Góð tíðindi Haraldur Ingi Haraldsson skrifar 22. september 2021 16:16 Kærleikshagkerfið sem sósíalistar boða er góð tíðindi. Það fjallar um að auka lýðræði, hlusta á vilja almennings og fara eftir honum. Styðja við þá veiku og fátæku. Lyfta samfélaginu upp frá botninum ekki smyrja öllu upp á blá toppinn sem hrynur svo yfir okkur öll. Við viljum kerfisbreytingar og segjum hreint út að ekkert dugi nema þær. Smáplástrapólitíkin skilar engum árangri. Gott dæmi um það er hækkun barnabóta í tíð síðustu ríkistjórnar. Vissulega hækkuðu barnabætur. Það var smáplástur, Hann var svo rifin af í skyndi hinumegin í ríkisreikningum. Verðhækkanir gerðu ávinninginn að engu. Stjórnarliðar, sérstaklega forystufólk VG hreykja sér mikið af hækkun barnabóta en forðast að segja alla söguna. Þannig er smáplástrapólitíkin fyrst og fremst áróðurstæki til að viðhalda óbreyttu ástandi. Ekkert nema kerfisbreytingar geta komið til leiðar varanlegum ávinningi launafólks, bótaþega, einstæðra mæðra og annarra sem nýfrjáshyggjukerfið neitar um réttlátan skerf í samfélaginu. Fyrir því vill Sósíalistaflokkurinn berjast. Það eru góð tíðindi. Með því að breyta ríkisfjármálum, hefta græðgi fjármálakerfisins, taka upp félagslega bankastarfsemi með samfélagsbönkum og skattleggja þau ríku svo þau greiði sinn réttláta skerf skjótum við efnahagslegum stoðum undir það verkefni að byggja upp samfélag sem hefur hagsmuni almennings að kjölfestu og hafnar rörsýn á hagsmuni fjármagnseigenda, stórfyrirtækja og bankakerfis. Við viljum gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi sem nær til alls landsins, gjaldfrjálsar samgöngur um land allt, nýtt fiskveiðikerfi sem færir auðinn til þjóðarinnar og setur hömlur á auðræði þeirra fáu. Skilum þeirri skömm sem er fátækt barna og þeirra lægstlaunuðu. Sama á við um fátækt aldraðra og öryrkja, grimmilegar skerðingar og skattkerfi sem níðist á almenningi en eys forréttindum yfir þá ríku. Hefjum stórátak í byggingu félagslegra íbúða. Þetta eru lausnir ekki smáplástrar. Látum ekki skrökva því að okkur að þetta sé ekki hægt. Við lifum í einhverju auðugasta landi veraldarinnar. Jöfnuður og sanngjörn skipting er allt sem þarf. Það eru góð tíðindi Og núna 25. september snúum við vörn í sókn. Sósíalistaflokkurinn þorir Sósíalistaflokkurinn getur Þú kjósandi góður hefur aflið til að gefa okkur. Þetta eru mikilvægustu kosningar í langan tíma; annarsvegar er hörð hægristefna með einkavæðingu og auðmannadekri og hins vegar er kærleikur félagshyggjunnar og loksins raunveruleg andstaða við sérhagsmunastefnu stjórnvalda. Kjörklefinn stendur þér opinn til að til þess að velja á milli. Með því að setja x við j á kjördag hefjum við löngu tímabæra baráttu og hefjum nýtt tímabil andstöðu við auðvaldið og uppbyggingu félagslegra gilda Kjósum með hjartanu. Skilum Rauðu – X-J á kjördag. Höfundur er oddviti Sósíalista í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Haraldur Ingi Haraldsson Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Kærleikshagkerfið sem sósíalistar boða er góð tíðindi. Það fjallar um að auka lýðræði, hlusta á vilja almennings og fara eftir honum. Styðja við þá veiku og fátæku. Lyfta samfélaginu upp frá botninum ekki smyrja öllu upp á blá toppinn sem hrynur svo yfir okkur öll. Við viljum kerfisbreytingar og segjum hreint út að ekkert dugi nema þær. Smáplástrapólitíkin skilar engum árangri. Gott dæmi um það er hækkun barnabóta í tíð síðustu ríkistjórnar. Vissulega hækkuðu barnabætur. Það var smáplástur, Hann var svo rifin af í skyndi hinumegin í ríkisreikningum. Verðhækkanir gerðu ávinninginn að engu. Stjórnarliðar, sérstaklega forystufólk VG hreykja sér mikið af hækkun barnabóta en forðast að segja alla söguna. Þannig er smáplástrapólitíkin fyrst og fremst áróðurstæki til að viðhalda óbreyttu ástandi. Ekkert nema kerfisbreytingar geta komið til leiðar varanlegum ávinningi launafólks, bótaþega, einstæðra mæðra og annarra sem nýfrjáshyggjukerfið neitar um réttlátan skerf í samfélaginu. Fyrir því vill Sósíalistaflokkurinn berjast. Það eru góð tíðindi. Með því að breyta ríkisfjármálum, hefta græðgi fjármálakerfisins, taka upp félagslega bankastarfsemi með samfélagsbönkum og skattleggja þau ríku svo þau greiði sinn réttláta skerf skjótum við efnahagslegum stoðum undir það verkefni að byggja upp samfélag sem hefur hagsmuni almennings að kjölfestu og hafnar rörsýn á hagsmuni fjármagnseigenda, stórfyrirtækja og bankakerfis. Við viljum gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi sem nær til alls landsins, gjaldfrjálsar samgöngur um land allt, nýtt fiskveiðikerfi sem færir auðinn til þjóðarinnar og setur hömlur á auðræði þeirra fáu. Skilum þeirri skömm sem er fátækt barna og þeirra lægstlaunuðu. Sama á við um fátækt aldraðra og öryrkja, grimmilegar skerðingar og skattkerfi sem níðist á almenningi en eys forréttindum yfir þá ríku. Hefjum stórátak í byggingu félagslegra íbúða. Þetta eru lausnir ekki smáplástrar. Látum ekki skrökva því að okkur að þetta sé ekki hægt. Við lifum í einhverju auðugasta landi veraldarinnar. Jöfnuður og sanngjörn skipting er allt sem þarf. Það eru góð tíðindi Og núna 25. september snúum við vörn í sókn. Sósíalistaflokkurinn þorir Sósíalistaflokkurinn getur Þú kjósandi góður hefur aflið til að gefa okkur. Þetta eru mikilvægustu kosningar í langan tíma; annarsvegar er hörð hægristefna með einkavæðingu og auðmannadekri og hins vegar er kærleikur félagshyggjunnar og loksins raunveruleg andstaða við sérhagsmunastefnu stjórnvalda. Kjörklefinn stendur þér opinn til að til þess að velja á milli. Með því að setja x við j á kjördag hefjum við löngu tímabæra baráttu og hefjum nýtt tímabil andstöðu við auðvaldið og uppbyggingu félagslegra gilda Kjósum með hjartanu. Skilum Rauðu – X-J á kjördag. Höfundur er oddviti Sósíalista í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar