar þessu alfarið. „Ég held að þetta sé fyrst og fremst að draga fram raunverulegt andlit sjálfstæðismannansins Vilhjálms Árnasonar og Jón Gunnarsson hefur talað á sömu nótum. Þeir eru greinilega að vinna leynt og ljóst gegn náttúruvernd, gegn þjóðgörðum, gegn styrkingu byggðanna og gegn fjölgun starfa úti á landi,“ segir Guðmundur Ingi. Jón Gunnarsson sagði á dögunum að hann myndi hætta að styðja ríkisstjórnina, ef ekki væri svo stutt til kosninga, vegna málsins og fullyrti að ráðherra hefði ekki lagagrundvöll til friðlýsingar vatnasviðs Jökulsár á fjöllum án aðkomu þingisns. Guðmundur Ingi segir yfirlýsinguna hjákátlega og ekki á sig fá. „Að sjálfsögðu hafa stækkanir á þjóðgörðum og friðlýsingar verið unnar í samræmi við lög. Eins og við tökum t.d. stækkun á Vatnajökulsþjóðgarði. Þar hefur sveitafélagið samþykkkt friðlýsinguna. Þar hefur forsætisráðuneytið sem sér um þjóðlendurnar samþykkt stækkunina. Þannig það hefur að sjálfsögðu verið unnið að þessu í lög og í samráði við viðkomandi sveitastjórnir.“ Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs var stækkað í sumar. vísir/Vilhelm Hann bendir á að Viljálmur Árnason sitji í varastjórn Vatnajökulsþjóðgarðs og sitji flesta stjórnarfundi. „Og ég hef ekki séð hann hreyfa við mótmælum í bókunum stjórnar vegna stækkana sem hafa verið í umræðunni hjá þjóðgarðinum eða inni í stjórn þjóðgarðsins. Það að þetta sé að koma fram núna hlýtur að þýða að þingmaðurinn er á móti þeirri náttúruverndarstefnu sem ég hef rekið á kjörtímabilinu. Talar þar með gegn styrkingu byggðanna og fjölgun starfa.“ Hann segir fjölda friðlýsinga á síðustu mánuðum til komnar eftir langan undirbúningstíma. „Þær voru hreinlega ekki tilbúnar fyrr en á þessum tímapunkti en það búið að vera að vinna að þeim sumum hverjum allt kjörtímabilið í nánu samstarfi við landeigendur og sveitarfélög. Ávextirnir af því átaki sem var ráðist í árið 2018 eru flestir að koma fram á þessu ári. Ef ég man þetta rétt eru þetta rúmlega fimmtán friðlýsingar á þessu ári, og hvort það voru átta í fyrra og fjórar í hitteðfyrra. Það er mjög eðlilegt að þetta sé afturhlaðið,“ segir Guðmundur Ingi.
Umhverfismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira