Amanda mætti enn skipta um landslið Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2021 14:46 Amanda Andradóttir á ferðinni á Laugardalsvelli í gær, gegn Evrópumeisturum Hollands, í sínum fyrsta A-landsleik. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Ljóst er að Amanda Andradóttir hefur ákveðið að spila fyrir íslenska landsliðið í stað þess norska og hún kom inn á í sínum fyrsta A-landsleik í gær. Samkvæmt reglum FIFA, sem var breytt á síðasta ári, er þó enn mögulegt fyrir hana að spila fyrir Noreg í framtíðinni. Margir virðast telja að með því að spila leik í undankeppni HM fyrir Ísland í gær, í 2-0 tapinu gegn Hollandi, hafi Amanda endanlega skuldbundið sig til að spila ekki fyrir annað A-landslið en það íslenska. Það er þó ekki rétt því hún þarf að spila að minnsta kosti fjóra leiki fyrir Ísland til að svo sé. Því takmarki gæti Amanda mögulega náð áður en árið er á enda. Hin 17 ára Amanda á norska móður og íslenskan föður, bjó í Noregi fyrstu ár ævi sinnar en flutti svo til Íslands og lék með yngri flokkum Víkings og Vals. Nú býr hún aftur í Noregi og leikur með Vålerenga. Amanda æfði með U19-landsliði Noregs í vor en hefur ákveðið að spila fyrir A-landslið Íslands líkt og hún gerði fyrir yngri landsliði Íslands. Í endurbættum reglum FIFA um það hvort leikmenn séu gjaldgengir í landslið er ekki lengur nóg að hafa spilað einn „mótsleik“ (leik í undan- eða lokakeppni stórmóts) fyrir A-landslið til að mega ekki síðar spila fyrir aðra þjóð. Leyfilegt er að spila þrjá A-landsleiki fyrir eina þjóð og svo síðar fyrir aðra þjóð, en þó þurfa þrjú ár að líða á milli. Amanda gæti því tæknilega séð spilað gegn Tékklandi og Kýpur á Laugardalsvelli eftir mánuð, eftir að hafa mætt Hollandi í gær, og svo ákveðið að spila frekar fyrir Noreg í framtíðinni. En ef hún spilaði þá leiki og svo gegn Kýpur ytra í lok nóvember yrði án nokkurs vafa ekki aftur snúið hjá henni. Ákvörðunin óafturkallanleg ef Amanda væri 22 ára eða að spila á EM Þess má að auki geta að ef að leikmaður spilar einn leik í lokakeppni stórmóts dugar það til að hann megi ekki spila fyrir aðra þjóð í framtíðinni. Ef að Amanda spilaði ekki aftur fyrir Ísland fyrr en á EM í Englandi næsta sumar myndi þannig fyrsti leikur hennar á EM þýða að hún spilaði aldrei fyrir Noreg. Auk þess er að það svo að ef að Amanda væri eldri en 21 árs, sem gerist reyndar ekki fyrr en árið 2025, myndi duga að hún spilaði einn mótsleik fyrir A-landslið Íslands til að hún mætti ekki spila fyrir Noreg. FIFA HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Amanda: Þegar ég var komin inn á völlinn þá fór bara stressið Nýliðinn Amanda Jacobsen Andradóttir kom inn á sem varamaður undir lokin í kvöld í sínum fyrsta A-landsleik eftir að hafa valið Ísland fram yfir Noreg. 21. september 2021 21:31 Umfjöllun: Ísland - Holland 0-2 |Evrópumeistararnir of stór biti Ísland hóf undankeppni HM kvenna í fótbolta á 2-0 tapi gegn besta liði C-riðils, Evrópumeisturum Hollands, á Laugardalsvelli í kvöld. 21. september 2021 21:26 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sjá meira
Margir virðast telja að með því að spila leik í undankeppni HM fyrir Ísland í gær, í 2-0 tapinu gegn Hollandi, hafi Amanda endanlega skuldbundið sig til að spila ekki fyrir annað A-landslið en það íslenska. Það er þó ekki rétt því hún þarf að spila að minnsta kosti fjóra leiki fyrir Ísland til að svo sé. Því takmarki gæti Amanda mögulega náð áður en árið er á enda. Hin 17 ára Amanda á norska móður og íslenskan föður, bjó í Noregi fyrstu ár ævi sinnar en flutti svo til Íslands og lék með yngri flokkum Víkings og Vals. Nú býr hún aftur í Noregi og leikur með Vålerenga. Amanda æfði með U19-landsliði Noregs í vor en hefur ákveðið að spila fyrir A-landslið Íslands líkt og hún gerði fyrir yngri landsliði Íslands. Í endurbættum reglum FIFA um það hvort leikmenn séu gjaldgengir í landslið er ekki lengur nóg að hafa spilað einn „mótsleik“ (leik í undan- eða lokakeppni stórmóts) fyrir A-landslið til að mega ekki síðar spila fyrir aðra þjóð. Leyfilegt er að spila þrjá A-landsleiki fyrir eina þjóð og svo síðar fyrir aðra þjóð, en þó þurfa þrjú ár að líða á milli. Amanda gæti því tæknilega séð spilað gegn Tékklandi og Kýpur á Laugardalsvelli eftir mánuð, eftir að hafa mætt Hollandi í gær, og svo ákveðið að spila frekar fyrir Noreg í framtíðinni. En ef hún spilaði þá leiki og svo gegn Kýpur ytra í lok nóvember yrði án nokkurs vafa ekki aftur snúið hjá henni. Ákvörðunin óafturkallanleg ef Amanda væri 22 ára eða að spila á EM Þess má að auki geta að ef að leikmaður spilar einn leik í lokakeppni stórmóts dugar það til að hann megi ekki spila fyrir aðra þjóð í framtíðinni. Ef að Amanda spilaði ekki aftur fyrir Ísland fyrr en á EM í Englandi næsta sumar myndi þannig fyrsti leikur hennar á EM þýða að hún spilaði aldrei fyrir Noreg. Auk þess er að það svo að ef að Amanda væri eldri en 21 árs, sem gerist reyndar ekki fyrr en árið 2025, myndi duga að hún spilaði einn mótsleik fyrir A-landslið Íslands til að hún mætti ekki spila fyrir Noreg.
FIFA HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Amanda: Þegar ég var komin inn á völlinn þá fór bara stressið Nýliðinn Amanda Jacobsen Andradóttir kom inn á sem varamaður undir lokin í kvöld í sínum fyrsta A-landsleik eftir að hafa valið Ísland fram yfir Noreg. 21. september 2021 21:31 Umfjöllun: Ísland - Holland 0-2 |Evrópumeistararnir of stór biti Ísland hóf undankeppni HM kvenna í fótbolta á 2-0 tapi gegn besta liði C-riðils, Evrópumeisturum Hollands, á Laugardalsvelli í kvöld. 21. september 2021 21:26 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sjá meira
Amanda: Þegar ég var komin inn á völlinn þá fór bara stressið Nýliðinn Amanda Jacobsen Andradóttir kom inn á sem varamaður undir lokin í kvöld í sínum fyrsta A-landsleik eftir að hafa valið Ísland fram yfir Noreg. 21. september 2021 21:31
Umfjöllun: Ísland - Holland 0-2 |Evrópumeistararnir of stór biti Ísland hóf undankeppni HM kvenna í fótbolta á 2-0 tapi gegn besta liði C-riðils, Evrópumeisturum Hollands, á Laugardalsvelli í kvöld. 21. september 2021 21:26